Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. október 2022 23:45 Steinunn hafði áhyggjur afþví að hrossin gætu ekki lifað af veturinn vegna ástands. Steinunn Árnadóttir Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. Steinunn Árnadóttir, sú sem greindi fyrst frá þeirri meðferð sem hrossin höfðu verið beitt, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið á staðnum þegar hrossin voru færð í sláturbíl. Hún segir Matvælastofnun hafa sinnt aðgerðunum. „Við sáum tólf hesta setta á sláturbíl og við vitum að það var folald fellt þarna á staðnum,“ segir Steinunn. Niðurstaðan sé mjög sorgleg en fyrr í haust lýsti Steinunn yfir áhyggjum sínum vegna ástands hrossanna; feldur þeirra væri þannig að þau myndu ekki geta lifað af í vetrarkuldanum. Aðspurð hvort hægt hefði verið að bjarga hrossunum í því ástandi sem þau voru segir Steinunn svo ekki vera. „Að horfa á þessa vesalinga sem voru búnir að vera lokaðir inni í heilt ár koma út grindhoruð, og holdafarið og hárgerðin var þannig að það var útilokað að þau gætu lifað af úti, það var útilokað. Þau voru búin að líða miklar hörmungar í þessum veðrum sem voru búin að skella á okkur,“ segir Steinunn. Hún segist agndofa yfir aðgerðarleysi MAST og yfirlýsinga stofnunarinnar, málið sé hörmulegt. Mikið magn kvartana vegna hrossanna hafi verið sent á borð þeirra en þau hafi brugðist. „Þeir brugðust í hvert skipti sem fólk lét vita af því að ástandið var ekki gott og þetta var niðurstaðan,“ segir Steinunn. Steinunn segir þessa niðurstöðu vera sorglega, hún sé mjög hrygg yfir þessu. Hún segist einnig ósátt við það að fyrri eigendur hrossa sem hafi verið í hópnum hafi ekki getað fengið þau til baka þegar þeir vissu að um sín dýr væri að ræða. „Ég er afar ósátt að þeir fyrrum eigendur sem vildu að fá skepnurnar til baka, gátu það ekki. Þarna er verið að fella skepnur sem aðrir vildu fá til baka og þær eru bara drepnar með köldu blóði. Ég er mjög ósátt við það,“ segir Steinunn. Hún segir búfjárvörslusviptingu hafa átt að fara fram, fyrri eigendur hafi viljað láta kaup nýrra eigenda ganga til baka. Steinunn segir að það að hrossunum hafi verið slátrað sé aðeins niðurstaða í hluta málsins; sömu aðilar eigi kýr og kindur annars staðar. Einnig hafi verið kvartað yfir slæmri meðferð á þeim dýrum. „Kýr hafa ekki farið út í þrjú ár, kindur ekki út í þrjú ár og þetta eru sömu aðilar og sömu eftirlitsaðilar. Vita fullkomlega um þessar aðstæður og stanslaust verið að láta vita,“ segir Steinunn. Að endingu segir Steinunn nauðsynlegt að breyta þessu; fólk verði að geta treyst á að eftirlitið virki þegar þurfi á að halda. Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýr Borgarbyggð Dýraheilbrigði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Steinunn Árnadóttir, sú sem greindi fyrst frá þeirri meðferð sem hrossin höfðu verið beitt, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið á staðnum þegar hrossin voru færð í sláturbíl. Hún segir Matvælastofnun hafa sinnt aðgerðunum. „Við sáum tólf hesta setta á sláturbíl og við vitum að það var folald fellt þarna á staðnum,“ segir Steinunn. Niðurstaðan sé mjög sorgleg en fyrr í haust lýsti Steinunn yfir áhyggjum sínum vegna ástands hrossanna; feldur þeirra væri þannig að þau myndu ekki geta lifað af í vetrarkuldanum. Aðspurð hvort hægt hefði verið að bjarga hrossunum í því ástandi sem þau voru segir Steinunn svo ekki vera. „Að horfa á þessa vesalinga sem voru búnir að vera lokaðir inni í heilt ár koma út grindhoruð, og holdafarið og hárgerðin var þannig að það var útilokað að þau gætu lifað af úti, það var útilokað. Þau voru búin að líða miklar hörmungar í þessum veðrum sem voru búin að skella á okkur,“ segir Steinunn. Hún segist agndofa yfir aðgerðarleysi MAST og yfirlýsinga stofnunarinnar, málið sé hörmulegt. Mikið magn kvartana vegna hrossanna hafi verið sent á borð þeirra en þau hafi brugðist. „Þeir brugðust í hvert skipti sem fólk lét vita af því að ástandið var ekki gott og þetta var niðurstaðan,“ segir Steinunn. Steinunn segir þessa niðurstöðu vera sorglega, hún sé mjög hrygg yfir þessu. Hún segist einnig ósátt við það að fyrri eigendur hrossa sem hafi verið í hópnum hafi ekki getað fengið þau til baka þegar þeir vissu að um sín dýr væri að ræða. „Ég er afar ósátt að þeir fyrrum eigendur sem vildu að fá skepnurnar til baka, gátu það ekki. Þarna er verið að fella skepnur sem aðrir vildu fá til baka og þær eru bara drepnar með köldu blóði. Ég er mjög ósátt við það,“ segir Steinunn. Hún segir búfjárvörslusviptingu hafa átt að fara fram, fyrri eigendur hafi viljað láta kaup nýrra eigenda ganga til baka. Steinunn segir að það að hrossunum hafi verið slátrað sé aðeins niðurstaða í hluta málsins; sömu aðilar eigi kýr og kindur annars staðar. Einnig hafi verið kvartað yfir slæmri meðferð á þeim dýrum. „Kýr hafa ekki farið út í þrjú ár, kindur ekki út í þrjú ár og þetta eru sömu aðilar og sömu eftirlitsaðilar. Vita fullkomlega um þessar aðstæður og stanslaust verið að láta vita,“ segir Steinunn. Að endingu segir Steinunn nauðsynlegt að breyta þessu; fólk verði að geta treyst á að eftirlitið virki þegar þurfi á að halda.
Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýr Borgarbyggð Dýraheilbrigði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira