Enski boltinn

Systir Ronaldos brjáluð út í Ten Hag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjölskylda Cristianos Ronaldo er dugleg að verja sinn mann.
Fjölskylda Cristianos Ronaldo er dugleg að verja sinn mann. vísir/getty

Systir Cristianos Ronaldo, Elma, var langt frá því að vera sátt með Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, þegar hann tók bróður hennar af velli í markalausa jafnteflinu gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo var í byrjunarliði United gegn Newcastle en náði sér ekki á strik og var tekinn af velli þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Portúgalinn var greinilega ósáttur og ljóst er að fleiri í fjölskyldunni voru á þeirri skoðun.

Elma deildi allavega frétt um að Ronaldo vilji fara frá United á Instagram með yfirskriftinni: „Þetta er of seint.“ Með fylgdu gubbukalla tjákn.

Ronaldo vildi fara frá United í sumar en engin af stóru liðunum í Evrópu höfðu áhuga á honum. Ljóst er að áhuginn hefur ekki aukist í vetur enda hefur Ronaldo ekki átt fast sæti í liði United og aðeins skorað tvö mörk í tólf leikjum.

Ronaldo sneri aftur til United í fyrra og var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili með 24 mörk í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×