Frekari merki kólnunar á fasteignamarkaði Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2022 07:35 Framboð á íbúðum hefur þrefaldast síðan í febrúar. Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna en verulega hefur dregið úr hlutfalli íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að lækka. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kom út í dag. Þar segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi 44 prósent íbúða í fjölbýli selst yfir ásettu verði, samanborið við 53 prósent í júlí. 42 prósent sérbýla seljast yfir ásettu verði miðað við 48 prósent í júlí. Þegar mest var seldust 70 prósent íbúða í fjölbýli og 60 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst var 73,7 milljónir króna en í júní var það 76,4 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seljast að jafnaði á 66 milljónir króna en í sérbýli á 104,4 milljónir króna. Mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána er nú 62.300 krónur fyrir hverjar tíu milljónir sem eru teknar að láni. Fyrra hluta árs 2021 var mánaðarleg greiðslubyrði 37.700 krónur og gerir þetta því 65 prósent hækkun á greiðslubyrði á einu og hálfu ári. Samkvæmt íbúðatalningu HMS og Samtaka iðnaðarins eru 8.113 íbúðir í byggingu á landinu öllu. Í mars á þessu ári voru þær 7.260 talsins og í september í fyrra 6.001 talsins. Aukningin á einu ári er 35,2 prósent. HMS segir þetta vera merki um kólnandi fasteignamarkað og hefur viðsnúningurinn verið nokkuð hraður. Framboð íbúða eykst hratt og fer viðskiptum fækkandi. „Nokkuð ljóst er að það eigi eftir að draga verulega úr verðhækkunum sem hafa einkennt fasteignamarkaðinn á undanförnum árum en óvíst er hvort að fasteignaverð eigi eftir að lækka. Það veltur meðal annars á því að hve miklu leyti heimilin eru tilbúin til að fjármagna sig á verðtryggðum lánum,“ segir í skýrslunni. Framboð á íbúðum hefur þrefaldast frá því í febrúar og aukist um 89 prósent síðan í lok júlí. Neytendur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kom út í dag. Þar segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi 44 prósent íbúða í fjölbýli selst yfir ásettu verði, samanborið við 53 prósent í júlí. 42 prósent sérbýla seljast yfir ásettu verði miðað við 48 prósent í júlí. Þegar mest var seldust 70 prósent íbúða í fjölbýli og 60 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst var 73,7 milljónir króna en í júní var það 76,4 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seljast að jafnaði á 66 milljónir króna en í sérbýli á 104,4 milljónir króna. Mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána er nú 62.300 krónur fyrir hverjar tíu milljónir sem eru teknar að láni. Fyrra hluta árs 2021 var mánaðarleg greiðslubyrði 37.700 krónur og gerir þetta því 65 prósent hækkun á greiðslubyrði á einu og hálfu ári. Samkvæmt íbúðatalningu HMS og Samtaka iðnaðarins eru 8.113 íbúðir í byggingu á landinu öllu. Í mars á þessu ári voru þær 7.260 talsins og í september í fyrra 6.001 talsins. Aukningin á einu ári er 35,2 prósent. HMS segir þetta vera merki um kólnandi fasteignamarkað og hefur viðsnúningurinn verið nokkuð hraður. Framboð íbúða eykst hratt og fer viðskiptum fækkandi. „Nokkuð ljóst er að það eigi eftir að draga verulega úr verðhækkunum sem hafa einkennt fasteignamarkaðinn á undanförnum árum en óvíst er hvort að fasteignaverð eigi eftir að lækka. Það veltur meðal annars á því að hve miklu leyti heimilin eru tilbúin til að fjármagna sig á verðtryggðum lánum,“ segir í skýrslunni. Framboð á íbúðum hefur þrefaldast frá því í febrúar og aukist um 89 prósent síðan í lok júlí.
Neytendur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira