Persónulegar erjur og mismunandi áherslur áður komið í veg fyrir sameiningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. október 2022 11:42 Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að skiptar skoðanir starfsfólks stofnananna breytist ekki við sameiningu. En heilbrigð umræða og skoðanaskipti séu af því góða. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktarstjóri segir mikilvægt að halda því til haga að fjölmargar tilraunir til að sameina Skógræktina og Landgræðsluna hafi klúðrast í gegn um tíðina. Hann er hóflega bjartsýnn á að það takist í þetta skiptið en ætlar að leggja sig allan fram. Matvælaráðherra tilkynnti ríkisstjórninni í gær að hún hygðist sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina stofnun. Þetta hefur í raun verið í umræðunni allt frá því að landgræðsluhlutverkið var tekið af Skógræktinni og Landgræðslan stofnuð árið 1914. „Það hefur verið reynt áður og það hefur eitt og annað komið í veg fyrir það; skoðanir fólks, persónulegar erjur, mismunandi áherslur. Og svo má ekki gleyma að fyrir suma er staðsetning höfuðstöðvanna mikið mál,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Hann segir að staðsetning höfuðstöðvanna skipti ekki nokkru máli fyrir starfsemi stofnunarinnar sjálfrar en þetta sé byggðamál fyrir heimamenn annars vegar á Egilsstöðum, þar sem höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru nú, og hins vegar íbúa í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þar sem Landgræðslan er. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar og sumar gengið lengra en sú sem nú er hafin. „Það verður ekkert auðvelt að sameina. Það er kúnst. Það er eitthvað sem að er alveg hægt að klúðra sko. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að fólk sé meðvitað um það,“ segir Þröstur. Og ertu bjartsýnn á að það verði loksins að þessu núna? „Það stendur til að reyna... Ég svo sem veit ekkert hvort ég eigi að vera bjartsýnn eða svartsýnn. Ég mun vinna að því að þetta gerist á farsælan hátt. Það er það sem skiptir máli.“ Nokkur rígur hefur verið á milli stofnananna í gegn um árin - Þröstur vill reyndar ekki lýsa því sem ríg heldur eðlilegum skoðanaskiptum. Fólk innan nýrrar stofnunar muni auðvitað áfram hafa skiptar skoðanir. Hann sér þó tækifæri í sameiningunni - helst í loftslagsmálum. Stórum markmiðum þurfi að ná hér á landi á næstu árum. „Öflugri stofnun sé rétt að málum staðið, ef það tekst að búa til öfluga stofnun úr þessu, þá ætti hún að bjóða upp á möguleika á að gera það betur heldur en tvær stofnanir,“ segir Þröstur. „Gaslýsingar og orðaofbeldi“ Skemmst er að minnast hitamáls sem kom upp á milli starfsmanna Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í mars á þessu ári í umræðum á Facebook-hópnum Áhugafólk um landgræðslu. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, gagnrýndi þar harðlega greinaskrif Þórunnar Wolfram, sviðsstjóra hjá Landgræðslunni, sem birtust á Kjarnanum. Aðalsteinn setti sig þar helst á móti þeirri skoðun Þórunnar að skógrækt með innfluttum tegundum væri skaðleg íslenskri náttúru. „Starfsfólk Landgræðslunnar sem hefur engan áhuga á landgræðslu. Er nokkur furða þó margir velti því fyrir sér hvort slíka stofnun sé á vetur setjandi?“ skrifaði Aðalsteinn meðal annars í umræðum sem sköpuðust í hópnum. Þórunn brást við skömmu síðar: skjáskot/facebook „Ég frétti af því að Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri Skógræktarinnar hafi sett hér inn færslu með grein minni úr Kjarnanum með niðurlægjandi ummælum um mig og stofnunina sem ég starfa hjá. Við taka svo gaslýsingar og orðaofbeldi.“ Skógrækt og landgræðsla Byggðamál Loftslagsmál Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Matvælaráðherra tilkynnti ríkisstjórninni í gær að hún hygðist sameina Skógræktina og Landgræðsluna í eina stofnun. Þetta hefur í raun verið í umræðunni allt frá því að landgræðsluhlutverkið var tekið af Skógræktinni og Landgræðslan stofnuð árið 1914. „Það hefur verið reynt áður og það hefur eitt og annað komið í veg fyrir það; skoðanir fólks, persónulegar erjur, mismunandi áherslur. Og svo má ekki gleyma að fyrir suma er staðsetning höfuðstöðvanna mikið mál,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. Hann segir að staðsetning höfuðstöðvanna skipti ekki nokkru máli fyrir starfsemi stofnunarinnar sjálfrar en þetta sé byggðamál fyrir heimamenn annars vegar á Egilsstöðum, þar sem höfuðstöðvar Skógræktarinnar eru nú, og hins vegar íbúa í Gunnarsholti á Rangárvöllum, þar sem Landgræðslan er. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til sameiningar og sumar gengið lengra en sú sem nú er hafin. „Það verður ekkert auðvelt að sameina. Það er kúnst. Það er eitthvað sem að er alveg hægt að klúðra sko. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að fólk sé meðvitað um það,“ segir Þröstur. Og ertu bjartsýnn á að það verði loksins að þessu núna? „Það stendur til að reyna... Ég svo sem veit ekkert hvort ég eigi að vera bjartsýnn eða svartsýnn. Ég mun vinna að því að þetta gerist á farsælan hátt. Það er það sem skiptir máli.“ Nokkur rígur hefur verið á milli stofnananna í gegn um árin - Þröstur vill reyndar ekki lýsa því sem ríg heldur eðlilegum skoðanaskiptum. Fólk innan nýrrar stofnunar muni auðvitað áfram hafa skiptar skoðanir. Hann sér þó tækifæri í sameiningunni - helst í loftslagsmálum. Stórum markmiðum þurfi að ná hér á landi á næstu árum. „Öflugri stofnun sé rétt að málum staðið, ef það tekst að búa til öfluga stofnun úr þessu, þá ætti hún að bjóða upp á möguleika á að gera það betur heldur en tvær stofnanir,“ segir Þröstur. „Gaslýsingar og orðaofbeldi“ Skemmst er að minnast hitamáls sem kom upp á milli starfsmanna Landgræðslunnar og Skógræktarinnar í mars á þessu ári í umræðum á Facebook-hópnum Áhugafólk um landgræðslu. Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, gagnrýndi þar harðlega greinaskrif Þórunnar Wolfram, sviðsstjóra hjá Landgræðslunni, sem birtust á Kjarnanum. Aðalsteinn setti sig þar helst á móti þeirri skoðun Þórunnar að skógrækt með innfluttum tegundum væri skaðleg íslenskri náttúru. „Starfsfólk Landgræðslunnar sem hefur engan áhuga á landgræðslu. Er nokkur furða þó margir velti því fyrir sér hvort slíka stofnun sé á vetur setjandi?“ skrifaði Aðalsteinn meðal annars í umræðum sem sköpuðust í hópnum. Þórunn brást við skömmu síðar: skjáskot/facebook „Ég frétti af því að Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri Skógræktarinnar hafi sett hér inn færslu með grein minni úr Kjarnanum með niðurlægjandi ummælum um mig og stofnunina sem ég starfa hjá. Við taka svo gaslýsingar og orðaofbeldi.“
Skógrækt og landgræðsla Byggðamál Loftslagsmál Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24