Fjórir erlendir Stólar á vellinum og Haukar kæra líklega Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 14:33 Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu en ef boltinn hefði ekki farið ofan í hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls getað náð boltanum og hafið sókn. Skjáskot/RÚV Körfuknattleiksdeild Hauka mun sennilega kæra úrslit leiksins við Tindastól í VÍS-bikarkeppni karla á mánudagskvöld, vegna meints brots Tindastóls á reglum um fjölda erlenda leikmanna. Tindastóll vann leikinn en fari svo að Haukar kæri, og aga- og úrskurðanefnd KKÍ úrskurði þeim í vil, fá Hafnfirðingar 20-0 sigur og farseðil í 16-liða úrslitin. Eins og sjá má á skjáskotinu hér að ofan voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum þegar Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, tók tvö vítaskot um miðjan þriðja leikhluta. Hilmar hitti úr seinna vítinu sínu og þar með tók við leikhlé sem Tindastóll hafði beðið um. Í útsendingu RÚV má sjá að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum gegn Haukum á sama tíma, ásamt Pétri Rúnari Birgissyni. Það stangast á við reglur KKÍ.Skjáskot/RÚV Það að erlendir leikmenn Tindastóls væru einum of margir inni á vellinum á sama tíma, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið í bæði deildar- og bikarkeppni hér á landi, hafði því ekki beinlínis áhrif á leikinn. Samkvæmt reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót virðist engu að síður um brot að ræða en þar segir meðal annars: Í úrvalsdeild karla og kvenna gildir eftirfarandi: Á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis. Á leikvelli hverju sinni mega mest vera tveir Bosman A leikmenn með erlent vegabréf í hvoru liði, eða mest þrír ef enginn leikmaður utan EES er á leikvelli innan liðs. Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Í 8. greininni segir svo að komi í ljós að leikmaður sé ólöglegur þá tapi lið hans leiknum, annað hvort 20-0 eða eins og niðurstaðan varð í leiknum ef hann var hvort sem er í tapliði. Félag sem notar ólöglegan leikmann fær einnig 250.000 króna sekt. „Miðað við þær forsendur sem við erum búin að skoða þá finnst okkur þetta nokkuð skýrt, en við ætlum að vera með þessa hluti á hreinu áður en við sendum frá okkur kæru. En ég geri ráð fyrir að við látum reyna á þetta. Reglur eru reglur,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Körfubolti Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Tindastóll vann leikinn en fari svo að Haukar kæri, og aga- og úrskurðanefnd KKÍ úrskurði þeim í vil, fá Hafnfirðingar 20-0 sigur og farseðil í 16-liða úrslitin. Eins og sjá má á skjáskotinu hér að ofan voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum þegar Hilmar Smári Henningsson, leikmaður Hauka, tók tvö vítaskot um miðjan þriðja leikhluta. Hilmar hitti úr seinna vítinu sínu og þar með tók við leikhlé sem Tindastóll hafði beðið um. Í útsendingu RÚV má sjá að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru inni á vellinum gegn Haukum á sama tíma, ásamt Pétri Rúnari Birgissyni. Það stangast á við reglur KKÍ.Skjáskot/RÚV Það að erlendir leikmenn Tindastóls væru einum of margir inni á vellinum á sama tíma, samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið í bæði deildar- og bikarkeppni hér á landi, hafði því ekki beinlínis áhrif á leikinn. Samkvæmt reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót virðist engu að síður um brot að ræða en þar segir meðal annars: Í úrvalsdeild karla og kvenna gildir eftirfarandi: Á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis. Á leikvelli hverju sinni mega mest vera tveir Bosman A leikmenn með erlent vegabréf í hvoru liði, eða mest þrír ef enginn leikmaður utan EES er á leikvelli innan liðs. Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Í 8. greininni segir svo að komi í ljós að leikmaður sé ólöglegur þá tapi lið hans leiknum, annað hvort 20-0 eða eins og niðurstaðan varð í leiknum ef hann var hvort sem er í tapliði. Félag sem notar ólöglegan leikmann fær einnig 250.000 króna sekt. „Miðað við þær forsendur sem við erum búin að skoða þá finnst okkur þetta nokkuð skýrt, en við ætlum að vera með þessa hluti á hreinu áður en við sendum frá okkur kæru. En ég geri ráð fyrir að við látum reyna á þetta. Reglur eru reglur,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka.
VÍS-bikarinn Haukar Tindastóll Körfubolti Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti