Uppfært: Þyrlan var komin í Grundarfjörð fyrir klukkan sex. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um banaslys að ræða og lést erlendur ferðamaður.
Nokkrir ferðamenn hafa dáið í hlíðum fjallsins á undanförnum árum en ágangur á það hefur aukist verulega.
Sjá einnig: Banaslys í Kirkjufelli
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti að óskað hafi verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan var í verkefni á Þórshöfn og á leið til baka þegar boð barst um aðstoð.
Ásgeir sagðist ekki geta tjáð sig nánar um málið og vísaði á Lögregluna á Vesturlandi.
Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi, hafði ekki heyrt af málinu þegar fréttastofa hafði samband á fimmta tímanum í dag.