Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 16:01 Tom Brady virðist ekki alveg með fulla einbeitingu á lið Tampa Bay Buccaneers þessa dagana og gengi liðsins er eftir því. Getty/Mike Ehrmann Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara. Hann skrópaði á æfingu rétt fyirr leik til að mæta í brúðkaup hjá eiganda hans gamla liðs, New England Patriots. Liðið hans Tampa Bay Buccaneers tapaði óvænt á móti Pittsburgh Steelers. Ein af sögulínunum sem Lokasóknin tók fyrir í síðasta þætti var Tom Brady. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 og þar er farið yfir alla leiki deildarinnar helgina á undan. „Fyrri sögulínan okkar snýr að Tom Brady. Hestgamall, 45 ára gamall, enn að spila en það gengur ekki neitt. Bucs liðið er 3-3 og hann nennir ekki að mæta á æfingar. Tók sér tvo frídaga og er rífandi kjaft. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Beggi ég ætla að byrja á þér. Er ballið búið hjá Brady,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Spólum aðeins til baka „Þú segir að þetta líti illa út en spólum aðeins til baka. 2020 þegar Brady var nýkominn í Tampa Bay Buccaneers þá tapaði hann á móti Saints 38-3 og kastaði boltanum þrisvar frá sér. Hvað gerði hann svo? Hann fór og vann Super Bowl. Hvað er öðruvísi núna? Þetta er ekkert öðruvísi og hann er búinn að spila fínt,“ sagði Bergþór Philip Pálsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Ertu ekki að tala um fyrir tveimur árum? Ég man alveg muninn á mér núna og fyrir tveimur árum,“ skaut Henry Birgir inn í. Klippa: Lokasóknin: Umræða um Tom Brady „Hann er að spila ágætlega, með fimmtu flestu sendingajardana og er búinn að kasta fyrir átta snertimörkum. Hann er með 95 rating samtals sem er bara fínt og hann er ekki mikið búinn að vera með sína bestu leikmenn,“ sagði Bergþór. Slæmt tap um helgina „Þetta var vissulega slæmt tap um helgina. Við getum ekki horft fram hjá því,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Þau eru búin að vera nokkur slæm töpin hjá þeim til þessa,“ spurði Henry Birgir og hélt svo áfram. Lifir í einhverjum draumaheimi „Þú lifir í einhverjum draumaheimi. Ég ætla að henda í eina heita kartöflu hérna. Þetta er búið að vera bras á Brady og það er ýmislegt í gangi í einkalífinu og annað. Ég ætla að kasta þessu fram hérna og þið heyrðuð þetta fyrst hér. Á næstu vikum mun Tom Brady leggja skóna enn og aftur á hilluna til þess að bjarga hjónabandinu og tanka þessu tímabili endanlega,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá alla umfjöllunin um Tom Brady hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Hann skrópaði á æfingu rétt fyirr leik til að mæta í brúðkaup hjá eiganda hans gamla liðs, New England Patriots. Liðið hans Tampa Bay Buccaneers tapaði óvænt á móti Pittsburgh Steelers. Ein af sögulínunum sem Lokasóknin tók fyrir í síðasta þætti var Tom Brady. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 og þar er farið yfir alla leiki deildarinnar helgina á undan. „Fyrri sögulínan okkar snýr að Tom Brady. Hestgamall, 45 ára gamall, enn að spila en það gengur ekki neitt. Bucs liðið er 3-3 og hann nennir ekki að mæta á æfingar. Tók sér tvo frídaga og er rífandi kjaft. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Beggi ég ætla að byrja á þér. Er ballið búið hjá Brady,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Spólum aðeins til baka „Þú segir að þetta líti illa út en spólum aðeins til baka. 2020 þegar Brady var nýkominn í Tampa Bay Buccaneers þá tapaði hann á móti Saints 38-3 og kastaði boltanum þrisvar frá sér. Hvað gerði hann svo? Hann fór og vann Super Bowl. Hvað er öðruvísi núna? Þetta er ekkert öðruvísi og hann er búinn að spila fínt,“ sagði Bergþór Philip Pálsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Ertu ekki að tala um fyrir tveimur árum? Ég man alveg muninn á mér núna og fyrir tveimur árum,“ skaut Henry Birgir inn í. Klippa: Lokasóknin: Umræða um Tom Brady „Hann er að spila ágætlega, með fimmtu flestu sendingajardana og er búinn að kasta fyrir átta snertimörkum. Hann er með 95 rating samtals sem er bara fínt og hann er ekki mikið búinn að vera með sína bestu leikmenn,“ sagði Bergþór. Slæmt tap um helgina „Þetta var vissulega slæmt tap um helgina. Við getum ekki horft fram hjá því,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Þau eru búin að vera nokkur slæm töpin hjá þeim til þessa,“ spurði Henry Birgir og hélt svo áfram. Lifir í einhverjum draumaheimi „Þú lifir í einhverjum draumaheimi. Ég ætla að henda í eina heita kartöflu hérna. Þetta er búið að vera bras á Brady og það er ýmislegt í gangi í einkalífinu og annað. Ég ætla að kasta þessu fram hérna og þið heyrðuð þetta fyrst hér. Á næstu vikum mun Tom Brady leggja skóna enn og aftur á hilluna til þess að bjarga hjónabandinu og tanka þessu tímabili endanlega,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá alla umfjöllunin um Tom Brady hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum „Fáum fullt af svörum um helgina“ Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira