Henry Birgir henti í heita kartöflu um Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2022 16:01 Tom Brady virðist ekki alveg með fulla einbeitingu á lið Tampa Bay Buccaneers þessa dagana og gengi liðsins er eftir því. Getty/Mike Ehrmann Tom Brady er að flestum talinn vera besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar og þekktur fyrir að fórna flestu fyrir fótboltann. Fréttir helgarinnar voru því svolítið mikið úr karakter fyrir þennan sjöfalda meistara. Hann skrópaði á æfingu rétt fyirr leik til að mæta í brúðkaup hjá eiganda hans gamla liðs, New England Patriots. Liðið hans Tampa Bay Buccaneers tapaði óvænt á móti Pittsburgh Steelers. Ein af sögulínunum sem Lokasóknin tók fyrir í síðasta þætti var Tom Brady. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 og þar er farið yfir alla leiki deildarinnar helgina á undan. „Fyrri sögulínan okkar snýr að Tom Brady. Hestgamall, 45 ára gamall, enn að spila en það gengur ekki neitt. Bucs liðið er 3-3 og hann nennir ekki að mæta á æfingar. Tók sér tvo frídaga og er rífandi kjaft. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Beggi ég ætla að byrja á þér. Er ballið búið hjá Brady,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Spólum aðeins til baka „Þú segir að þetta líti illa út en spólum aðeins til baka. 2020 þegar Brady var nýkominn í Tampa Bay Buccaneers þá tapaði hann á móti Saints 38-3 og kastaði boltanum þrisvar frá sér. Hvað gerði hann svo? Hann fór og vann Super Bowl. Hvað er öðruvísi núna? Þetta er ekkert öðruvísi og hann er búinn að spila fínt,“ sagði Bergþór Philip Pálsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Ertu ekki að tala um fyrir tveimur árum? Ég man alveg muninn á mér núna og fyrir tveimur árum,“ skaut Henry Birgir inn í. Klippa: Lokasóknin: Umræða um Tom Brady „Hann er að spila ágætlega, með fimmtu flestu sendingajardana og er búinn að kasta fyrir átta snertimörkum. Hann er með 95 rating samtals sem er bara fínt og hann er ekki mikið búinn að vera með sína bestu leikmenn,“ sagði Bergþór. Slæmt tap um helgina „Þetta var vissulega slæmt tap um helgina. Við getum ekki horft fram hjá því,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Þau eru búin að vera nokkur slæm töpin hjá þeim til þessa,“ spurði Henry Birgir og hélt svo áfram. Lifir í einhverjum draumaheimi „Þú lifir í einhverjum draumaheimi. Ég ætla að henda í eina heita kartöflu hérna. Þetta er búið að vera bras á Brady og það er ýmislegt í gangi í einkalífinu og annað. Ég ætla að kasta þessu fram hérna og þið heyrðuð þetta fyrst hér. Á næstu vikum mun Tom Brady leggja skóna enn og aftur á hilluna til þess að bjarga hjónabandinu og tanka þessu tímabili endanlega,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá alla umfjöllunin um Tom Brady hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira
Hann skrópaði á æfingu rétt fyirr leik til að mæta í brúðkaup hjá eiganda hans gamla liðs, New England Patriots. Liðið hans Tampa Bay Buccaneers tapaði óvænt á móti Pittsburgh Steelers. Ein af sögulínunum sem Lokasóknin tók fyrir í síðasta þætti var Tom Brady. Lokasóknin er vikulega á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 og þar er farið yfir alla leiki deildarinnar helgina á undan. „Fyrri sögulínan okkar snýr að Tom Brady. Hestgamall, 45 ára gamall, enn að spila en það gengur ekki neitt. Bucs liðið er 3-3 og hann nennir ekki að mæta á æfingar. Tók sér tvo frídaga og er rífandi kjaft. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út. Beggi ég ætla að byrja á þér. Er ballið búið hjá Brady,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. Spólum aðeins til baka „Þú segir að þetta líti illa út en spólum aðeins til baka. 2020 þegar Brady var nýkominn í Tampa Bay Buccaneers þá tapaði hann á móti Saints 38-3 og kastaði boltanum þrisvar frá sér. Hvað gerði hann svo? Hann fór og vann Super Bowl. Hvað er öðruvísi núna? Þetta er ekkert öðruvísi og hann er búinn að spila fínt,“ sagði Bergþór Philip Pálsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Ertu ekki að tala um fyrir tveimur árum? Ég man alveg muninn á mér núna og fyrir tveimur árum,“ skaut Henry Birgir inn í. Klippa: Lokasóknin: Umræða um Tom Brady „Hann er að spila ágætlega, með fimmtu flestu sendingajardana og er búinn að kasta fyrir átta snertimörkum. Hann er með 95 rating samtals sem er bara fínt og hann er ekki mikið búinn að vera með sína bestu leikmenn,“ sagði Bergþór. Slæmt tap um helgina „Þetta var vissulega slæmt tap um helgina. Við getum ekki horft fram hjá því,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sérfræðingur Lokasóknarinnar í NFL-deildinni. „Þau eru búin að vera nokkur slæm töpin hjá þeim til þessa,“ spurði Henry Birgir og hélt svo áfram. Lifir í einhverjum draumaheimi „Þú lifir í einhverjum draumaheimi. Ég ætla að henda í eina heita kartöflu hérna. Þetta er búið að vera bras á Brady og það er ýmislegt í gangi í einkalífinu og annað. Ég ætla að kasta þessu fram hérna og þið heyrðuð þetta fyrst hér. Á næstu vikum mun Tom Brady leggja skóna enn og aftur á hilluna til þess að bjarga hjónabandinu og tanka þessu tímabili endanlega,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá alla umfjöllunin um Tom Brady hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira