Gerrard rekinn frá Aston Villa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. október 2022 21:57 Steven Gerrard hefur verið rekinn frá Aston Villa. Ryan Pierse/Getty Images Knattspyrnustjórin Steven Gerrard hefur verið rekinn frá Aston Villa eftir ellefu mánuði í starfi. Gerrard tók við Aston Villa í nóvember á síðasta ári, en hann tók við af Dean Smith sem hafði verið látinn fara fjórum dögum áður. Undir stjórn Gerrard hafnaði liðið í 14. sæti deildarinnar, þremur sætum neðar en árið áður, og verður tímabilinu best lýst sem kaflaskiptu. Aston Villa hefur farið illa af stað undir stjórn þessa fyrrum miðjumanns Liverpool og enska landsliðsins á yfirstandandi tímabili, en liðið situr nú í 17. sæti deildarinnar með níu stig eftir ellefu leiki og það eina sem heldur liðinu frá fallsæti er markatalan. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu og kornið sem fyllti mælinn hjá forráðamönnum Aston Villa var 3-0 tap liðsins gegn Fulham fyrr í kvöld. Aston Villa Football Club can confirm that Head Coach Steven Gerrard has left the club with immediate effect.— Aston Villa (@AVFCOfficial) October 20, 2022 Steven Gerrard þarf vart að kynna fyrir aðdáendum enska boltans, en sem leikmaður lék hann 504 deildarleiki fyrir Liverpool og 114 leiki fyrir enska landsliðið á tæplega tuttugu ára löngum ferli. Hann færði sig yfir í þjálfun fljótlega eftir að ferlinum lauk og tók þá við unglingaliði Liverpool áður en hann varð aðalþjálfari Rangers í skosku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn vann Rangers sinn fyrsta skoska meistaratitil í tíu ár. Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Gerrard tók við Aston Villa í nóvember á síðasta ári, en hann tók við af Dean Smith sem hafði verið látinn fara fjórum dögum áður. Undir stjórn Gerrard hafnaði liðið í 14. sæti deildarinnar, þremur sætum neðar en árið áður, og verður tímabilinu best lýst sem kaflaskiptu. Aston Villa hefur farið illa af stað undir stjórn þessa fyrrum miðjumanns Liverpool og enska landsliðsins á yfirstandandi tímabili, en liðið situr nú í 17. sæti deildarinnar með níu stig eftir ellefu leiki og það eina sem heldur liðinu frá fallsæti er markatalan. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu og kornið sem fyllti mælinn hjá forráðamönnum Aston Villa var 3-0 tap liðsins gegn Fulham fyrr í kvöld. Aston Villa Football Club can confirm that Head Coach Steven Gerrard has left the club with immediate effect.— Aston Villa (@AVFCOfficial) October 20, 2022 Steven Gerrard þarf vart að kynna fyrir aðdáendum enska boltans, en sem leikmaður lék hann 504 deildarleiki fyrir Liverpool og 114 leiki fyrir enska landsliðið á tæplega tuttugu ára löngum ferli. Hann færði sig yfir í þjálfun fljótlega eftir að ferlinum lauk og tók þá við unglingaliði Liverpool áður en hann varð aðalþjálfari Rangers í skosku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn vann Rangers sinn fyrsta skoska meistaratitil í tíu ár.
Enski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira