Rabiot skoraði tvisvar í auðveldum sigri Juventus á Empoli

Adrien Rabiot skoraði tvö mörk fyrir Juventus gegn Empoli.
Adrien Rabiot skoraði tvö mörk fyrir Juventus gegn Empoli. Getty Images

Juventus tengdi saman tvo sigurleiki í fyrsta skipti á þessu tímabili í ítölsku úrvalsdeildinni eftir 4-0 sigur á Empoli í kvöld.

Lánsmaðurinn frá Everton, Moise Kean, skoraði fyrsta mark Juventus strax á 8. mínútu leiksins áður en Weston McKennie tvöfaldaði forskot Juventus á 56. mínútu leiksins.

Adrien Rabiot sá svo um að gulltryggja sigur Juventus með tveimur mörkum á rúmum tíu mínútum undir lok leiksins.

Er þetta annar sigur Juventus í röð eftir slæma byrjun á tímabilinu en liðið sigraði Torino í síðustu umferð. Með sigrinum fer Juventus upp í 19 stig í 7. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Napoli. Empoli er á sama tíma í 11. sæti deildarinnar með 11 stig en bæði Empoli og Juventus hafa leikið 11 leiki í deildinni, einum leik meira en öll önnur lið deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira