Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KA 34-24 | Heimamenn kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. október 2022 22:06 Ísak Gústafsson skoraði sex mörk fyrir Selfyssinga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Selfyssingar unnu afar öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-24. Heimamenn höfðu níu marka forskot í hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu eftir það. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu leikinn á því að skora eitt sirkusmark í fyrstu sókn leiksin, en eftir það var fyrri hálfleikurinn algjör eign Selfyssinga. Heimamenn skoruðu næstu sex mörk og þetta sirkusmark gestanna var þeirra eina mark fyrstu átta mínútur leiksins. KA-menn neyddust til að taka leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og þó að leikur liðsins hafi batnað strax eftir að því lauk þá náðu Selfyssingar fljótt sömu tökum á leiknum á ný. Gestirnir náðu að hanga fjórum til fimm mörkum á eftir heimamönnum í nokkrar mínútur, en liðið fór aftur að tapa boltum og Selfyssingar skoruðu auðveld mörk í kjölfarið sem skilaði heimamönnum tíu marka forskoti þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum ,stuttu eftir að Jónatan tók sitt annað leikhlé fyrir gestina. Ka-menn skoruðu hins vegar seinasta mark hálfleiksins um leið og hálfleiksflautið gall og munurinn á liðunum var því níu mörk þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 21-12. Ljóst var að brekkan var brött fyrir gestina þegar komið var í síðari hálfleik. Seinni 30 mínútur leiksins voru mun jafnari en þær fyrri, en KA-menn voru aldrei nálægt því að ógna forystu Selfyssinga. Gestirnir fengu loksins betri markvörslu eftir hlé og hleyptu Selfyssingum ekki lengra fram úr sér. Selfyssingar voru þó líklega sáttir við sitt og leyfðu yngri og óreyndari leikmönnum að spreyta sig stóran hluta síðari hálfleiksins og flestir, ef ekki allir, gerðu þeir vel. Fór það svo að lokum að Selfyssingar unnu afar öruggan tíu marka sigur, 34-24, og eru því komnir með sjö stig í deildinni. Af hverju vann Selfoss? Einfalda svarið við þeirri spurningu er að Selfyssingar voru betri á öllum sviðum handboltans í kvöld. Liðið spilaði góðan sóknarleik, varnarleikurinn var þéttur og markvarslan fylgdi með. Gestirnir í KA náðu sér aldrei á flug og sigur heimamanna var verðskuldaður. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að velja einhvern einn úr Selfossliðinu sem skaraði fram úr í kvöld. Guðjón Baldur Ómarsson, Einar Sverrisson, Ísak Gústafsson og Sigurður Snær Sigurjónsson skoruðu allir sex mörk fyrir Selfyssinga og Vilius Rasimas átti góðan dag í markinu og varði rétt tæplega helming allra skota sem KA-menn settu á markið. Hvað gekk illa? Gestirnir í KA áttu slæman dag heilt yfir og náðu í raun aldrei að koma sér í gang. Sóknarleikur liðsins var lengst af ekki upp á marga fiska og liðið tapaði mikið af boltum sem skilaði Selfyssingum auðveldum mörkum í kjölfarið. Þá fékk liðið litla sem enga markvörslu í fyrri hálfleik og heimamenn gengu á lagið. Hvað gerist næst? Strákarnir í KA leika tvo leiki í Evrópubikarkeppninni á næstu dögum þegar liðið mætir austurríska liðinu Aon Fivers næstu helgi. Fyrri leikur liðanna fer fram á föstudaginn eftir slétta viku og sá síðari verður spilaður degi síðar. Selfyssingar fara hins vegar í Breiðholtið þar sem ÍR-ingar bíða þeirra á sunnudaginn eftir rúma viku. Þórir: Áttum von á erfiðari leik og meiri mótstöðu Þórir Ólafsson var eðlilega sáttur með leik sinna manna í kvöld.Selfoss „Tilfinningin er bara gríðarlega góð. Við áttum von á erfiðari leik og meiri mótstöðu frá KA-mönnum, en þeir voru greinilega ekki á sínum degi sem þeir hafa getað sýnt,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, að leik loknum. „Maður var drullustressaður fyrir þennan leik eins og maður er fyrir alla leiki, en þetta var klárlega nokkuð þægilegur sigur, allavega síðari hlutann.“ Selfyssingar höfðu öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og liðið var með níu marka forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Með þannig forskot í hálfleikshléinu getur verið erfitt að gíra sig upp fyrir seinni hálfleikinn og Þórir segir að sú hafi verið raunin í kvöld. „Það er alltaf erfitt. Maður veit alltaf af andstæðingnum brjáluðum inni í klefa og þeir ætla að koma út og byrja á 3-4 mörkum í röð til að reyna að gera þetta að leik. En við reyndum bara að gíra okkur í þetta og mæta klárir í það sem við vorum búnir að vera að gera í fyrri hálfleik og við náðum að halda því og sigla þessu nokkuð þægilega heim.“ Selfyssingar fóru vestur á Ísafjörð fyrr í vikunni þar sem liðið vann þriggja marka sigur gegn Herði og Þórir hrósaði liðinu fyrir frammistöðu kvöldsins eftir að hafa komið heim eftir langt ferðalag nokkrum dögum áður. „Ég vil bara hrósa strákunum því þeir mættu gríðarlega vel fókuseraðir og tilbúnir í þennan leik eftir erfiða ferð vestur á Ísafjörð sem situr oft í mönnum. En andlegur styrkur hjá okkur var bara mjög góður og gott að sjá hvernig menn mættu samheldnir sem eitt lið og klára þetta af fagmennsku.“ Selfyssingar heimsækja ÍR-inga í næstu umferð Olís-deildarinnar og Þórir segir að sínir menn geti byggt á frammistöðu kvöldsins fyrir þann leik, enda séu ÍR-ingar með hörkulið þrátt fyrir að vera spáð neðsta sæti deildarinnar. „Við þurfum að undirbúa okkur eins og fyrir hvern annan leik í þessari deild. Við ætlum að gera það og nýta tíman í næstu viku og mæta klárir í þau átök,“ sagði Þórir að lokum. Guðmundur Hólmar: Mjög góður andi og gírun í liðinu í kvöld Guðmundur Hólmar Helgason hrósaði liðsheild Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét „Mér líður bara vel, ég er bara úthvíldur eftir seinni hálfleikinn og það er fínt bara að ná að rúlla liðinu. Við höfum lent í skakkaföllum og ekki náð að rúlla þannig það er bara geggjað,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss, eftir sigur liðsins í kvöld. Guðmundur hefur spilað stórt hlutverk í liði Selfyssinga síðan hann gekk til liðs við félagið, en hann fékk góða hvíld í kvöld eftir að liðið náði níu marka forskoti í fyrri hálfleik. Hann segir það frábært að yngri og óreyndari leikmenn fái mínútur undir beltið og hrósaði þeim fyrir sitt framlag. „Þetta er bara mjög gott. Þetta er líka eitthvað sem við höfum verið að tala um á æfingum og á fundum með þjálfurunum að viljum byggja upp breidd. Það er það sem þarf ef við ætlum að ná einhverjum árangri í þessari deild.“ Þá viðurkennir Guðmundur að nokkur þreyta hafi verið í hópnum eftir langt ferðalag vestur á Ísafjörð í vikunni, en að liðið hafi náð að gíra sig vel í leikinn. „Það var alveg smá þreyta, en samt bara mjög góður andi og gírun í liðinu í kvöld. Við bara komumst á lagið og vorum þéttir varnarlega sem skilaði okkur auðveldum mörkum. Ég er heilt yfir bara mjög sáttur og þá sérstaklega með fyrri hálfleikinn.“ Eins og áður segir fara Selfyssingar í Breiðholtið í næstu umferð Olís-deildarinnar þar sem ÍR-ingar bíða þeirra og Guðmundur segir að liðið muni taka leik kvöldsins með sér í það verkefni. „Eins og bara með alla leiki þá tökum við það sem var gott í þessum leik og byggjum ofan á því. ÍR er búið að sýna það að þetta er gott lið og sérstaklega á heimavelli þannig það er bara góð áskorun,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss KA
Selfyssingar unnu afar öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti KA í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-24. Heimamenn höfðu níu marka forskot í hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu eftir það. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu leikinn á því að skora eitt sirkusmark í fyrstu sókn leiksin, en eftir það var fyrri hálfleikurinn algjör eign Selfyssinga. Heimamenn skoruðu næstu sex mörk og þetta sirkusmark gestanna var þeirra eina mark fyrstu átta mínútur leiksins. KA-menn neyddust til að taka leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og þó að leikur liðsins hafi batnað strax eftir að því lauk þá náðu Selfyssingar fljótt sömu tökum á leiknum á ný. Gestirnir náðu að hanga fjórum til fimm mörkum á eftir heimamönnum í nokkrar mínútur, en liðið fór aftur að tapa boltum og Selfyssingar skoruðu auðveld mörk í kjölfarið sem skilaði heimamönnum tíu marka forskoti þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum ,stuttu eftir að Jónatan tók sitt annað leikhlé fyrir gestina. Ka-menn skoruðu hins vegar seinasta mark hálfleiksins um leið og hálfleiksflautið gall og munurinn á liðunum var því níu mörk þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 21-12. Ljóst var að brekkan var brött fyrir gestina þegar komið var í síðari hálfleik. Seinni 30 mínútur leiksins voru mun jafnari en þær fyrri, en KA-menn voru aldrei nálægt því að ógna forystu Selfyssinga. Gestirnir fengu loksins betri markvörslu eftir hlé og hleyptu Selfyssingum ekki lengra fram úr sér. Selfyssingar voru þó líklega sáttir við sitt og leyfðu yngri og óreyndari leikmönnum að spreyta sig stóran hluta síðari hálfleiksins og flestir, ef ekki allir, gerðu þeir vel. Fór það svo að lokum að Selfyssingar unnu afar öruggan tíu marka sigur, 34-24, og eru því komnir með sjö stig í deildinni. Af hverju vann Selfoss? Einfalda svarið við þeirri spurningu er að Selfyssingar voru betri á öllum sviðum handboltans í kvöld. Liðið spilaði góðan sóknarleik, varnarleikurinn var þéttur og markvarslan fylgdi með. Gestirnir í KA náðu sér aldrei á flug og sigur heimamanna var verðskuldaður. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að velja einhvern einn úr Selfossliðinu sem skaraði fram úr í kvöld. Guðjón Baldur Ómarsson, Einar Sverrisson, Ísak Gústafsson og Sigurður Snær Sigurjónsson skoruðu allir sex mörk fyrir Selfyssinga og Vilius Rasimas átti góðan dag í markinu og varði rétt tæplega helming allra skota sem KA-menn settu á markið. Hvað gekk illa? Gestirnir í KA áttu slæman dag heilt yfir og náðu í raun aldrei að koma sér í gang. Sóknarleikur liðsins var lengst af ekki upp á marga fiska og liðið tapaði mikið af boltum sem skilaði Selfyssingum auðveldum mörkum í kjölfarið. Þá fékk liðið litla sem enga markvörslu í fyrri hálfleik og heimamenn gengu á lagið. Hvað gerist næst? Strákarnir í KA leika tvo leiki í Evrópubikarkeppninni á næstu dögum þegar liðið mætir austurríska liðinu Aon Fivers næstu helgi. Fyrri leikur liðanna fer fram á föstudaginn eftir slétta viku og sá síðari verður spilaður degi síðar. Selfyssingar fara hins vegar í Breiðholtið þar sem ÍR-ingar bíða þeirra á sunnudaginn eftir rúma viku. Þórir: Áttum von á erfiðari leik og meiri mótstöðu Þórir Ólafsson var eðlilega sáttur með leik sinna manna í kvöld.Selfoss „Tilfinningin er bara gríðarlega góð. Við áttum von á erfiðari leik og meiri mótstöðu frá KA-mönnum, en þeir voru greinilega ekki á sínum degi sem þeir hafa getað sýnt,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, að leik loknum. „Maður var drullustressaður fyrir þennan leik eins og maður er fyrir alla leiki, en þetta var klárlega nokkuð þægilegur sigur, allavega síðari hlutann.“ Selfyssingar höfðu öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og liðið var með níu marka forskot þegar gengið var til búningsherbergja. Með þannig forskot í hálfleikshléinu getur verið erfitt að gíra sig upp fyrir seinni hálfleikinn og Þórir segir að sú hafi verið raunin í kvöld. „Það er alltaf erfitt. Maður veit alltaf af andstæðingnum brjáluðum inni í klefa og þeir ætla að koma út og byrja á 3-4 mörkum í röð til að reyna að gera þetta að leik. En við reyndum bara að gíra okkur í þetta og mæta klárir í það sem við vorum búnir að vera að gera í fyrri hálfleik og við náðum að halda því og sigla þessu nokkuð þægilega heim.“ Selfyssingar fóru vestur á Ísafjörð fyrr í vikunni þar sem liðið vann þriggja marka sigur gegn Herði og Þórir hrósaði liðinu fyrir frammistöðu kvöldsins eftir að hafa komið heim eftir langt ferðalag nokkrum dögum áður. „Ég vil bara hrósa strákunum því þeir mættu gríðarlega vel fókuseraðir og tilbúnir í þennan leik eftir erfiða ferð vestur á Ísafjörð sem situr oft í mönnum. En andlegur styrkur hjá okkur var bara mjög góður og gott að sjá hvernig menn mættu samheldnir sem eitt lið og klára þetta af fagmennsku.“ Selfyssingar heimsækja ÍR-inga í næstu umferð Olís-deildarinnar og Þórir segir að sínir menn geti byggt á frammistöðu kvöldsins fyrir þann leik, enda séu ÍR-ingar með hörkulið þrátt fyrir að vera spáð neðsta sæti deildarinnar. „Við þurfum að undirbúa okkur eins og fyrir hvern annan leik í þessari deild. Við ætlum að gera það og nýta tíman í næstu viku og mæta klárir í þau átök,“ sagði Þórir að lokum. Guðmundur Hólmar: Mjög góður andi og gírun í liðinu í kvöld Guðmundur Hólmar Helgason hrósaði liðsheild Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét „Mér líður bara vel, ég er bara úthvíldur eftir seinni hálfleikinn og það er fínt bara að ná að rúlla liðinu. Við höfum lent í skakkaföllum og ekki náð að rúlla þannig það er bara geggjað,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss, eftir sigur liðsins í kvöld. Guðmundur hefur spilað stórt hlutverk í liði Selfyssinga síðan hann gekk til liðs við félagið, en hann fékk góða hvíld í kvöld eftir að liðið náði níu marka forskoti í fyrri hálfleik. Hann segir það frábært að yngri og óreyndari leikmenn fái mínútur undir beltið og hrósaði þeim fyrir sitt framlag. „Þetta er bara mjög gott. Þetta er líka eitthvað sem við höfum verið að tala um á æfingum og á fundum með þjálfurunum að viljum byggja upp breidd. Það er það sem þarf ef við ætlum að ná einhverjum árangri í þessari deild.“ Þá viðurkennir Guðmundur að nokkur þreyta hafi verið í hópnum eftir langt ferðalag vestur á Ísafjörð í vikunni, en að liðið hafi náð að gíra sig vel í leikinn. „Það var alveg smá þreyta, en samt bara mjög góður andi og gírun í liðinu í kvöld. Við bara komumst á lagið og vorum þéttir varnarlega sem skilaði okkur auðveldum mörkum. Ég er heilt yfir bara mjög sáttur og þá sérstaklega með fyrri hálfleikinn.“ Eins og áður segir fara Selfyssingar í Breiðholtið í næstu umferð Olís-deildarinnar þar sem ÍR-ingar bíða þeirra og Guðmundur segir að liðið muni taka leik kvöldsins með sér í það verkefni. „Eins og bara með alla leiki þá tökum við það sem var gott í þessum leik og byggjum ofan á því. ÍR er búið að sýna það að þetta er gott lið og sérstaklega á heimavelli þannig það er bara góð áskorun,“ sagði Guðmundur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti