Kristrún ein í framboði til formanns Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 14:28 Kristrún Frostadóttir verður formaður Samfylkingarinnar eftir landsfund í næstu viku. Vísir/Vilhelm Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út í hádeginu og er nú ljóst að Kristrún Frostadóttir verður ein í framboði. Kosning formanns fer fram á landsfundi flokksins eftir viku. Þrátt fyrir að Kristrún sé ein í framboði fer formannskjör fram á landsfundinum samkvæmt reglum Samfylkingarinnar, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu flokksins. Kristrún var oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum sem fóru fram í fyrra og tók sæti á Alþingi í fyrsta skipti að þeim loknum. Hún lýsti yfir framboði sínu til formanns í ágúst. Tekur hún við af Loga Einarssyni sem hefur gegnt embætti formanns frá því að Oddný Harðardóttir sagði af sér eftir afhroð sem Samfylkingin galt í Alþingiskosningum árið 2016. Flokkurinn náði þá aðeins þremur mönnum inn á þing. Formannskjörið fer fram á landsfundinum föstudaginn 28. október. Búist er við því að kjör formanns verði lýst upp úr klukkan hálf sjö þann dag. Frestur til að skila inn framboðum til annarra embætta rennur út á landsfundinum. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi flokksins í Hafnarfirði, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns. Alexandra Ýr van Erven sækist eftir endurkjöri sem ritari en Anna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, býður sig fram gegn henni. Þá sækist Kjartan Valgarðsson eftir því að halda áfram sem formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þrátt fyrir að Kristrún sé ein í framboði fer formannskjör fram á landsfundinum samkvæmt reglum Samfylkingarinnar, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu flokksins. Kristrún var oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum sem fóru fram í fyrra og tók sæti á Alþingi í fyrsta skipti að þeim loknum. Hún lýsti yfir framboði sínu til formanns í ágúst. Tekur hún við af Loga Einarssyni sem hefur gegnt embætti formanns frá því að Oddný Harðardóttir sagði af sér eftir afhroð sem Samfylkingin galt í Alþingiskosningum árið 2016. Flokkurinn náði þá aðeins þremur mönnum inn á þing. Formannskjörið fer fram á landsfundinum föstudaginn 28. október. Búist er við því að kjör formanns verði lýst upp úr klukkan hálf sjö þann dag. Frestur til að skila inn framboðum til annarra embætta rennur út á landsfundinum. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi flokksins í Hafnarfirði, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns. Alexandra Ýr van Erven sækist eftir endurkjöri sem ritari en Anna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, býður sig fram gegn henni. Þá sækist Kjartan Valgarðsson eftir því að halda áfram sem formaður framkvæmdastjórnar flokksins.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira