Sjö úr meistaraliði Blika í nóvemberhópi íslenska landsliðsins: Tíu nýliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 15:05 Blikar urðu Íslandsmeistarar þegar þrír leikir voru eftir af deildinni. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna hóp fyrir vináttuleiki í nóvember og að auki eru fimm leikmenn til vara. Íslenska liðið mun mæta Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember en unnið er að staðfestingu annars leiks. Sá yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi. Arnar velur sjö nýkrýnda Íslandsmeistara Blika í hópinn en það eru Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins. Leikgreinandi og þolþjálfari frá Víkingi R. verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. https://t.co/TqJGGpYbpJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 21, 2022 Alls eru tíu leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik og þar af eru Blikarnir Viktor Örn, Ísak Snær og Dagur Dan. Hinir nýliðarnir eru Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík, Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal, Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric úr Víkingi, Daníel Hafsteinsson úr KA, Bjarki Steinn Bjarkason hjá Venezia FC og Jónatan Ingi Jónsson hjá Sogndal. „Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í frétt á heimasíðu KSÍ. Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. „Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum,“ sagði Arnar Þór. Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Íslenska liðið mun mæta Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember en unnið er að staðfestingu annars leiks. Sá yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi. Arnar velur sjö nýkrýnda Íslandsmeistara Blika í hópinn en það eru Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins. Leikgreinandi og þolþjálfari frá Víkingi R. verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. https://t.co/TqJGGpYbpJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 21, 2022 Alls eru tíu leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik og þar af eru Blikarnir Viktor Örn, Ísak Snær og Dagur Dan. Hinir nýliðarnir eru Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík, Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal, Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric úr Víkingi, Daníel Hafsteinsson úr KA, Bjarki Steinn Bjarkason hjá Venezia FC og Jónatan Ingi Jónsson hjá Sogndal. „Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í frétt á heimasíðu KSÍ. Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. „Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum,“ sagði Arnar Þór. Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.
Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira