Telur ólíklegt að höfuðpaurarnir sleppi mikið betur í Landsrétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2022 21:01 Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. Tveir voru dæmdir í tólf ára fangelsi í Saltdreifaramálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málinu hefur verið lýst sem einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur 12 ára refsiramminn einu sinni áður verið fullnýttur í fíkniefnamáli. Það var árið 2002 þegar Austurríkismaðurinn Kurt Fellner var dæmdur í 12 ára fangelsi í héraðsdómi fyrir innflutning á næstum 70 þúsund e-töflum. Dómurinn yfir Fellner var þó mildaður í níu ár - og sú virðist einmitt almennt reglan í þungum fíkniefnadómum síðustu ára. Saltdreifaradómum verður áfryjað - og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur telur að hann verði mildaður í Landsrétti. „Það kæmi mér ekki á óvart. Mér þykir þó ekki líklegt að aðalhöfuðpaurarnir, að þeir dómar verði mildaðir að einhverju ráði.“ Málið er sögulegt að umfangi og þá er einmitt rannsókn nýlokið í öðru máli, stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. Þetta eru mál sem opnað hafa markaðinn fyrir aðra og ljóst er að lögregla hefur áhyggjur; í nýbirtri skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram mikil aukning á tilraunum til fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll. Það sem af er þessu ári eru skráð 107 brot en voru 63 allt árið í fyrra. Væri ef til vill tilefni til að rýmka refsirammann í ljósi þessa? „Dómar í fíkniefnamálum á Íslandi eru hlutfallslega þungir í samnburði við aðra brotaflokka og í samanburði við það sem er að gerast í öðrum löndum. Og það er ekki endilega skýrt að þynging refsinga muni leiða til þess að við sjáum færri brot. Þannig að, ekki endilega,“ segir Margrét. Dómsmál Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09 Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. 20. október 2022 15:42 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tveir voru dæmdir í tólf ára fangelsi í Saltdreifaramálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málinu hefur verið lýst sem einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur 12 ára refsiramminn einu sinni áður verið fullnýttur í fíkniefnamáli. Það var árið 2002 þegar Austurríkismaðurinn Kurt Fellner var dæmdur í 12 ára fangelsi í héraðsdómi fyrir innflutning á næstum 70 þúsund e-töflum. Dómurinn yfir Fellner var þó mildaður í níu ár - og sú virðist einmitt almennt reglan í þungum fíkniefnadómum síðustu ára. Saltdreifaradómum verður áfryjað - og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur telur að hann verði mildaður í Landsrétti. „Það kæmi mér ekki á óvart. Mér þykir þó ekki líklegt að aðalhöfuðpaurarnir, að þeir dómar verði mildaðir að einhverju ráði.“ Málið er sögulegt að umfangi og þá er einmitt rannsókn nýlokið í öðru máli, stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. Þetta eru mál sem opnað hafa markaðinn fyrir aðra og ljóst er að lögregla hefur áhyggjur; í nýbirtri skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram mikil aukning á tilraunum til fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll. Það sem af er þessu ári eru skráð 107 brot en voru 63 allt árið í fyrra. Væri ef til vill tilefni til að rýmka refsirammann í ljósi þessa? „Dómar í fíkniefnamálum á Íslandi eru hlutfallslega þungir í samnburði við aðra brotaflokka og í samanburði við það sem er að gerast í öðrum löndum. Og það er ekki endilega skýrt að þynging refsinga muni leiða til þess að við sjáum færri brot. Þannig að, ekki endilega,“ segir Margrét.
Dómsmál Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09 Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. 20. október 2022 15:42 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09
Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. 20. október 2022 15:42
Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01