„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Snorri Másson skrifar 22. október 2022 14:43 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, segir fundahöld fram undan um framtíðarskipan mála við Kirkjufell. Fjallið er orðið mjög vinsælt á meðal ferðamanna en hættulegt yfirferðar. Þrír hafa látist á fjórum árum við að fara upp fjallið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. Banaslys sem varð á fjallinu Kirkjufelli í Grundarfirði í vikunni hefur enn á ný vakið umræðu um hættur svæðisins fyrir ferðamenn. Allir sem látist hafa í fjallinu á undanförnum árum hafa verið erlendir ferðamenn. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar segir stöðuna óviðunandi við Kirkjufell, sem hefur á allra síðustu árum orðið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. „Það er mjög flókið að vera allt í einu með stað þar sem hver maður sér að þetta er orðið virkilega alvarlegt með þriðja dauðsfallinu á aðeins fjórum árum. Þetta er á pari við það sem við höfum verið að fást við og hlusta á í fréttum eins og frá Reynisfjöru. Við verðum einhvern veginn að tækla það með þeim ráðum að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að una við,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. En hvað er til ráða? Það er ekki alfarið í höndum yfirvalda, heldur er landið sem Kirkjufell stendur á í eigu þriggja landeigenda. Bæjarstjórinn segir landeigendur leiða ferlið fram undan en bærinn styðji við þá. „Núna eftir helgina munu landeigendur setjast niður með fulltrúum frá bænum og ferðamálastjóra og fulltrúum úr björgunargeirunum. Fara yfir þessi mál og taka ákvörðun sem verður þá hvort eigi að gera eitthvað strax til skemmri tíma og hver er langtímasýnin um stýringu og viðbrögð,“ segir Björg. Skoðað verður hvort raunhæft sé að loka fjallinu alveg. Ferðamálastjóri hefur sagt að það kunni að vera lausnin ef ekki er hægt að tryggja öryggi fólks í fjallinu að vetri til. Bæjarstjórinn telur þó hæpið að girða allt svæðið af og elta uppi fólk sem gerir tilraunir til að fara upp á fjallið. Annað í stöðunni sé að stýra umferð annað um svæðið, þannig að fólk geti notið fjallsins án þess að þurfa að klífa það við hættulegar aðstæður. Lausnin verði líklega samspil ýmissa þátta. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Banaslys sem varð á fjallinu Kirkjufelli í Grundarfirði í vikunni hefur enn á ný vakið umræðu um hættur svæðisins fyrir ferðamenn. Allir sem látist hafa í fjallinu á undanförnum árum hafa verið erlendir ferðamenn. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar segir stöðuna óviðunandi við Kirkjufell, sem hefur á allra síðustu árum orðið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður. „Það er mjög flókið að vera allt í einu með stað þar sem hver maður sér að þetta er orðið virkilega alvarlegt með þriðja dauðsfallinu á aðeins fjórum árum. Þetta er á pari við það sem við höfum verið að fást við og hlusta á í fréttum eins og frá Reynisfjöru. Við verðum einhvern veginn að tækla það með þeim ráðum að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að una við,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. En hvað er til ráða? Það er ekki alfarið í höndum yfirvalda, heldur er landið sem Kirkjufell stendur á í eigu þriggja landeigenda. Bæjarstjórinn segir landeigendur leiða ferlið fram undan en bærinn styðji við þá. „Núna eftir helgina munu landeigendur setjast niður með fulltrúum frá bænum og ferðamálastjóra og fulltrúum úr björgunargeirunum. Fara yfir þessi mál og taka ákvörðun sem verður þá hvort eigi að gera eitthvað strax til skemmri tíma og hver er langtímasýnin um stýringu og viðbrögð,“ segir Björg. Skoðað verður hvort raunhæft sé að loka fjallinu alveg. Ferðamálastjóri hefur sagt að það kunni að vera lausnin ef ekki er hægt að tryggja öryggi fólks í fjallinu að vetri til. Bæjarstjórinn telur þó hæpið að girða allt svæðið af og elta uppi fólk sem gerir tilraunir til að fara upp á fjallið. Annað í stöðunni sé að stýra umferð annað um svæðið, þannig að fólk geti notið fjallsins án þess að þurfa að klífa það við hættulegar aðstæður. Lausnin verði líklega samspil ýmissa þátta.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15