Hafa fjölgað starfsmönnum um 40 prósent á tveimur árum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2022 07:00 Ingvar Hjálmarsson er framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical. Aðsend Starfsmönnum íslenska svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið auglýsti níu stöður lausar í gær og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga enn frekar á næstu mánuðum. Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical, segir að vöxtur félagsins hafi nánast verið ævintýralegur síðustu ár en að nú sé verið að undirbúa næstu sókn. „Nox er með skýra framtíðarsýn um vöxt næstu ára og vantar fleira fólk í hópinn sem er áhugasamt um heilbrigði annarra,“ segir Ingvar. Hjá Nox Medical starfa nú um áttatíu manns á Íslandi og um tuttugu manns í fjórum öðrum löndum. Um er að ræða hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Tæknin gerir læknum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að greina svefntruflanir á borð við kæfisvefn og fótaóeirð og þannig bjóða upp á viðeigandi meðferð í kjölfarið. „Svefn er ein af undirstöðunum að heilbrigðum lífsstíl. Nox Medical hefur þegar hjálpað tíu milljónir manna en tækifæri fyrirtækisins liggja í því að hjálpa þeim tugi milljóna um allan heim sem enn eiga eftir að finna lausn á sínum svefnvandamálum,“ segir Ingvar. Nox Medical hefur meðal annars verið að þróa lausnir og bjóða upp á svefnmælingaþjónustu í gegnum skýið. Lausnirnar eru notaðar til að þjónusta núverandi markaði betur ásamt því að komast inn í nýja markaði og segir Ingvar að í Þýskalandi hafi nú þegar um tvö þúsund manns fundið leið að betri svefni með hinni nýju þjónustu. Nox Medical er hluti af Nox Health sem býður fjarlækningaþjónustu á svefni í Bandaríkjunum. Þannig starfa rúmlega þrjú hundruð manns hjá samstæðunni í dag. Svefn Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical, segir að vöxtur félagsins hafi nánast verið ævintýralegur síðustu ár en að nú sé verið að undirbúa næstu sókn. „Nox er með skýra framtíðarsýn um vöxt næstu ára og vantar fleira fólk í hópinn sem er áhugasamt um heilbrigði annarra,“ segir Ingvar. Hjá Nox Medical starfa nú um áttatíu manns á Íslandi og um tuttugu manns í fjórum öðrum löndum. Um er að ræða hátæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir lækningatæki til svefnrannsókna. Tæknin gerir læknum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að greina svefntruflanir á borð við kæfisvefn og fótaóeirð og þannig bjóða upp á viðeigandi meðferð í kjölfarið. „Svefn er ein af undirstöðunum að heilbrigðum lífsstíl. Nox Medical hefur þegar hjálpað tíu milljónir manna en tækifæri fyrirtækisins liggja í því að hjálpa þeim tugi milljóna um allan heim sem enn eiga eftir að finna lausn á sínum svefnvandamálum,“ segir Ingvar. Nox Medical hefur meðal annars verið að þróa lausnir og bjóða upp á svefnmælingaþjónustu í gegnum skýið. Lausnirnar eru notaðar til að þjónusta núverandi markaði betur ásamt því að komast inn í nýja markaði og segir Ingvar að í Þýskalandi hafi nú þegar um tvö þúsund manns fundið leið að betri svefni með hinni nýju þjónustu. Nox Medical er hluti af Nox Health sem býður fjarlækningaþjónustu á svefni í Bandaríkjunum. Þannig starfa rúmlega þrjú hundruð manns hjá samstæðunni í dag.
Svefn Vinnumarkaður Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira