„Það er erfitt að vera ekki með mann eins og Pavel í liðinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. október 2022 23:31 Kristófer Acox og Pavel Ermolinskij náðu vel saman á tíma sínum saman hjá Val og áður KR. Vísir/Bára Kristófer Acox segir það hafa verið mikið áfall fyrir hinn almenna Valsara þegar Pavel Ermolinskij tilkynnti það að skórnir væru farnir á hilluna í sumar. Hann segir að leikmaðurinn hafi skilið eftir sig stórt skarð, en nú sé komið að því að reyna að vinna titla án hans sér við hlið. „Bara ekki neitt,“ sagði Kristófer og hló, aðspurður að því hversu stórt skarð Pavel hafi skilið eftir sig hjá Val . „Nei auðvitað alveg bara risastórt og maður finnur alveg fyrir því. Hann er nú kannski ekki maðurinn sem er mættur að drilla með þér í júní, júlí eða ágúst, en hann fer bara sínar eigin leiðir og mætir síðan alltaf einhvernveginn í toppformi.“ „Maður finnur fyrir því bara í klefanum og auðvitað á vellinum og það er erfitt að vera ekki með mann eins og Pavel í liðinu. Ég hef fengið að vera með honum núna í nokkur ár að spila, bæði í KR og svo núna aftur í Val, og hann hefur verið partur af öllum þeim titlum sem ég hef unnið.“ „Reyndi eins og ég gat að fá hann til að vera allavega eitt ár í viðbót“ Kristófer segir að þrátt fyrir það að hann og Pavel séu ekki endilega svipaðar týpur hafi þeir félagar alltaf náð vel saman og að hann hafi reynt eins og hann gat til að fá félaga sinn til að halda áfram. „Ég og hann eigum þetta fallega, skrýtna samband. Við erum kannski ekki svipaðar týpur, en við náum alltaf vel saman og mér leið alltaf vel í kringum hann og að fá að vera með honum á vellinum. Það var auðvitað mjög leiðinlegt þegar hann tilkynnti það í Skessuhorninu að hann væri hættur, en ég var svo sem í miklu sambandi við hann í sumar þannig ég vissi þetta alveg. En ég reyndi eins og ég gat að fá hann til að vera allavega eitt ár í viðbót.“ „Hann fékk þarna mjög slæm meiðsli í seinasta leiknum á móti Tindastól í vor og við héldum kannski að hnéð á honum væri bara búið. Við vorum í myndatöku með bikarnum eftir leik og hnéð á honum var tvöfalt, en stríðsmaðurinn sem hann er þá var hann ekkert að kippa sér upp við það.“ „Auðvitað er leiðinlegt að missa hann. En ég og allir aðrir óskum honum bara alls hins besta í því sem hann tekur fyrir sér í lífinu, en hann er að sjálfsögðu alltaf velkominn til okkar á Hlíðarenda.“ Klippa: Kristófer Acox um Pavel Ermolinskij Vonast til að vinna fleiri titla þó Pavel sé hættur Kristófer á enn eftir að upplifa það að vinna titil hér á landi án þess að hafa Pavel með sér í liði og segir að nú sé kominn tími til að prófa það án Pavels. „Við þurfum bara að prófa það að fá að vinna án hans. En vonandi verður hann að einhverju leyti í kringum liðið. Þó hann sé ekki alltaf á æfingum eða inni í klefa þá veit ég að við getum alltaf leitað til hans og hann mun hjálpa okkur á öðrum stöðum.“ Þá segir Kristófer að þó að Pavel hafi átt nokkuð auðvelt með að slíta sig frá körfuboltavellinum sé hann tíður gestur á Hlíðarenda. „Hann er duglegur að mæta, ekki hjá okkur heldur er hann duglegur að mæta bara hjá handboltanum og fótboltanum. Og hann var náttúrulega rosalega mikið uppi í húsi og hann sendi mér skilaboð í sumar þar sem hann sagðist vera farinn í handboltann og bað mig um að vera ekki að heilsa sér á göngunum,“ sagði Kristófer léttur. „Hann er voða mikið í kringum flest lið á Hlíðarenda og það eru allir sem elska hann þarna og dýrka. Það var bara mikið shock fyrir Valsara almennt að hann hafi tilkynnt að hann ætlaði ekki að vera með. En hann er auðvitað eitthvað úti í húsi og úti í Fjósi. Hann er stemningsmaður og lætur alveg sjá sig,“ sagði Kristófer að lokum. Körfubolti Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
„Bara ekki neitt,“ sagði Kristófer og hló, aðspurður að því hversu stórt skarð Pavel hafi skilið eftir sig hjá Val . „Nei auðvitað alveg bara risastórt og maður finnur alveg fyrir því. Hann er nú kannski ekki maðurinn sem er mættur að drilla með þér í júní, júlí eða ágúst, en hann fer bara sínar eigin leiðir og mætir síðan alltaf einhvernveginn í toppformi.“ „Maður finnur fyrir því bara í klefanum og auðvitað á vellinum og það er erfitt að vera ekki með mann eins og Pavel í liðinu. Ég hef fengið að vera með honum núna í nokkur ár að spila, bæði í KR og svo núna aftur í Val, og hann hefur verið partur af öllum þeim titlum sem ég hef unnið.“ „Reyndi eins og ég gat að fá hann til að vera allavega eitt ár í viðbót“ Kristófer segir að þrátt fyrir það að hann og Pavel séu ekki endilega svipaðar týpur hafi þeir félagar alltaf náð vel saman og að hann hafi reynt eins og hann gat til að fá félaga sinn til að halda áfram. „Ég og hann eigum þetta fallega, skrýtna samband. Við erum kannski ekki svipaðar týpur, en við náum alltaf vel saman og mér leið alltaf vel í kringum hann og að fá að vera með honum á vellinum. Það var auðvitað mjög leiðinlegt þegar hann tilkynnti það í Skessuhorninu að hann væri hættur, en ég var svo sem í miklu sambandi við hann í sumar þannig ég vissi þetta alveg. En ég reyndi eins og ég gat að fá hann til að vera allavega eitt ár í viðbót.“ „Hann fékk þarna mjög slæm meiðsli í seinasta leiknum á móti Tindastól í vor og við héldum kannski að hnéð á honum væri bara búið. Við vorum í myndatöku með bikarnum eftir leik og hnéð á honum var tvöfalt, en stríðsmaðurinn sem hann er þá var hann ekkert að kippa sér upp við það.“ „Auðvitað er leiðinlegt að missa hann. En ég og allir aðrir óskum honum bara alls hins besta í því sem hann tekur fyrir sér í lífinu, en hann er að sjálfsögðu alltaf velkominn til okkar á Hlíðarenda.“ Klippa: Kristófer Acox um Pavel Ermolinskij Vonast til að vinna fleiri titla þó Pavel sé hættur Kristófer á enn eftir að upplifa það að vinna titil hér á landi án þess að hafa Pavel með sér í liði og segir að nú sé kominn tími til að prófa það án Pavels. „Við þurfum bara að prófa það að fá að vinna án hans. En vonandi verður hann að einhverju leyti í kringum liðið. Þó hann sé ekki alltaf á æfingum eða inni í klefa þá veit ég að við getum alltaf leitað til hans og hann mun hjálpa okkur á öðrum stöðum.“ Þá segir Kristófer að þó að Pavel hafi átt nokkuð auðvelt með að slíta sig frá körfuboltavellinum sé hann tíður gestur á Hlíðarenda. „Hann er duglegur að mæta, ekki hjá okkur heldur er hann duglegur að mæta bara hjá handboltanum og fótboltanum. Og hann var náttúrulega rosalega mikið uppi í húsi og hann sendi mér skilaboð í sumar þar sem hann sagðist vera farinn í handboltann og bað mig um að vera ekki að heilsa sér á göngunum,“ sagði Kristófer léttur. „Hann er voða mikið í kringum flest lið á Hlíðarenda og það eru allir sem elska hann þarna og dýrka. Það var bara mikið shock fyrir Valsara almennt að hann hafi tilkynnt að hann ætlaði ekki að vera með. En hann er auðvitað eitthvað úti í húsi og úti í Fjósi. Hann er stemningsmaður og lætur alveg sjá sig,“ sagði Kristófer að lokum.
Körfubolti Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira