Mateschitz lést í gær. Hann er best þekktur fyrir að hafa stofnað orkudrykkjaframleiðandann Red Bull, sem á undanförnum árum hefur verið helsti styrktaraðili samnefndra íþróttaliða sem keppa í hinum ýmsu íþróttum.
Þekktasta liðið er Formúla 1 liðið Red Bull sem stendur nú í ströngu þar sem bandaríska formúlan er haldin um helgina.
„Þetta er mjög sorglegt. Þetta var stórkostlegur maður,“ sagði Christian Horner, stjórnandi Formúla 1 liðs Red Bull um andlát Mateschitz.
Taílandsferð breytti lífi hans
Á vef BBC segir að Mateschitz hafi á árum starfað sem sölumaður hjá Procter & Gamble. Á ferðum hans um Taíland smakkaði hann hins vegar drykk sem nefnist Krating Daeng. Drykkurinn varð síðar að hinum heimsfræga orkudrykk Red Bull.
Árið 1984 stofnaði hann Red Bull í samstarfi við taílenskan framleiðenda Krating Daeng. Red Bull orkudrykkurinn kom fyrst á markað árið 1987 og gerði Mateschitz að milljarðamæring.
Eftir velgengi orkudrykksins fór Mateschits í auknum mæli að snúa sér að íþróttum og þá helst jaðaríþróttum. Red Bull er helsti styrktaraðili fjölda liða sem keppa í hinum ýmsu íþróttum.