Snert á landslagi tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. október 2022 09:00 Snert á landslagi hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands Hönnunarmiðstöð Íslands Verkefnið Snert á landslagi eftir Tinnu Gunnarsdóttur er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. Þessa viku munum við birta eina tilnefningu á dag til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 í samstarfi með Hönnunarmiðstöð Íslands. Rökstuðningur dómnefndar: Stiklur fyrir Héðinsfjörð er kyrrstætt verk sem er hluti af yfirstandandi doktorsverkefni Tinnu Gunnarsdóttur þar sem hún rannsakar hvort fagurfræðileg upplifun í landslagi geti verkað sem afl til umbóta á loftslagsbreytingum á tímum mannaldar.Í yfirgefnu umhverfi sínu birtist verkið sem skyndileg uppgötvun, og vekur okkur til umhugsunar um virðingu og inngrip. Þarna mætast maður og landslag til að hafa áhrif hvort á annað. Verkið er vissulega inngrip, augljóslega manngert, en þó svo sýnilega innfætt og eðlilegt. Þetta er merkilegur minnisvarði um fagurfræðilega upplifun okkar mannanna og tengsl okkar við náttúruna.Um verkefnið:Snert á landslagi er vinnutitill yfirstandandi doktorsverkefnis Tinnu Gunnarsdóttur, þar sem áhersla er lögð á að virkja fagurferðilega upplifun í landslagi sem afl til umbóta. Hugtökin landslag og fagurfræði eru mun dýpri og yfirgripsmeiri en þau virðast við fyrstu sýn. Þau fjalla ekki einungis um ásýnd heldur raunverulega snertingu okkar við heiminn, þar sem maður og landslag mætast og hafa áhrif hvort á annað. Þungamiðja verkefnisins er áralöng tilviksrannsókn í Héðinsfirði á norðanverðum Tröllaskaga, þar sem Tinna beitir fjölbreyttum aðferðum hönnunar í þeim tilgangi að skapa snertifleti þar sem þessum tengslum er veitt sérstök athygli.Um hönnuðinn:Tinna Gunnarsdóttir er fædd á Íslandi árið 1968. Hún nam hönnun í Englandi, Þýskalandi og á Ítalíu og hefur rekið eigin hönnunarstúdíó í Reykjavík frá 1993. Verk hennar hafa verið sýnd víða, bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi. Um þessar mundir gegnir hún stöðu prófessors við Listaháskóla Íslands. Tinna nýtir hönnunarrannsóknir og nytjahluti hversdagsins til að skoða umhverfi sitt, hvort sem það á við um einkarými heimilisins eða náttúrulegt samhengi. Hún setur efni og tækni í óvæntar aðstæður og skapar þannig ný sjónarhorn, útvíkkaða upplifun, kynlegt samhengi. Íslenskt landslag hefur haft mikil áhrif á meðvitund hennar og rýmisskilning, sem hún svo miðlar í gegnum efnislæga hluti.Klippa: Snert á landslagi - Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands skipa þau Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og safnstjóri Hönnunarsafns Íslands sem er formaður dómnefndar, María Kristín Jónsdóttir, hönnuður, varaformaður, Ragna Fróðadóttir, hönnuður, Þorleifur Gunnar Gíslason, hönnuður, Arna Sigríður Mathiesen, arkitekt, Margrét Kristín Sigurðardóttir fyrir Samtök Iðnaðarins og Daniel Byström, hönnuður og stofnandi Design Nation.Um verðlaunin:„Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast.Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.Verðlaunaafhendingin fer fram þann 17. nóvember næstkomandi ásamt samtali tengdum verðlaununum. Þar verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2022. Taktu daginn frá!“Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins. Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Tengdar fréttir Hönnunarverðlaunum Íslands 2021 fagnað í Grósku Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fóru fram í Grósku þann á föstudag við hátíðlega athöfn fyrir fullum sal gesta. Kynnir kvöldsins var Guðrún Sóley Gestsdóttir fjölmiðlakona. 2. nóvember 2021 14:30 Sigurður, Matthías og Gabríel hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fyrir Hjaltalín - ∞ Hönnunarverðlaun Íslands 2021 voru afhent með hátíðlegum hætti í Grósku rétt í þessu. 29. október 2021 19:01 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þessa viku munum við birta eina tilnefningu á dag til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 í samstarfi með Hönnunarmiðstöð Íslands. Rökstuðningur dómnefndar: Stiklur fyrir Héðinsfjörð er kyrrstætt verk sem er hluti af yfirstandandi doktorsverkefni Tinnu Gunnarsdóttur þar sem hún rannsakar hvort fagurfræðileg upplifun í landslagi geti verkað sem afl til umbóta á loftslagsbreytingum á tímum mannaldar.Í yfirgefnu umhverfi sínu birtist verkið sem skyndileg uppgötvun, og vekur okkur til umhugsunar um virðingu og inngrip. Þarna mætast maður og landslag til að hafa áhrif hvort á annað. Verkið er vissulega inngrip, augljóslega manngert, en þó svo sýnilega innfætt og eðlilegt. Þetta er merkilegur minnisvarði um fagurfræðilega upplifun okkar mannanna og tengsl okkar við náttúruna.Um verkefnið:Snert á landslagi er vinnutitill yfirstandandi doktorsverkefnis Tinnu Gunnarsdóttur, þar sem áhersla er lögð á að virkja fagurferðilega upplifun í landslagi sem afl til umbóta. Hugtökin landslag og fagurfræði eru mun dýpri og yfirgripsmeiri en þau virðast við fyrstu sýn. Þau fjalla ekki einungis um ásýnd heldur raunverulega snertingu okkar við heiminn, þar sem maður og landslag mætast og hafa áhrif hvort á annað. Þungamiðja verkefnisins er áralöng tilviksrannsókn í Héðinsfirði á norðanverðum Tröllaskaga, þar sem Tinna beitir fjölbreyttum aðferðum hönnunar í þeim tilgangi að skapa snertifleti þar sem þessum tengslum er veitt sérstök athygli.Um hönnuðinn:Tinna Gunnarsdóttir er fædd á Íslandi árið 1968. Hún nam hönnun í Englandi, Þýskalandi og á Ítalíu og hefur rekið eigin hönnunarstúdíó í Reykjavík frá 1993. Verk hennar hafa verið sýnd víða, bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi. Um þessar mundir gegnir hún stöðu prófessors við Listaháskóla Íslands. Tinna nýtir hönnunarrannsóknir og nytjahluti hversdagsins til að skoða umhverfi sitt, hvort sem það á við um einkarými heimilisins eða náttúrulegt samhengi. Hún setur efni og tækni í óvæntar aðstæður og skapar þannig ný sjónarhorn, útvíkkaða upplifun, kynlegt samhengi. Íslenskt landslag hefur haft mikil áhrif á meðvitund hennar og rýmisskilning, sem hún svo miðlar í gegnum efnislæga hluti.Klippa: Snert á landslagi - Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands skipa þau Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og safnstjóri Hönnunarsafns Íslands sem er formaður dómnefndar, María Kristín Jónsdóttir, hönnuður, varaformaður, Ragna Fróðadóttir, hönnuður, Þorleifur Gunnar Gíslason, hönnuður, Arna Sigríður Mathiesen, arkitekt, Margrét Kristín Sigurðardóttir fyrir Samtök Iðnaðarins og Daniel Byström, hönnuður og stofnandi Design Nation.Um verðlaunin:„Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast.Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.Verðlaunaafhendingin fer fram þann 17. nóvember næstkomandi ásamt samtali tengdum verðlaununum. Þar verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2022. Taktu daginn frá!“Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.
Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Tengdar fréttir Hönnunarverðlaunum Íslands 2021 fagnað í Grósku Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fóru fram í Grósku þann á föstudag við hátíðlega athöfn fyrir fullum sal gesta. Kynnir kvöldsins var Guðrún Sóley Gestsdóttir fjölmiðlakona. 2. nóvember 2021 14:30 Sigurður, Matthías og Gabríel hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fyrir Hjaltalín - ∞ Hönnunarverðlaun Íslands 2021 voru afhent með hátíðlegum hætti í Grósku rétt í þessu. 29. október 2021 19:01 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hönnunarverðlaunum Íslands 2021 fagnað í Grósku Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fóru fram í Grósku þann á föstudag við hátíðlega athöfn fyrir fullum sal gesta. Kynnir kvöldsins var Guðrún Sóley Gestsdóttir fjölmiðlakona. 2. nóvember 2021 14:30
Sigurður, Matthías og Gabríel hljóta Hönnunarverðlaun Íslands 2021 fyrir Hjaltalín - ∞ Hönnunarverðlaun Íslands 2021 voru afhent með hátíðlegum hætti í Grósku rétt í þessu. 29. október 2021 19:01