Falskar spár um heimsendi voru kornið sem fyllti mælinn Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2022 20:30 Örn Svavarsson gekk úr söfnuði Votta Jehóva þegar hann var á þrítugsaldri. Örn Svavarsson gekk úr söfnuði Votta Jehóva á þrítugsaldri. Hann segir kornið sem fyllti mælinn hafa verið fölsk spá um heimsendi. Hann segir söfnuðinn byggja einhverjar skoðanir sínar á hlutum sem eru alls ekkert í Biblíunni líkt og haldið er fram. Rætt var við Örn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag vegna pistils sem hann birti á Vísi í síðustu viku. Tilefni pistilsins var umdeilt myndband úr smiðju Votta Jehóva um samkynhneigð en myndbandið var ætlað börnum safnaðarins. Örn segir myndbandið vera ótrúlega barnalegt og kjánalegt. Hins vegar sé þetta það sem fólk elst upp við innan safnaðarins. „Þessi hugmyndafræði er eitthvað sem vottarnir sækja beint í Biblíuna. Páll postuli, ef þið lesið Nýja testamentið, þá er boðskapurinn þaðan. Hins vegar þá var þetta skrifað fyrir tvö þúsund árum. Hluti af Biblíunni, með svipuðum boðskap, var skrifaðu löngu fyrir þann tíma. Þetta er allt til í bókinni,“ segir Örn. Hann segir að blessunarlega hafi margir aðrir kristnir menn áttað sig á því að taka ekki textann bókstaflega sem heilögum sannleika enda séu nokkuð margar aldir liðnar. Tímarnir hafa breyst og mennirnir með. „Sem betur fer þá búum við í landi og erum í þeim heimshluta þar sem menn hafa áttað sig á því að þetta eru allt hluti af eðlilegu jarðlífi. Eins og sumir fæðast örvhentir, aðrir fæðast rauðhærðir, þá fæðast sumir samkynhneigðir. Þetta er eitthvað sem auðgar mannlífið,“ segir Páll. Textar sem margir hverjir eru ekki til Hann segir margar kenningar Votta byggja á kenningum úr Biblíunni en margar kenningar byggja á textum sem Vottar halda fram að séu í Biblíunni, en eru það alls ekki. Hann nefnir sem dæmi það að Vottar hafna ávallt blóðgjöf. Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Örn í heild sinni. „Það er alveg fáránlegt. Það er að vísu talað um það í Gamla testamentinu að þegar farga átti dýrum að neyta ekki blóðsins. Það hefur verið einhver heilsufarsástæða fyrir því á sínum tíma. Að nota það sem einverskonar rök fyrir því að hafna blóðgjöf í nútíma læknisvísindum er ekki bara kjánalegt heldur raunverulega slæmt fyrir meðlima þessa trúarhóps,“ segir Örn. Þegar Örn gekk úr söfnuðinum á áttunda áratug síðustu aldar, þá á þrítugsaldri, eftir að hafa alist þar upp segist hann hafa fundið fyrir létti. Heimsendirinn sem aldrei varð Trúin á það sem hann hafði lært sem barn hafi horfið smám saman í gegnum árin og hann áttaði sig á því að það væri eitthvað bull í gangi. Ákveðinn vendipunktur varð þegar ekkert varð úr spám um heimsenda árið 1975. „Ég man að við töluðum um okkar á meðal að það væru bara 38 mánuðir í þetta. Menn voru með þetta á hreinu. Ég trúði þessu. Eins og að 1. janúar kemur á eftir 31. desember. Ég var alinn svona upp og allt uppeldi í Vottunum er með þessum hætti. Maður er gegnum sýrður af þessu,“ segir Örn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn hans. Honum hafði ávallt verið sagt að trúa öllu sem sagt væri á samkomum og öllu sem hann las í bókum félagsins enda væri það stóri sannleikurinn frá Guði sjálfum, almættinum sem skapaði heiminn. Útskúfa efasemdarmönnum Eitt af því versta við útgöngu úr söfnuðinum að mati Arnar er fólk er rekið úr söfnuðinum. Þá er öllum vinum og ættingjum bannað að eiga samskipti við þann sem gekk út eða var rekinn. „Þetta er eitt af þessu gríðarlegu andstyggilegum elementum í trúnni. Ef fólk er ekki sammála Vottunum lengur eða leyfir sér að hafa aðra skoðun. Eða ef fólk kemur út úr skápnum,“ segir Örn. „Þeir þykjast sækja þetta í Biblíuna en það er ekkert þar sem segir að þetta eigi að vera svona.“ Trúmál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Hinsegin Tengdar fréttir Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Rætt var við Örn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag vegna pistils sem hann birti á Vísi í síðustu viku. Tilefni pistilsins var umdeilt myndband úr smiðju Votta Jehóva um samkynhneigð en myndbandið var ætlað börnum safnaðarins. Örn segir myndbandið vera ótrúlega barnalegt og kjánalegt. Hins vegar sé þetta það sem fólk elst upp við innan safnaðarins. „Þessi hugmyndafræði er eitthvað sem vottarnir sækja beint í Biblíuna. Páll postuli, ef þið lesið Nýja testamentið, þá er boðskapurinn þaðan. Hins vegar þá var þetta skrifað fyrir tvö þúsund árum. Hluti af Biblíunni, með svipuðum boðskap, var skrifaðu löngu fyrir þann tíma. Þetta er allt til í bókinni,“ segir Örn. Hann segir að blessunarlega hafi margir aðrir kristnir menn áttað sig á því að taka ekki textann bókstaflega sem heilögum sannleika enda séu nokkuð margar aldir liðnar. Tímarnir hafa breyst og mennirnir með. „Sem betur fer þá búum við í landi og erum í þeim heimshluta þar sem menn hafa áttað sig á því að þetta eru allt hluti af eðlilegu jarðlífi. Eins og sumir fæðast örvhentir, aðrir fæðast rauðhærðir, þá fæðast sumir samkynhneigðir. Þetta er eitthvað sem auðgar mannlífið,“ segir Páll. Textar sem margir hverjir eru ekki til Hann segir margar kenningar Votta byggja á kenningum úr Biblíunni en margar kenningar byggja á textum sem Vottar halda fram að séu í Biblíunni, en eru það alls ekki. Hann nefnir sem dæmi það að Vottar hafna ávallt blóðgjöf. Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Örn í heild sinni. „Það er alveg fáránlegt. Það er að vísu talað um það í Gamla testamentinu að þegar farga átti dýrum að neyta ekki blóðsins. Það hefur verið einhver heilsufarsástæða fyrir því á sínum tíma. Að nota það sem einverskonar rök fyrir því að hafna blóðgjöf í nútíma læknisvísindum er ekki bara kjánalegt heldur raunverulega slæmt fyrir meðlima þessa trúarhóps,“ segir Örn. Þegar Örn gekk úr söfnuðinum á áttunda áratug síðustu aldar, þá á þrítugsaldri, eftir að hafa alist þar upp segist hann hafa fundið fyrir létti. Heimsendirinn sem aldrei varð Trúin á það sem hann hafði lært sem barn hafi horfið smám saman í gegnum árin og hann áttaði sig á því að það væri eitthvað bull í gangi. Ákveðinn vendipunktur varð þegar ekkert varð úr spám um heimsenda árið 1975. „Ég man að við töluðum um okkar á meðal að það væru bara 38 mánuðir í þetta. Menn voru með þetta á hreinu. Ég trúði þessu. Eins og að 1. janúar kemur á eftir 31. desember. Ég var alinn svona upp og allt uppeldi í Vottunum er með þessum hætti. Maður er gegnum sýrður af þessu,“ segir Örn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn hans. Honum hafði ávallt verið sagt að trúa öllu sem sagt væri á samkomum og öllu sem hann las í bókum félagsins enda væri það stóri sannleikurinn frá Guði sjálfum, almættinum sem skapaði heiminn. Útskúfa efasemdarmönnum Eitt af því versta við útgöngu úr söfnuðinum að mati Arnar er fólk er rekið úr söfnuðinum. Þá er öllum vinum og ættingjum bannað að eiga samskipti við þann sem gekk út eða var rekinn. „Þetta er eitt af þessu gríðarlegu andstyggilegum elementum í trúnni. Ef fólk er ekki sammála Vottunum lengur eða leyfir sér að hafa aðra skoðun. Eða ef fólk kemur út úr skápnum,“ segir Örn. „Þeir þykjast sækja þetta í Biblíuna en það er ekkert þar sem segir að þetta eigi að vera svona.“
Trúmál Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Hinsegin Tengdar fréttir Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. 19. mars 2022 09:37