Bein útsending: Gefa áfallastjórnun stjórnvalda háa einkunn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2022 14:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á einum af fjölmörgum fundum í heimsfaraldri kórónuveiru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Nefnd sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sinni og var hún rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Nefndin mun kynna skýrsluna í málstofu í Norræna húsinu kl. 14.30 í dag. Að neðan má sjá streymi úr Norræna húsinu. Málstofa um áfallastjórnun stjórnvalda í covid-19 faraldrinum from The Nordic House on Vimeo. Í nefndinni sátu þau Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst sem var formaður, Guðný Björk Eydal, prófessor við Háskóla Íslands og Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru þær að áfallastjórnun stjórnvalda hafi í heild sinni gengið afar vel. „Hér voru dauðsföll af völdum faraldursins færri en víðast gerðist, þátttaka í bólusetningum afar góð, í gegnum faraldurinn treystu landsmenn yfirvöldum og ríkisstjórninni mjög vel til að grípa til viðeigandi aðgerða og þríeykið naut sérstaks trausts þjóðarinnar. Almannvarnakerfið, í samvinnu við íslenskt sóttvarnakerfi, var þanið til hins ýtrasta en stóðst prófið með miklum ágætum. Hvar sem borið er niður í greiningu blasir við mikið og óeigingjarnt vinnuframlag, mikil einbeiting og samstaða,“ segir meðal annars í skýrslunni. Nefndin setur einnig fram fjölda ábendinga sem ættu að geta nýst stjórnvöldum til að meta úrbætur í löggjöf, skipulagi og verklagi. Forsætisráðuneytið mun í samstarfi við önnur ráðuneyti fara yfir ábendingar og úrbótatækifæri sem fram koma í skýrslunni. Í framhaldi af því verður á vettvangi Stjórnarráðsins unnin samræmd aðgerðaáætlun og í samstarfi við sveitarfélög. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Að neðan má sjá streymi úr Norræna húsinu. Málstofa um áfallastjórnun stjórnvalda í covid-19 faraldrinum from The Nordic House on Vimeo. Í nefndinni sátu þau Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst sem var formaður, Guðný Björk Eydal, prófessor við Háskóla Íslands og Trausti Fannar Valsson, dósent við Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru þær að áfallastjórnun stjórnvalda hafi í heild sinni gengið afar vel. „Hér voru dauðsföll af völdum faraldursins færri en víðast gerðist, þátttaka í bólusetningum afar góð, í gegnum faraldurinn treystu landsmenn yfirvöldum og ríkisstjórninni mjög vel til að grípa til viðeigandi aðgerða og þríeykið naut sérstaks trausts þjóðarinnar. Almannvarnakerfið, í samvinnu við íslenskt sóttvarnakerfi, var þanið til hins ýtrasta en stóðst prófið með miklum ágætum. Hvar sem borið er niður í greiningu blasir við mikið og óeigingjarnt vinnuframlag, mikil einbeiting og samstaða,“ segir meðal annars í skýrslunni. Nefndin setur einnig fram fjölda ábendinga sem ættu að geta nýst stjórnvöldum til að meta úrbætur í löggjöf, skipulagi og verklagi. Forsætisráðuneytið mun í samstarfi við önnur ráðuneyti fara yfir ábendingar og úrbótatækifæri sem fram koma í skýrslunni. Í framhaldi af því verður á vettvangi Stjórnarráðsins unnin samræmd aðgerðaáætlun og í samstarfi við sveitarfélög.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira