Mál bónda í Borgarbyggð hefur vakið óhug og orðið til þess að bera fór á háværri gagnrýni í garð stofnunarinnar sem helst hefur snúið að því að MAST hafi ekki aðhafst nóg og ekki brugðist nægilega skjótt við. Eigandi skepnanna hefur verið sakaður um illa meðferð.
Sjá nánar: Húðskamma MAST og vilja aðgerðir strax
Í erindi sínu til stofnunarinnar óskar Svandís eftir að MAST leggi mat á hvort skortur sé á heimildum í lögum til að tryggja velferð dýra og grípa til viðeigandi ráðstafana þegar aðstæður krefjast.
Þá fer ráðherra fram á að stofnunin upplýsi um stefnu sína hvað varðar upplýsingamiðlun til almennings á meðan þær aðgerðir sem snúa að velferð dýra standi yfir og eftir þeim lýkur.