Skuldabréfasjóðir færa niður eignir um milljarða vegna áforma um slit á ÍL-sjóði
Stærstu skuldabréfasjóðir landsins, sem eru opnir öllum fjárfestum og margir hverjir með stórt hlutfall eignasafnsins bundið í íbúðabréfum útgefnum af gamla Íbúðalánasjóðnum, hafa nú þegar fært niður virði eigna sinna um marga milljarða króna eftir að fjármálaráðherra boðaði aðgerðir til að slíta ÍL-sjóði, samkvæmt greiningu Innherja. Mestu munar um tæplega fimm prósenta gengislækkun 20 milljarða ríkisskuldabréfasjóðs í stýringu Íslandssjóða í einu vetfangi sem þýddi niðurfærslu á virði eigna hans um meira en 900 milljónir.
Tengdar fréttir
„Hæpið“ að eignaréttindi kröfuhafa séu skert verði ÍL-sjóður settur í þrot
Sérstök lög sem hefðu það að markmiði að knýja fram skiptameðferð á ÍL-sjóði, þar sem í engu væri samt haggað ríkisábyrgð á eftirstöðvum skulda sjóðsins, er mun „vægari“ aðgerð en það svigrúm sem löggjafanum hefur verið heimilað af dómstólum til að setja notkun og ráðstöfun eiga skorður vegna almannahagsmuna.
Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana.