Brynja hlaut Hvatningaverðlaun Vigdísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2022 16:02 Vel fór á með þeim Brynju og Vigdísi í Safnahúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Brynja Hjálmsdóttir, skáld og rithöfundur, er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur sem veitt voru í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti var viðstaddur athöfnina ásamt Vigdísi og fleiri gestum. Brynja fæddist í Reykjavík árið 1992. Ljóða- og sagnaskrif heillaði snemma og hafa ýmis ljóð og sögur birst eftir höfundinn í safnbókum og tímaritum á borð við Tímarit Máls og menningar og Són um tíðina. Skáldið lagði stund á nám í kvikmyndafræðum, er með BA gráðu þaðan og einnig MA í ritlist. Árið 2019 kom fyrsta bók Brynjur út, Okfruman, og var hún m.a. valin ljóðabók ársins af bóksölum og hlaut þar að auki tilnefningu til Fjöruverðlauna og Rauðu Hrafnsfjaðrarinnar. Bókinni var meðal annars lýst sem „einni áhugaverðustu ljóðabók ársins“ í ritrýni Soffíu Auðar Birgisdóttur, sem sagði jafnframt: „Sjaldgæft er að sjá svo sterkt byrjandaverk sem þessa bók“. Í fyrra kom svo út bókin Kona lítur við sem fékk tilnefningu til ljóðaverðlauna Maístjörnunnar. Í ár hlaut Brynja Ljóðstaf Jóns úr Vör, fyrir ljóðið Þegar dagar aldrei dagar aldrei og einnig átti höfundur ljóðið er fjallkona ársins flutti í ár, en það gerði Sylwia Zajkowska eftirminnilega á Austurvelli 17. júní. Forsetarnir stilltu sér upp með verðlaunahafanum.Vísir/Vilhelm Samhliða afhendingu viðurkenningarinnar var útgáfu nýrrar bókar fagnað sem ber heitið Ljóðin hennar Vigdísar. Þar hefur Vigdís tekið saman í samvinnu við bókaútgáfuna Sögur öll þau helstu ljóð sem fylgt hafa henni í gegnum ævina. Vart verður fundin meiri ástríðumanneskja þegar kemur að íslenskri tungu og menningu en Vigdís Finnbogadóttir. Vigdís hefur alla tíð verið unnandi ljóðlistar og í bókinni tekur hún saman helstu ljóðin sem hafa fylgt henni frá bernsku til dagsins í dag. Einstök verk listakonunnar Guðbjargar Lindar auðga ljóðlínurnar og mynda skemmtilegt samtal við kvæðin. „Ég hef alla tíð verið mikið fyrir skáldskap, ekki síst ljóð. Ljóð hafa veitt mér sérstaka ánægju og gleði, enda er vel kveðið ljóð gulli betra. Við Íslendingar eigum óvenju mörg heillandi ljóð og vonandi verður seint breyting á því. Í þessari bók hef ég safnað saman ljóðum sem hafa verið mér kær. Úrvalið sem hér birtist verður vitanlega aldrei endanlegt en þessi bók gefur glögga mynd af því sem ég hef kunnað að meta um dagana. Það er von mín að þessi bók verði til að efla ljóðalestur og þar með auka málvitund manna, ekki síst meðal ungs fólks. Mörg skáldanna sem ortu ljóðin eru horfin, en ljóðin munu lifa með okkur eins lengi og íslensk tunga er töluð. Við lifum á tíma þar sem öllu ægir saman, hraðinn tröllríður flestu í þjóðlífinu, og tæknin virðist óstöðvandi. Við getum alltaf gripið til ljóðsins í þeirri von að hægja á tímanum, og njóta fegurðarinnar, tregans eða gamanseminnar, sem er að finna í ljóðum skáldanna okkar,“ segir Vigdís Finnbogadóttir í káputexta bókarinnar. Bókmenntir Ljóðlist Vigdís Finnbogadóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Brynja fæddist í Reykjavík árið 1992. Ljóða- og sagnaskrif heillaði snemma og hafa ýmis ljóð og sögur birst eftir höfundinn í safnbókum og tímaritum á borð við Tímarit Máls og menningar og Són um tíðina. Skáldið lagði stund á nám í kvikmyndafræðum, er með BA gráðu þaðan og einnig MA í ritlist. Árið 2019 kom fyrsta bók Brynjur út, Okfruman, og var hún m.a. valin ljóðabók ársins af bóksölum og hlaut þar að auki tilnefningu til Fjöruverðlauna og Rauðu Hrafnsfjaðrarinnar. Bókinni var meðal annars lýst sem „einni áhugaverðustu ljóðabók ársins“ í ritrýni Soffíu Auðar Birgisdóttur, sem sagði jafnframt: „Sjaldgæft er að sjá svo sterkt byrjandaverk sem þessa bók“. Í fyrra kom svo út bókin Kona lítur við sem fékk tilnefningu til ljóðaverðlauna Maístjörnunnar. Í ár hlaut Brynja Ljóðstaf Jóns úr Vör, fyrir ljóðið Þegar dagar aldrei dagar aldrei og einnig átti höfundur ljóðið er fjallkona ársins flutti í ár, en það gerði Sylwia Zajkowska eftirminnilega á Austurvelli 17. júní. Forsetarnir stilltu sér upp með verðlaunahafanum.Vísir/Vilhelm Samhliða afhendingu viðurkenningarinnar var útgáfu nýrrar bókar fagnað sem ber heitið Ljóðin hennar Vigdísar. Þar hefur Vigdís tekið saman í samvinnu við bókaútgáfuna Sögur öll þau helstu ljóð sem fylgt hafa henni í gegnum ævina. Vart verður fundin meiri ástríðumanneskja þegar kemur að íslenskri tungu og menningu en Vigdís Finnbogadóttir. Vigdís hefur alla tíð verið unnandi ljóðlistar og í bókinni tekur hún saman helstu ljóðin sem hafa fylgt henni frá bernsku til dagsins í dag. Einstök verk listakonunnar Guðbjargar Lindar auðga ljóðlínurnar og mynda skemmtilegt samtal við kvæðin. „Ég hef alla tíð verið mikið fyrir skáldskap, ekki síst ljóð. Ljóð hafa veitt mér sérstaka ánægju og gleði, enda er vel kveðið ljóð gulli betra. Við Íslendingar eigum óvenju mörg heillandi ljóð og vonandi verður seint breyting á því. Í þessari bók hef ég safnað saman ljóðum sem hafa verið mér kær. Úrvalið sem hér birtist verður vitanlega aldrei endanlegt en þessi bók gefur glögga mynd af því sem ég hef kunnað að meta um dagana. Það er von mín að þessi bók verði til að efla ljóðalestur og þar með auka málvitund manna, ekki síst meðal ungs fólks. Mörg skáldanna sem ortu ljóðin eru horfin, en ljóðin munu lifa með okkur eins lengi og íslensk tunga er töluð. Við lifum á tíma þar sem öllu ægir saman, hraðinn tröllríður flestu í þjóðlífinu, og tæknin virðist óstöðvandi. Við getum alltaf gripið til ljóðsins í þeirri von að hægja á tímanum, og njóta fegurðarinnar, tregans eða gamanseminnar, sem er að finna í ljóðum skáldanna okkar,“ segir Vigdís Finnbogadóttir í káputexta bókarinnar.
Bókmenntir Ljóðlist Vigdís Finnbogadóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira