„Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. október 2022 06:01 Tónlistarkonan Laufey Lín er að gera magnaða hluti í heimi tónlistarinnar en hún ræddi við blaðamann Vísis um lífið og tilveruna. Vísir/Vilhelm Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. Laufey er stödd á Íslandi fyrir tvenna tónleika í Hörpu en uppselt er á báða. Þá mun hún einnig koma fram á Iceland Airwaves í næstu viku, nánar tiltekið í Fríkirkjunni fimmtudaginn 3. nóvember. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Evróputúr, Harpan og Airwaves „Ég er að spila í kvöld og á morgun með Sinfó, á sunnudaginn á Írlandi, svo í Dublin á Halloween áður en ég kem ég aftur til Íslands að spila á Airwaves,“ segir Laufey sem lifir svo sannarlega viðburðaríku lífi. Eftir Airwaves heldur hún til Bretlands þar sem hún spilar í Manchester og London ásamt fleiri stöðum í þessum Evróputúr. Laufey Lín segist alltaf sterka tengingu við Ísland.Vísir/Vilhelm Hún segist elska Ísland og er spennt að spila á Airwaves í fyrsta skipti þegar hátíðin fer fram með eðlilegum hætti en hún tók þó þátt í fyrra þegar hátíðin fór fram með streymi. „Mér finnst bara spennandi að spila á Iceland Airwaves yfir höfuð. Ég náttúrulega ólst upp í Reykjavík og fór alltaf á Airwaves tónleika. Það er spennandi að fá að spila sjálf í þetta skipti og ég hlakka til að vera partur af Iceland Airwaves hátíðinni. Það er alltaf svo mikill spenningur í kringum það og fullt af fólki sem kemur.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Óraunverulegt Síðastliðin tvö ár hafa verið ævintýri líkast hjá þessari ungu og öflugu tónlistarkonu. Ásamt því að hafa spilað víða um heiminn má sem dæmi nefna að súperstjarnan Billie Eilish deildi færslu frá Laufey í Instagram story hjá sér í september 2020 og í janúar síðastliðnum söng Laufey í gríðarlega vinsælum spjallþætti Jimmy Kimmel. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Laufey er búsett í Los Angeles um þessar mundir en eyðir þó ekki miklum tíma heima hjá sér. „Síðustu vikurnar er ég búin að vera á tónleikaferðalagi þannig að daglega rútínan hefur falið í sér að keyra á tónleikastaði, fara í soundcheck, fara í ýmis viðtöl, tala við aðdáendur og fara upp á svið að syngja. En daglegt líf er alls konar blanda. Ég var til dæmis í New York í síðustu viku að tala á paneli fyrir Spotify, svo er ég með live stream tónleika inn á milli fyrir mismunandi fyrirtæki og fer í mikið af myndatökum,“ segir Laufey. Hún segist hafa þurft að venjast þessum lífsstíl en hann sé farin að leggjast betur í sig núna. „Ég bara trúi því varla að þetta sé vinnan mín, mér finnst hún svo skemmtileg.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Dans milli sjálfstraustsins og egósins Aðspurð hvort það hafi alltaf verið markmiðið að ná langt sem söngkona segir Laufey: „Ég hef alltaf stefnt að þessu en ég hefði aldrei trúað því að þetta myndi gerast. Ég einhvern veginn trúði ekki nógu mikið á sjálfa mig sem tónlistarkonu, mér fannst svo ólíklegt að fá að gera eitthvað svona, þannig það er alveg klikkað að fá að gera það.“ Blessunarlega hefur sjálfstraustið aukist hjá Laufeyju á síðustu árum enda mikilvægt að hafa trú á sér í heimi tónlistarinnar. „Maður þarf að vera með mikið sjálfstraust til að komast í gegnum þennan bransa. Það eru allir með ótrúlega mikið sjálfstraust, allavega út á við, sem þarf til að keppast í þessu umhverfi. Maður er samt alltaf að dansa á milli línunnar á að þurfa að hafa sjálfstraust en passa sig að vera ekki með egó. Það er mjög þunn lína þar á milli. Þess vegna þarf maður að finna hlutina sem binda mann við jörðina. Fyrir mér er það bara tónlistin sjálf, að koma oft til Íslands, fjölskyldan og svo er það líka bara að vinna.“ Fyrir Laufeyju Lín er mikilvægt að finna hlutina sem binda mann við jörðina.Vísir/Vilhelm TikTok og samfélagsmiðlar Laufey segir mikilvægt að geta verið samkvæm sjálfri sér í heimi samfélagsmiðla. Blaðamaður spurði út í gríðarlegar vinsældir samfélagsmiðilsins TikTok og náin tengsl hans við tónlistarheiminn í dag. „Þessi steríótýpa í tónlistarbransanum er að það þurfi alltaf að koma svona viral moment á TikTok og að allir verði pósta lögunum sínum á TikTok. Plötufyrirtæki og umboðsmenn eru alltaf að segja artistunum sínum að pósta mikið á TikTok. Ég meina mér finnst að sjálfsögðu pínu skrýtið að vera alltaf að reyna að selja tónlistina mína, manni finnst það stundum frekar ónáttúrulegt, þannig að ég reyni bara að gera það þegar mig langar að gera það.“ Hún segist mjög heppin með umboðsmann og plötufyrirtæki. „Þau vita að það sem ég vil gera geri ég best. Ég er ekki að fara að búa til gott content ef mér er ýtt út í það.“ @laufey i can t believe this is real life Let You Break My Heart Again - Laufey & Philharmonia Orchestra Fær 100% að vera hún sjálf Samfélagsmiðlar geta þó nýst vel og hefur Laufey gaman að þeim. „Mér finnst ótrúlega gaman að nota TikTok og Instagram og bransinn er auðvitað miklu meira en bara tónlist núna. Á endanum er þetta samt allt fyrir tónlistina og tónlistin er aðal dæmið en að vera tónlistarmaður er miklu meira en bara tónlistin. Maður er næstum því áhrifavaldur. Fólk er að líta á lífið þitt og stílinn þinn, hvernig þú berð þig, skoðanir þínar, hvaða bækur þú ert að lesa og hvernig tónlist þú hlustar á sem er ekki bara þín tónlist. Þannig að maður er heil manneskja, listamaður.“ Slík nálgun á tónlistina heillar Laufeyju. „Vinnan er þessi heild þá líka, sem mér finnst spennandi. Það gefur listamönnum miklu meiri stjórn á hvernig þeir eru. Í gamla daga voru plötufyrirtæki sem bara bjuggu til manneskjuna. Þau fengu að ráða hvernig einhver söngkona átti að klæða sig eða hvaða lög hún átti að syngja og setti hana bara inn í einhver herbergi til að semja með einhverju fólki. En núna hef ég til dæmis 100% stjórn á því í hvaða fötum ég klæðist, hvernig lög ég gef út, hvaða lög ég vil semja og hvað ég vil semja um. Það er enginn að segja mér hvað ég á að gera af því ég er sjálf með fylgjendurna mína. Þetta er ekki eitthvað sem plötufyrirtæki hefur búið til, þetta er bara eitthvað sem ég hef stjórn yfir sjálf. Þannig að þeir leyfa mér bara að gera það sem ég vil og ég held að það sé þetta power sem samfélagsmiðlar hafa gefið tónlistafólki.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Innblástur frá fortíðinni í bland við nútímann Laufey fær innblásturinn víða og þá sérstaklega frá alls konar fólki og borgum. „Ég elska að labba um og skoða fólk, sjá hvað fólk er að gera. Ég fer alltaf út með dagbókina mína og skrifa bara aðeins um það sem ég sé í kringum mig. Annars er það bara lífið mitt sem veitir mér innblástur. Ég sem mest út frá mínum upplifununum. Að vera ung í nýrri borg og fara í gegnum allt það skemmtilega og leiðinlega sem fylgir því. Það veitir mér mestan innblástur. Tónlistarlega séð er það líka að hlusta á gamla djass tónlist og gamla klassíska tónlist og finna eitthvað gamalt sem ég get komið með aftur í nútímann.“ Aðspurð hvort hún sé gömul sál segir Laufey: „Já ég myndi segja að ég væri mjög gömul sál en mér finnst alls ekki að ég sé fædd á röngu tímabil. Það er ekkert annað ár sem ég myndi vilja vera kona en núna, ég myndi kannski helst vilja vera kona í framtíðinni. Fólk segir alltaf við mig að ég sé fædd á vitlausri öld og ég svara bara nei,“ segir Laufey og brosir. „Ég heillast alveg að þessum gamla, rómantíska, nostalgíska stíl en ég fæ bara innblástur frá honum, ég þarf ekki að lifa í honum. Ég er annars líka mjög mikið barn þessarar kynslóðar, ég er alltaf á netinu,“ bætir Laufey við hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Blómaskeið tónlistarmanna Laufey segist upplifa ákveðið blómaskeið tónlistarmanna um þessar mundir. „Ég segi alltaf að þetta sé besti tíminn til að vera tónlistarmaður. Krakkar á mínum aldri eru að taka á móti hverju sem er því þau líta ekki á tónlist sem eitthvað afmarkað, popp tónlist, rokk tónlist eða djass tónlist til dæmis, þau sjá bara tónlist. Tónlist á Spotify er núna til dæmis ekkert endilega flokkuð eftir stíl heldur eftir tilfinningu, einhverju vibe-i. Það eru kaffihúsa playlistar, kvöldmatar playlistar, labba heim úr skólanum í rigningu playlistar, það er alltaf eitthvað svona vibe. Og það hefur aldrei verið betri tími til að blanda saman stílum.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hún segir flesta því hlusta á alls konar tónlist í dag og takmarka sig ekki við ákveðinn stíl. „Það er kúl núna að hlusta á alls konar tónlist, það er til dæmis kúl að elska popp,“ segir Laufey sem sjálf elskar popp. „Ég vil bara taka snobb úr tónlist, mig langar bara að til dæmis djass tónlist sé tónlist fyrir alla og bjóða fram á þannig tónlist fyrir mína kynslóð sem eitthvað sem er nýtt og skemmtilegt, engar reglur. Ég hata þegar fólk hatar popptónlist sem persónuleika, það er ekki persónuleiki. Bara blanda öllu saman og hafa gaman. Fólk er mjög dýnamískt og það getur hlustað á mikið af tónlist.“ Laufey Lín leggur upp úr því að taka allt snobb úr tónlist.Vísir/Vilhelm Byrjaði loksins að brjóta reglurnar Fátt hefur mótað Laufeyju jafn mikið og að flytja erlendis. „Þegar ég flutti til Bandaríkjanna var ég nítján ára og ég upplifði það að verða fullorðin ótrúlega hratt. Það var í fyrsta skipti sem ég byrjaði að fara á deit og byrjaði að upplifa að vera ung kona í nýrri borg. Þegar ég var á Íslandi var ég bara í klassískri tónlist og ég fylgdi öllum reglum alltaf. Það var ekki fyrr en ég flutti út að ég byrjaði að brjóta nokkrar reglur, bæði í lífinu mínu og í tónlist. Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá byrjaði ég að upplifa lífið á miklu skemmtilegri hátt. Ég þorði að brjóta reglur því lífið varð aðeins skemmtilegra.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hún segist í kjölfarið hafa áttað sig á því hvernig tónlist hún vildi semja. „Á þessum tíma upplifði ég líka í fyrsta skipti að fara í gegnum ástarsorg og ég samdi fyrsta lagið sem ég tók upp og gaf út um það sem heitir Street By Street. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla og ég fann umboðsmanninn minn. Ég held að það að flytja frá Íslandi og læra að vera ein hafi haft hvað mest áhrif á mig í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem ég var bara alveg ein án foreldra og án Júníu tvíburasystur minnar,“ segir Laufey og bætir við að það hafi þó líka verið erfitt. Hún segist helst gefa fólki það ráð að þora að brjóta reglur. „Sérstaklega í tónlist, ég ólst upp í svo klassískum tónlistarheimi þar sem maður þarf að fylgja öllum reglunum og þó að það hafi gefið mér ótrúlega góðan grunn í tónlist þá tók ég það næstum því of langt.“ Mamma Laufeyjar spilar á fiðlu í Sinfó þannig þær mæðgur munu spila saman í Hörpu en einnig mun Júnía tvíburasystir hennar koma fram í einu lagi. Frá fjögurra til átján ára aldurs var Laufey í klassísku tónlistarnámi. „Ég var mjög öguð, eiginlega allt of öguð.“ Fátt hefur kennt Laufeyju jafn mikið og að þora að brjóta reglurnar.Vísir/Vilhelm Segir sína sögu Laufey byrjaði svo að syngja um tólf ára gömul. „Mig langaði alltaf svo mikið að semja en ég einhvern veginn fattaði ekki hvernig ég ætti að raða öllu upp. Mig langaði að búa til nýja tónlist, tónlist sem taldist sem nútíma tónlist og mig langaði að segja mína sögu. Uppáhalds söngkonan mín var Taylor Swift þótt ég hlustaði eiginlega annars bara á djass og klassíska tónlist. En mig langaði að vera eins og Taylor Swift, nútímasöngkona sem nær líka til yngri kynslóðanna, þó mig langi auðvitað að geta náð til allra aldurshópa.“ Það hefur því Laufey að leiðarljósi í tónlistar sköpun sinni, að ná til yngri kynslóðanna. „Mig langaði að búa til djass tónlist sem heillaði yngri kynslóðir og endurkynna þá tónlist fyrir ungu kynslóðinni. Þannig að það tók pínu tíma að finna eitthvað svona land á milli nýrrar tónlistar og eldri tónlistar sem passaði vel við mig og sem mér leið eins og ég gæti verið með mikið af strengjum og selló,“ segir Laufey en hún spilar sjálf mikið á selló og notast við það í lögunum sínum þar sem hún spilar og tekur það upp. „Einhvern veginn náði allt saman í eitt þegar ég fór út. Ég var komin með menntunina, ég var búin að fylgja öllum reglunum en það þurfti aðeins að henda mér út í djúpu laugina og ég þurfti að synda út.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Þarf að verða betri í að taka því rólega Laufey nýtur þess í botn að ferðast og koma fram víðs vegar um heiminn en vill þó reyna að bæta sig á einu sviði: „Ég held að það sem ég þurfi að verða betri í er að leyfa mér að slaka aðeins á fyrir tónleika.“ Hún segist gjarnan vilja aðstoða alla í kringum sig við að undirbúa allt fyrir tónleika hverju sinni. „Mér líður eins og ég þurfi að vera mikill partur af því þar sem þau eru að hjálpa mér en svo verð ég stundum of þreytt. Svo kemur að kvöldinu og ég er komin upp á svið og ég finn að ég er ekki búin að taka stund fyrir sjálfa mig yfir daginn. Þannig ég held ég þurfi að vera betri í að zone-a aðeins út yfir daginn fyrir tónleika og slaka aðeins á.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Að skína skært á eigin forsendum Aðspurð hvort hún hafi skíra stefnu fyrir næstu ár segir Laufey: „Mig langar bara að halda áfram að gera það sem ég er að gera. Að halda áfram að þróa mína tónlist og soundið mitt og vonandi leyfa sjálfri mér að anda aðeins.“ Laufey Lín gerir hlutina á sínum forsendum.Vísir/Vilhelm Forgangsröðunin er skír hjá þessari rísandi stjörnu: „Ég vil gera hlutina á mínum forsendum, það er alltaf forgangsröðunin hjá mér. Plötufyrirtækið mitt er mjög almennilegt, ég á alla tónlistina mína sjálf og allt publishing-ið mitt. Ég geri það sem ég vil og ég vona að ég geti haldið áfram að gera það,“ segir Laufey að lokum. Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Airwaves Tónlistarnám Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey Lín með eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna Tónlistarkonan og djass söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir situr í tíunda sæti yfir vinsælustu nýju plöturnar á topplista Spotify í Bandaríkjunum. Platan heitir Everything I Know About Love og kom út 26. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 11:37 Kimmel sendi Laufeyju pylsusinnep eftir þáttinn Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir fékk heldur betur sérstaka kveðju frá þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Laufey birti kveðjuna á Instagram-síðu sinni en hún flutti lagið sitt Like The Movies í spjallþætti Kimmel fyrir rúmri viku. 30. janúar 2022 17:53 Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53 Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Röyksopp á Airwaves 2022 Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram með pomp og prakt 3. - 5. nóvember næstkomandi. Fjölbreytt tónlistaratriði koma fram í ár en hátíðin tilkynnti rétt í þessu 23 atriði til viðbótar við dagskrána. 18. ágúst 2022 10:01 Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum. 25. október 2022 15:01 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Laufey er stödd á Íslandi fyrir tvenna tónleika í Hörpu en uppselt er á báða. Þá mun hún einnig koma fram á Iceland Airwaves í næstu viku, nánar tiltekið í Fríkirkjunni fimmtudaginn 3. nóvember. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Evróputúr, Harpan og Airwaves „Ég er að spila í kvöld og á morgun með Sinfó, á sunnudaginn á Írlandi, svo í Dublin á Halloween áður en ég kem ég aftur til Íslands að spila á Airwaves,“ segir Laufey sem lifir svo sannarlega viðburðaríku lífi. Eftir Airwaves heldur hún til Bretlands þar sem hún spilar í Manchester og London ásamt fleiri stöðum í þessum Evróputúr. Laufey Lín segist alltaf sterka tengingu við Ísland.Vísir/Vilhelm Hún segist elska Ísland og er spennt að spila á Airwaves í fyrsta skipti þegar hátíðin fer fram með eðlilegum hætti en hún tók þó þátt í fyrra þegar hátíðin fór fram með streymi. „Mér finnst bara spennandi að spila á Iceland Airwaves yfir höfuð. Ég náttúrulega ólst upp í Reykjavík og fór alltaf á Airwaves tónleika. Það er spennandi að fá að spila sjálf í þetta skipti og ég hlakka til að vera partur af Iceland Airwaves hátíðinni. Það er alltaf svo mikill spenningur í kringum það og fullt af fólki sem kemur.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Óraunverulegt Síðastliðin tvö ár hafa verið ævintýri líkast hjá þessari ungu og öflugu tónlistarkonu. Ásamt því að hafa spilað víða um heiminn má sem dæmi nefna að súperstjarnan Billie Eilish deildi færslu frá Laufey í Instagram story hjá sér í september 2020 og í janúar síðastliðnum söng Laufey í gríðarlega vinsælum spjallþætti Jimmy Kimmel. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Laufey er búsett í Los Angeles um þessar mundir en eyðir þó ekki miklum tíma heima hjá sér. „Síðustu vikurnar er ég búin að vera á tónleikaferðalagi þannig að daglega rútínan hefur falið í sér að keyra á tónleikastaði, fara í soundcheck, fara í ýmis viðtöl, tala við aðdáendur og fara upp á svið að syngja. En daglegt líf er alls konar blanda. Ég var til dæmis í New York í síðustu viku að tala á paneli fyrir Spotify, svo er ég með live stream tónleika inn á milli fyrir mismunandi fyrirtæki og fer í mikið af myndatökum,“ segir Laufey. Hún segist hafa þurft að venjast þessum lífsstíl en hann sé farin að leggjast betur í sig núna. „Ég bara trúi því varla að þetta sé vinnan mín, mér finnst hún svo skemmtileg.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Dans milli sjálfstraustsins og egósins Aðspurð hvort það hafi alltaf verið markmiðið að ná langt sem söngkona segir Laufey: „Ég hef alltaf stefnt að þessu en ég hefði aldrei trúað því að þetta myndi gerast. Ég einhvern veginn trúði ekki nógu mikið á sjálfa mig sem tónlistarkonu, mér fannst svo ólíklegt að fá að gera eitthvað svona, þannig það er alveg klikkað að fá að gera það.“ Blessunarlega hefur sjálfstraustið aukist hjá Laufeyju á síðustu árum enda mikilvægt að hafa trú á sér í heimi tónlistarinnar. „Maður þarf að vera með mikið sjálfstraust til að komast í gegnum þennan bransa. Það eru allir með ótrúlega mikið sjálfstraust, allavega út á við, sem þarf til að keppast í þessu umhverfi. Maður er samt alltaf að dansa á milli línunnar á að þurfa að hafa sjálfstraust en passa sig að vera ekki með egó. Það er mjög þunn lína þar á milli. Þess vegna þarf maður að finna hlutina sem binda mann við jörðina. Fyrir mér er það bara tónlistin sjálf, að koma oft til Íslands, fjölskyldan og svo er það líka bara að vinna.“ Fyrir Laufeyju Lín er mikilvægt að finna hlutina sem binda mann við jörðina.Vísir/Vilhelm TikTok og samfélagsmiðlar Laufey segir mikilvægt að geta verið samkvæm sjálfri sér í heimi samfélagsmiðla. Blaðamaður spurði út í gríðarlegar vinsældir samfélagsmiðilsins TikTok og náin tengsl hans við tónlistarheiminn í dag. „Þessi steríótýpa í tónlistarbransanum er að það þurfi alltaf að koma svona viral moment á TikTok og að allir verði pósta lögunum sínum á TikTok. Plötufyrirtæki og umboðsmenn eru alltaf að segja artistunum sínum að pósta mikið á TikTok. Ég meina mér finnst að sjálfsögðu pínu skrýtið að vera alltaf að reyna að selja tónlistina mína, manni finnst það stundum frekar ónáttúrulegt, þannig að ég reyni bara að gera það þegar mig langar að gera það.“ Hún segist mjög heppin með umboðsmann og plötufyrirtæki. „Þau vita að það sem ég vil gera geri ég best. Ég er ekki að fara að búa til gott content ef mér er ýtt út í það.“ @laufey i can t believe this is real life Let You Break My Heart Again - Laufey & Philharmonia Orchestra Fær 100% að vera hún sjálf Samfélagsmiðlar geta þó nýst vel og hefur Laufey gaman að þeim. „Mér finnst ótrúlega gaman að nota TikTok og Instagram og bransinn er auðvitað miklu meira en bara tónlist núna. Á endanum er þetta samt allt fyrir tónlistina og tónlistin er aðal dæmið en að vera tónlistarmaður er miklu meira en bara tónlistin. Maður er næstum því áhrifavaldur. Fólk er að líta á lífið þitt og stílinn þinn, hvernig þú berð þig, skoðanir þínar, hvaða bækur þú ert að lesa og hvernig tónlist þú hlustar á sem er ekki bara þín tónlist. Þannig að maður er heil manneskja, listamaður.“ Slík nálgun á tónlistina heillar Laufeyju. „Vinnan er þessi heild þá líka, sem mér finnst spennandi. Það gefur listamönnum miklu meiri stjórn á hvernig þeir eru. Í gamla daga voru plötufyrirtæki sem bara bjuggu til manneskjuna. Þau fengu að ráða hvernig einhver söngkona átti að klæða sig eða hvaða lög hún átti að syngja og setti hana bara inn í einhver herbergi til að semja með einhverju fólki. En núna hef ég til dæmis 100% stjórn á því í hvaða fötum ég klæðist, hvernig lög ég gef út, hvaða lög ég vil semja og hvað ég vil semja um. Það er enginn að segja mér hvað ég á að gera af því ég er sjálf með fylgjendurna mína. Þetta er ekki eitthvað sem plötufyrirtæki hefur búið til, þetta er bara eitthvað sem ég hef stjórn yfir sjálf. Þannig að þeir leyfa mér bara að gera það sem ég vil og ég held að það sé þetta power sem samfélagsmiðlar hafa gefið tónlistafólki.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Innblástur frá fortíðinni í bland við nútímann Laufey fær innblásturinn víða og þá sérstaklega frá alls konar fólki og borgum. „Ég elska að labba um og skoða fólk, sjá hvað fólk er að gera. Ég fer alltaf út með dagbókina mína og skrifa bara aðeins um það sem ég sé í kringum mig. Annars er það bara lífið mitt sem veitir mér innblástur. Ég sem mest út frá mínum upplifununum. Að vera ung í nýrri borg og fara í gegnum allt það skemmtilega og leiðinlega sem fylgir því. Það veitir mér mestan innblástur. Tónlistarlega séð er það líka að hlusta á gamla djass tónlist og gamla klassíska tónlist og finna eitthvað gamalt sem ég get komið með aftur í nútímann.“ Aðspurð hvort hún sé gömul sál segir Laufey: „Já ég myndi segja að ég væri mjög gömul sál en mér finnst alls ekki að ég sé fædd á röngu tímabil. Það er ekkert annað ár sem ég myndi vilja vera kona en núna, ég myndi kannski helst vilja vera kona í framtíðinni. Fólk segir alltaf við mig að ég sé fædd á vitlausri öld og ég svara bara nei,“ segir Laufey og brosir. „Ég heillast alveg að þessum gamla, rómantíska, nostalgíska stíl en ég fæ bara innblástur frá honum, ég þarf ekki að lifa í honum. Ég er annars líka mjög mikið barn þessarar kynslóðar, ég er alltaf á netinu,“ bætir Laufey við hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Blómaskeið tónlistarmanna Laufey segist upplifa ákveðið blómaskeið tónlistarmanna um þessar mundir. „Ég segi alltaf að þetta sé besti tíminn til að vera tónlistarmaður. Krakkar á mínum aldri eru að taka á móti hverju sem er því þau líta ekki á tónlist sem eitthvað afmarkað, popp tónlist, rokk tónlist eða djass tónlist til dæmis, þau sjá bara tónlist. Tónlist á Spotify er núna til dæmis ekkert endilega flokkuð eftir stíl heldur eftir tilfinningu, einhverju vibe-i. Það eru kaffihúsa playlistar, kvöldmatar playlistar, labba heim úr skólanum í rigningu playlistar, það er alltaf eitthvað svona vibe. Og það hefur aldrei verið betri tími til að blanda saman stílum.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hún segir flesta því hlusta á alls konar tónlist í dag og takmarka sig ekki við ákveðinn stíl. „Það er kúl núna að hlusta á alls konar tónlist, það er til dæmis kúl að elska popp,“ segir Laufey sem sjálf elskar popp. „Ég vil bara taka snobb úr tónlist, mig langar bara að til dæmis djass tónlist sé tónlist fyrir alla og bjóða fram á þannig tónlist fyrir mína kynslóð sem eitthvað sem er nýtt og skemmtilegt, engar reglur. Ég hata þegar fólk hatar popptónlist sem persónuleika, það er ekki persónuleiki. Bara blanda öllu saman og hafa gaman. Fólk er mjög dýnamískt og það getur hlustað á mikið af tónlist.“ Laufey Lín leggur upp úr því að taka allt snobb úr tónlist.Vísir/Vilhelm Byrjaði loksins að brjóta reglurnar Fátt hefur mótað Laufeyju jafn mikið og að flytja erlendis. „Þegar ég flutti til Bandaríkjanna var ég nítján ára og ég upplifði það að verða fullorðin ótrúlega hratt. Það var í fyrsta skipti sem ég byrjaði að fara á deit og byrjaði að upplifa að vera ung kona í nýrri borg. Þegar ég var á Íslandi var ég bara í klassískri tónlist og ég fylgdi öllum reglum alltaf. Það var ekki fyrr en ég flutti út að ég byrjaði að brjóta nokkrar reglur, bæði í lífinu mínu og í tónlist. Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá byrjaði ég að upplifa lífið á miklu skemmtilegri hátt. Ég þorði að brjóta reglur því lífið varð aðeins skemmtilegra.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hún segist í kjölfarið hafa áttað sig á því hvernig tónlist hún vildi semja. „Á þessum tíma upplifði ég líka í fyrsta skipti að fara í gegnum ástarsorg og ég samdi fyrsta lagið sem ég tók upp og gaf út um það sem heitir Street By Street. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla og ég fann umboðsmanninn minn. Ég held að það að flytja frá Íslandi og læra að vera ein hafi haft hvað mest áhrif á mig í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem ég var bara alveg ein án foreldra og án Júníu tvíburasystur minnar,“ segir Laufey og bætir við að það hafi þó líka verið erfitt. Hún segist helst gefa fólki það ráð að þora að brjóta reglur. „Sérstaklega í tónlist, ég ólst upp í svo klassískum tónlistarheimi þar sem maður þarf að fylgja öllum reglunum og þó að það hafi gefið mér ótrúlega góðan grunn í tónlist þá tók ég það næstum því of langt.“ Mamma Laufeyjar spilar á fiðlu í Sinfó þannig þær mæðgur munu spila saman í Hörpu en einnig mun Júnía tvíburasystir hennar koma fram í einu lagi. Frá fjögurra til átján ára aldurs var Laufey í klassísku tónlistarnámi. „Ég var mjög öguð, eiginlega allt of öguð.“ Fátt hefur kennt Laufeyju jafn mikið og að þora að brjóta reglurnar.Vísir/Vilhelm Segir sína sögu Laufey byrjaði svo að syngja um tólf ára gömul. „Mig langaði alltaf svo mikið að semja en ég einhvern veginn fattaði ekki hvernig ég ætti að raða öllu upp. Mig langaði að búa til nýja tónlist, tónlist sem taldist sem nútíma tónlist og mig langaði að segja mína sögu. Uppáhalds söngkonan mín var Taylor Swift þótt ég hlustaði eiginlega annars bara á djass og klassíska tónlist. En mig langaði að vera eins og Taylor Swift, nútímasöngkona sem nær líka til yngri kynslóðanna, þó mig langi auðvitað að geta náð til allra aldurshópa.“ Það hefur því Laufey að leiðarljósi í tónlistar sköpun sinni, að ná til yngri kynslóðanna. „Mig langaði að búa til djass tónlist sem heillaði yngri kynslóðir og endurkynna þá tónlist fyrir ungu kynslóðinni. Þannig að það tók pínu tíma að finna eitthvað svona land á milli nýrrar tónlistar og eldri tónlistar sem passaði vel við mig og sem mér leið eins og ég gæti verið með mikið af strengjum og selló,“ segir Laufey en hún spilar sjálf mikið á selló og notast við það í lögunum sínum þar sem hún spilar og tekur það upp. „Einhvern veginn náði allt saman í eitt þegar ég fór út. Ég var komin með menntunina, ég var búin að fylgja öllum reglunum en það þurfti aðeins að henda mér út í djúpu laugina og ég þurfti að synda út.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Þarf að verða betri í að taka því rólega Laufey nýtur þess í botn að ferðast og koma fram víðs vegar um heiminn en vill þó reyna að bæta sig á einu sviði: „Ég held að það sem ég þurfi að verða betri í er að leyfa mér að slaka aðeins á fyrir tónleika.“ Hún segist gjarnan vilja aðstoða alla í kringum sig við að undirbúa allt fyrir tónleika hverju sinni. „Mér líður eins og ég þurfi að vera mikill partur af því þar sem þau eru að hjálpa mér en svo verð ég stundum of þreytt. Svo kemur að kvöldinu og ég er komin upp á svið og ég finn að ég er ekki búin að taka stund fyrir sjálfa mig yfir daginn. Þannig ég held ég þurfi að vera betri í að zone-a aðeins út yfir daginn fyrir tónleika og slaka aðeins á.“ View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Að skína skært á eigin forsendum Aðspurð hvort hún hafi skíra stefnu fyrir næstu ár segir Laufey: „Mig langar bara að halda áfram að gera það sem ég er að gera. Að halda áfram að þróa mína tónlist og soundið mitt og vonandi leyfa sjálfri mér að anda aðeins.“ Laufey Lín gerir hlutina á sínum forsendum.Vísir/Vilhelm Forgangsröðunin er skír hjá þessari rísandi stjörnu: „Ég vil gera hlutina á mínum forsendum, það er alltaf forgangsröðunin hjá mér. Plötufyrirtækið mitt er mjög almennilegt, ég á alla tónlistina mína sjálf og allt publishing-ið mitt. Ég geri það sem ég vil og ég vona að ég geti haldið áfram að gera það,“ segir Laufey að lokum.
Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Airwaves Tónlistarnám Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey Lín með eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna Tónlistarkonan og djass söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir situr í tíunda sæti yfir vinsælustu nýju plöturnar á topplista Spotify í Bandaríkjunum. Platan heitir Everything I Know About Love og kom út 26. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 11:37 Kimmel sendi Laufeyju pylsusinnep eftir þáttinn Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir fékk heldur betur sérstaka kveðju frá þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Laufey birti kveðjuna á Instagram-síðu sinni en hún flutti lagið sitt Like The Movies í spjallþætti Kimmel fyrir rúmri viku. 30. janúar 2022 17:53 Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53 Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Röyksopp á Airwaves 2022 Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram með pomp og prakt 3. - 5. nóvember næstkomandi. Fjölbreytt tónlistaratriði koma fram í ár en hátíðin tilkynnti rétt í þessu 23 atriði til viðbótar við dagskrána. 18. ágúst 2022 10:01 Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum. 25. október 2022 15:01 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Laufey Lín með eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna Tónlistarkonan og djass söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir situr í tíunda sæti yfir vinsælustu nýju plöturnar á topplista Spotify í Bandaríkjunum. Platan heitir Everything I Know About Love og kom út 26. ágúst síðastliðinn. 30. ágúst 2022 11:37
Kimmel sendi Laufeyju pylsusinnep eftir þáttinn Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir fékk heldur betur sérstaka kveðju frá þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Laufey birti kveðjuna á Instagram-síðu sinni en hún flutti lagið sitt Like The Movies í spjallþætti Kimmel fyrir rúmri viku. 30. janúar 2022 17:53
Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53
Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41
Röyksopp á Airwaves 2022 Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram með pomp og prakt 3. - 5. nóvember næstkomandi. Fjölbreytt tónlistaratriði koma fram í ár en hátíðin tilkynnti rétt í þessu 23 atriði til viðbótar við dagskrána. 18. ágúst 2022 10:01
Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum. 25. október 2022 15:01