Jacques hefur í dag birt myndir af sér hér á landi á Instagram. Hann er í ferð á vegum fataframleiðandans Superdry. Miðað við færslurnar er fyrirtækið að taka upp kynningarefni.
Jacques er að gista á The Reykjavík EDITION-hótelinu við Austurbakka í miðbæ Reykjavíkur. Hann birti mynd í morgun af útsýninu sínu.

Jacques var afar umdeildur er hann tók þátt í Love Island en hann fór heim eftir að hafa lent í rifrildi við stelpu sem hann var í pari með, Paige Thorne. Hún var ávallt í uppáhaldi áhorfenda en hann ekki svo mikið. Margir töldu hann fara ansi illa með Thorne.