Þuríður Þorleifsdóttir, forstöðukona Verslunarminjasafnisins á Hvammstanga, segir að til standi að gera húsið upp og koma því fyrir á lóð safnsins.
„Saga Norðurbrautar er mjög merkileg en Sigurður Davíðsson verslunarmaður opnaði ferðamannaverslun í húsnæðinu í kringum árið 1930 sem stóð á mótum þjóðvegar 1 og vegarins að Hvammstanga. Þetta var því fyrsta vegasjoppa landsins,“ segir Þuríður.
Þuríður segir að sjoppa hafi verið rekin á staðnum til 1960 þegar henni var lokað. Húsið hafi þá verið flutt upp á Ásinn svokallaða á Hvammstanga þar sem það hafi staðið áratugum saman. Fyrir ekki svo löngu síðan hafi svo verið samið við tvo smiði í bænum til að gera húsið upp.

Hún segist vona að innan tveggja ára verði svo hægt að koma uppgerðri Norðurbraut fyrir á lóð Verslunarminjasafnsins. Verði Norðurbraut og Verslunarminjasafnið tengt með hinum svokallaða Bangsabát, báti Björns Þóris Sigurðarsonar, sonar verslunarmannsins Sigurðar Davíðssonar.
Konungleg heimsókn 1936
Þuríður segir að sjálfur Kristján tíundi Danakonungur hafi heimsótt Norðurbraut árið 1936.
„Hann var þá á leiðinni norður til Akureyrar. Það voru sérstaklega smíðaðir kamrar við Norðurbraut vegna þessarar konunglegu heimsóknar,“ segir í Þuríður.
Sviðamessan verður haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem gestir munu snæði bæði heit og köld svið, sviðalappir og tilheyrandi.