Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 14:08 Vindmyllur fyrir ofan hreinsistöð olíurisana BP í Gelsenkirchen í Þýskalandi. AP/Michael Sohn Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit að losun vegna jarðefnaeldsneytis nái hámarki um miðjan áratuginn. Orkukreppan sem dynur nú á heimsbyggðinni er sögð ámenning um hversu brothætt og ósjálfbært núverandi orkukerfi heimsins er, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um stöðu orkumála sem birtist í dag. Framleiðsla og viðskipti með orku fóru úr skorðum í kórónveiruheimsfaraldrinum en innrás Rússa í Úkraína er sögð hafa skapað algeran glundroða á orkumarkaði. Þannig hafi viðskipti með jarðgas á milli Rússlands og Evrópu stöðvast vegna gagnkvæmra viðskiptaþvingana. Verð á jarðgasi er því í áður óþekktum hæðum og fer reglulega yfir það sem jafngildir um 250 dollara fyrir olíutunnu. Kolaverð er einnig sögulega hátt og olíutunnan fór vel yfir hundrað dollara á tunnu um mitt árið. Verðhækkanir á gasi og kolum eru sagðar skýra 90% af þeim verðhækkunum sem hafa orðið á orku í heiminum. Ríki heims hafa meðal annars brugðist við með því að reyna að tryggja sér orku annars staðar frá en frá Rússlandi, auka eigin framleiðslu á orku með olíu- og kolum, lenga líftíma kjarnorkuvera og setja aukinn kraft í uppbyggingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Stefnir í helmingi meiri fjárfestingu í endurnýjanlegri orku Fatih Birol, forstjóri IEA, segir að okumarkaðir og stefna hafi breyst vegna innrásar Rússa í Úkraínu til langs tíma. „Orkugeirinn er að breytast gríðarlega fyrir framan nefið á okkur. Viðbrögð ríkisstjórna um allan heim gefa fyrirheit um að marka sögulega og afgerandi vatnaskil í átt að hreinni, ódýrari og öruggari orkukerfi,“ segir hann. Stofnun hans áætlar að fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum nemi meira en tveimur biljónum dollara fyrir árið 2030 og verði þannig helmingi meiri en hún er nú. Ef loftslagsmarkmið ríkja heims eiga að nást þurfi þó að tvöfalda þá upphæð. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar að dvína Miðað við núverandi markmið sem ríki hafa sett sér ætti eftirspurn eftir kolum að hjaðna aftur á fáum árum. Jarðgasnotkun nái hámarki fyrir lok þessa áratugs og aukin sala á rafbílum er talin leiða til þess að eftirspurn eftir olíu byrji að fletjast út upp úr miðjum fjórða áratugnum og dvína lítillega um miðja öldina. Heildareftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar þannig að dala stöðugt frá miðjum þessum áratug. Árlegur samdráttur fram á miðja öldina er talin nema um það bil heildarlífstímaframleiðslu stórrar olíulindar. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar miðað við þessa orkusamsetningu heimsins. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að í Parísarsamkomulaginu til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Áætlað er að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030 til þess að það markmið geti náðst. „Þessi skýrsla færir sterk efnahagsleg rök fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum sem eru ekki aðeins samkeppnishæfari og ódýrari en jarðefnaeldsneyti heldur hafa þeir reynst seigari andspænis efnahagslegum og landfræðipólitískum kreppum,“ segir Maria Pastukhova, ráðgjafi hjá loftslagsmálahugveitunni E3G, við AP-fréttastofuna. Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Orkukreppan sem dynur nú á heimsbyggðinni er sögð ámenning um hversu brothætt og ósjálfbært núverandi orkukerfi heimsins er, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um stöðu orkumála sem birtist í dag. Framleiðsla og viðskipti með orku fóru úr skorðum í kórónveiruheimsfaraldrinum en innrás Rússa í Úkraína er sögð hafa skapað algeran glundroða á orkumarkaði. Þannig hafi viðskipti með jarðgas á milli Rússlands og Evrópu stöðvast vegna gagnkvæmra viðskiptaþvingana. Verð á jarðgasi er því í áður óþekktum hæðum og fer reglulega yfir það sem jafngildir um 250 dollara fyrir olíutunnu. Kolaverð er einnig sögulega hátt og olíutunnan fór vel yfir hundrað dollara á tunnu um mitt árið. Verðhækkanir á gasi og kolum eru sagðar skýra 90% af þeim verðhækkunum sem hafa orðið á orku í heiminum. Ríki heims hafa meðal annars brugðist við með því að reyna að tryggja sér orku annars staðar frá en frá Rússlandi, auka eigin framleiðslu á orku með olíu- og kolum, lenga líftíma kjarnorkuvera og setja aukinn kraft í uppbyggingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Stefnir í helmingi meiri fjárfestingu í endurnýjanlegri orku Fatih Birol, forstjóri IEA, segir að okumarkaðir og stefna hafi breyst vegna innrásar Rússa í Úkraínu til langs tíma. „Orkugeirinn er að breytast gríðarlega fyrir framan nefið á okkur. Viðbrögð ríkisstjórna um allan heim gefa fyrirheit um að marka sögulega og afgerandi vatnaskil í átt að hreinni, ódýrari og öruggari orkukerfi,“ segir hann. Stofnun hans áætlar að fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum nemi meira en tveimur biljónum dollara fyrir árið 2030 og verði þannig helmingi meiri en hún er nú. Ef loftslagsmarkmið ríkja heims eiga að nást þurfi þó að tvöfalda þá upphæð. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar að dvína Miðað við núverandi markmið sem ríki hafa sett sér ætti eftirspurn eftir kolum að hjaðna aftur á fáum árum. Jarðgasnotkun nái hámarki fyrir lok þessa áratugs og aukin sala á rafbílum er talin leiða til þess að eftirspurn eftir olíu byrji að fletjast út upp úr miðjum fjórða áratugnum og dvína lítillega um miðja öldina. Heildareftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar þannig að dala stöðugt frá miðjum þessum áratug. Árlegur samdráttur fram á miðja öldina er talin nema um það bil heildarlífstímaframleiðslu stórrar olíulindar. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar miðað við þessa orkusamsetningu heimsins. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að í Parísarsamkomulaginu til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Áætlað er að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030 til þess að það markmið geti náðst. „Þessi skýrsla færir sterk efnahagsleg rök fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum sem eru ekki aðeins samkeppnishæfari og ódýrari en jarðefnaeldsneyti heldur hafa þeir reynst seigari andspænis efnahagslegum og landfræðipólitískum kreppum,“ segir Maria Pastukhova, ráðgjafi hjá loftslagsmálahugveitunni E3G, við AP-fréttastofuna.
Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42