Tókst ekki að sanna meint einelti af hálfu Írisar Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 20:18 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. vísir/Jói K Vestmannaeyjabær var í gær sýknaður af öllum kröfum fyrrverandi yfirhafnsögumanns Vestmannaeyjahafnar vegna þess að hann var ekki ráðinn í stöðu hafnarstjóra. Hann bar Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum vegna meints eineltis í hans garð. Vestmannaeyjahöfn var hins vegar dæmd til að greiða manninum bætur vegna ágalla á ráðningarferlinu. Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakaði Írisi um einelti og lygar og sagði starfi sínu lausu vegna málsins síðasta sumar. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sakaði hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar en hann yrði ráðinn í starfið. Þá sagði hann að hann sæi sér ekki annan kost færan en að flytja frá Vestmannaeyjum. Eftir að hafa ekki fengið starfið höfðaði Andrés mál á hendur Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn. Í gær féll dómur í málinu sem hefur þó ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands. Bæjarmiðillinn Eyjar.net greinir frá niðurstöðum málsins. Einelti ekki sannað Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Andrési hafi ekki tekist að sanna að hann hefði þurft að þola yfirgang og ósanngjarna framkomu af hálfu bæjarstjórans eða starfsmanna bæjarins. Vestmannaeyjabær var þess vegna sýknaður af öllum kröfum Andrésar. Hins vegar segir í dóminum að brotalamir hafi verið á ráðningarferlinu þegar Dóra Björk Gunnarsdóttir var ráðin hafnarstjóri. Þar segir að hafnarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni né veitt stefnanda andmælarétt vegna greinargerðar Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið. Andrés sagðist á sínum tíma vera sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu, sem unnið var að Hagvangi, hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann sagði að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Vegna brotalama á ráðningarferlinu var Vestmannaeyjahöfn dæmd til að greiða Andrési 600 þúsund krónur í miskabætur auk 3,6 milljóna króna í málskostnað. Vestmannaeyjar Dómsmál Hafnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakaði Írisi um einelti og lygar og sagði starfi sínu lausu vegna málsins síðasta sumar. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sakaði hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar en hann yrði ráðinn í starfið. Þá sagði hann að hann sæi sér ekki annan kost færan en að flytja frá Vestmannaeyjum. Eftir að hafa ekki fengið starfið höfðaði Andrés mál á hendur Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn. Í gær féll dómur í málinu sem hefur þó ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands. Bæjarmiðillinn Eyjar.net greinir frá niðurstöðum málsins. Einelti ekki sannað Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Andrési hafi ekki tekist að sanna að hann hefði þurft að þola yfirgang og ósanngjarna framkomu af hálfu bæjarstjórans eða starfsmanna bæjarins. Vestmannaeyjabær var þess vegna sýknaður af öllum kröfum Andrésar. Hins vegar segir í dóminum að brotalamir hafi verið á ráðningarferlinu þegar Dóra Björk Gunnarsdóttir var ráðin hafnarstjóri. Þar segir að hafnarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni né veitt stefnanda andmælarétt vegna greinargerðar Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið. Andrés sagðist á sínum tíma vera sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu, sem unnið var að Hagvangi, hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann sagði að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Vegna brotalama á ráðningarferlinu var Vestmannaeyjahöfn dæmd til að greiða Andrési 600 þúsund krónur í miskabætur auk 3,6 milljóna króna í málskostnað.
Vestmannaeyjar Dómsmál Hafnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira