Tókst ekki að sanna meint einelti af hálfu Írisar Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 20:18 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. vísir/Jói K Vestmannaeyjabær var í gær sýknaður af öllum kröfum fyrrverandi yfirhafnsögumanns Vestmannaeyjahafnar vegna þess að hann var ekki ráðinn í stöðu hafnarstjóra. Hann bar Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum vegna meints eineltis í hans garð. Vestmannaeyjahöfn var hins vegar dæmd til að greiða manninum bætur vegna ágalla á ráðningarferlinu. Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakaði Írisi um einelti og lygar og sagði starfi sínu lausu vegna málsins síðasta sumar. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sakaði hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar en hann yrði ráðinn í starfið. Þá sagði hann að hann sæi sér ekki annan kost færan en að flytja frá Vestmannaeyjum. Eftir að hafa ekki fengið starfið höfðaði Andrés mál á hendur Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn. Í gær féll dómur í málinu sem hefur þó ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands. Bæjarmiðillinn Eyjar.net greinir frá niðurstöðum málsins. Einelti ekki sannað Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Andrési hafi ekki tekist að sanna að hann hefði þurft að þola yfirgang og ósanngjarna framkomu af hálfu bæjarstjórans eða starfsmanna bæjarins. Vestmannaeyjabær var þess vegna sýknaður af öllum kröfum Andrésar. Hins vegar segir í dóminum að brotalamir hafi verið á ráðningarferlinu þegar Dóra Björk Gunnarsdóttir var ráðin hafnarstjóri. Þar segir að hafnarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni né veitt stefnanda andmælarétt vegna greinargerðar Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið. Andrés sagðist á sínum tíma vera sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu, sem unnið var að Hagvangi, hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann sagði að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Vegna brotalama á ráðningarferlinu var Vestmannaeyjahöfn dæmd til að greiða Andrési 600 þúsund krónur í miskabætur auk 3,6 milljóna króna í málskostnað. Vestmannaeyjar Dómsmál Hafnarmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakaði Írisi um einelti og lygar og sagði starfi sínu lausu vegna málsins síðasta sumar. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sakaði hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar en hann yrði ráðinn í starfið. Þá sagði hann að hann sæi sér ekki annan kost færan en að flytja frá Vestmannaeyjum. Eftir að hafa ekki fengið starfið höfðaði Andrés mál á hendur Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn. Í gær féll dómur í málinu sem hefur þó ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands. Bæjarmiðillinn Eyjar.net greinir frá niðurstöðum málsins. Einelti ekki sannað Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Andrési hafi ekki tekist að sanna að hann hefði þurft að þola yfirgang og ósanngjarna framkomu af hálfu bæjarstjórans eða starfsmanna bæjarins. Vestmannaeyjabær var þess vegna sýknaður af öllum kröfum Andrésar. Hins vegar segir í dóminum að brotalamir hafi verið á ráðningarferlinu þegar Dóra Björk Gunnarsdóttir var ráðin hafnarstjóri. Þar segir að hafnarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni né veitt stefnanda andmælarétt vegna greinargerðar Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið. Andrés sagðist á sínum tíma vera sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu, sem unnið var að Hagvangi, hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann sagði að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Vegna brotalama á ráðningarferlinu var Vestmannaeyjahöfn dæmd til að greiða Andrési 600 þúsund krónur í miskabætur auk 3,6 milljóna króna í málskostnað.
Vestmannaeyjar Dómsmál Hafnarmál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent