Samkomulag um að banna nýja jarðefnaeldsneytisbíla í höfn Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 08:37 Nýir bensín- og dísilbílar verða í reynd bannaðir innan Evrópu eftir 2035 með lögum sem samstaða hefur nú náðst um. Vísir/EPA Evrópusambandið náði samkomulagi um lög sem myndu í reynd banna nýja bensín- og dísilbíla frá og með árinu 2035 í dag. Samkvæmt því þurfa bílaframleiðendur að ná 100% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda innan þrettán ára. Fulltrúar aðildarríkjanna 27, Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar tilkynntu um samkomulagið í dag. Jan Huitema, aðalsamningamaður Evrópuþingsins, lýsti því sem góðum fréttum fyrir ökumenn þar sem bílar sem losa ekki koltvísýring verði ódýrari og aðgengilegri fyrir alla. Auknar kröfur verða einnig gerðar til losunar þeirra jarðefnaeldsneytisbíla sem verða seldir frá og með 2030. Fólksbílar þurfa að losa 55 prósent minni koltvísýring en árið 2021. Núverandi markmið er 37,5 prósent samdráttur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Sendiferðabílar þurfa að verða helmingi sparneytnari fyrir 2030. Lögin eru liður í áætlun Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni um 55 prósent fyrir lok áratugsins miðað við losun árið 1990 og þau fyrstu sem formlegt samkomulag næst um. Evrópusambandið vonast til þess að hægt verði að tilkynna um samkomulag um tvær meiriháttar loftslagsaðgerðir til viðbótar fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næstu viku. Annars vegar um aukna bindingu kolefnis og bindandi landsmarkmið um samdrátt í losun. Vísindamenn áætla að mannkynið allt þurfi að draga úr losun sinni um 45 prósent fyrir lok þessa áratugs ef það ætlar að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu fyrir lok aldarinnar. Að óbreyttu stefnir í að hlýnunin nái tveimur og hálfri gráðu. Vistvænir bílar Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Fulltrúar aðildarríkjanna 27, Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar tilkynntu um samkomulagið í dag. Jan Huitema, aðalsamningamaður Evrópuþingsins, lýsti því sem góðum fréttum fyrir ökumenn þar sem bílar sem losa ekki koltvísýring verði ódýrari og aðgengilegri fyrir alla. Auknar kröfur verða einnig gerðar til losunar þeirra jarðefnaeldsneytisbíla sem verða seldir frá og með 2030. Fólksbílar þurfa að losa 55 prósent minni koltvísýring en árið 2021. Núverandi markmið er 37,5 prósent samdráttur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Sendiferðabílar þurfa að verða helmingi sparneytnari fyrir 2030. Lögin eru liður í áætlun Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni um 55 prósent fyrir lok áratugsins miðað við losun árið 1990 og þau fyrstu sem formlegt samkomulag næst um. Evrópusambandið vonast til þess að hægt verði að tilkynna um samkomulag um tvær meiriháttar loftslagsaðgerðir til viðbótar fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næstu viku. Annars vegar um aukna bindingu kolefnis og bindandi landsmarkmið um samdrátt í losun. Vísindamenn áætla að mannkynið allt þurfi að draga úr losun sinni um 45 prósent fyrir lok þessa áratugs ef það ætlar að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu fyrir lok aldarinnar. Að óbreyttu stefnir í að hlýnunin nái tveimur og hálfri gráðu.
Vistvænir bílar Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42