Jerry Lee Lewis er látinn Árni Sæberg skrifar 28. október 2022 17:34 Jerry Lee Lewis var tekinn inn í heiðurshöll kántrítónlistar fyrr á árinu. Jason Kempin/Getty Images Tónlistarmaðurinn Jerry Lee Lewis er látinn 87 ára að aldri. Lewis lést í dag, að því er segir í fréttatilkynningu frá útgefanda hans, Zach Farnum. Þar segir að Lewis hafi verið alvarlega veikur síðastliðin ár og að hann hafi verið tilbúinn að fara yfir móðuna miklu. Athygli vakti á dögunum þegar dægurmiðilinn TMZ tilkynnti að Lewis væri látinn en dró frétt þess efnis síðan til baka eftir að í ljós kom að Lewis var enn á lífi. Útgefandinn Zach Farnum vandaði blaðamanni TMZ ekki kveðjurnar eftir það. Lackluster journalism at its worst. @HarveyLevinTMZ - check your sources. Quit being a coward and call me back. https://t.co/7DSDJHPmsZ— Zach Farnum (@zachfarnum) October 26, 2022 Umdeild goðsögn Óhætt er að fullyrða að Lewis sé á meðal áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar en hann var einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar ásamt mönnum á borð við Elvis Presley, Chuck Berry, Buddy Holly og Johnny Cash. Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great balls of fire og Whole lotta shakin' goin' on. Í spilaranum hér að neðan má sjá hann flytja síðarnefnda lagið. Lewis var umdeildur maður nánast allan hans feril en árið 1958 komust fréttamenn á snoðir um það að hann hefði kvænst þrettán ára gamalli frænku sinni, Myru Gale Brown, á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonu sinni. Ferill hans tók þá skarpa dýfu niður á við og hann fór að glíma við áfengis- og fíkniefnadrauginn. Tónlistarbransinn vestanhafs fyrirgaf honum hins vegar á sjöunda áratugnum og hann hélt áfram að semja tónlist allt til ársins 2006. Lewis lætur eftir sig eiginkonuna Judith Coghlan Lewis og fjögur uppkomin börn. Tveir synir hans eru þegar látnir. Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Lewis lést í dag, að því er segir í fréttatilkynningu frá útgefanda hans, Zach Farnum. Þar segir að Lewis hafi verið alvarlega veikur síðastliðin ár og að hann hafi verið tilbúinn að fara yfir móðuna miklu. Athygli vakti á dögunum þegar dægurmiðilinn TMZ tilkynnti að Lewis væri látinn en dró frétt þess efnis síðan til baka eftir að í ljós kom að Lewis var enn á lífi. Útgefandinn Zach Farnum vandaði blaðamanni TMZ ekki kveðjurnar eftir það. Lackluster journalism at its worst. @HarveyLevinTMZ - check your sources. Quit being a coward and call me back. https://t.co/7DSDJHPmsZ— Zach Farnum (@zachfarnum) October 26, 2022 Umdeild goðsögn Óhætt er að fullyrða að Lewis sé á meðal áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar en hann var einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar ásamt mönnum á borð við Elvis Presley, Chuck Berry, Buddy Holly og Johnny Cash. Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great balls of fire og Whole lotta shakin' goin' on. Í spilaranum hér að neðan má sjá hann flytja síðarnefnda lagið. Lewis var umdeildur maður nánast allan hans feril en árið 1958 komust fréttamenn á snoðir um það að hann hefði kvænst þrettán ára gamalli frænku sinni, Myru Gale Brown, á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonu sinni. Ferill hans tók þá skarpa dýfu niður á við og hann fór að glíma við áfengis- og fíkniefnadrauginn. Tónlistarbransinn vestanhafs fyrirgaf honum hins vegar á sjöunda áratugnum og hann hélt áfram að semja tónlist allt til ársins 2006. Lewis lætur eftir sig eiginkonuna Judith Coghlan Lewis og fjögur uppkomin börn. Tveir synir hans eru þegar látnir.
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira