Segir að United sé loksins að nálgast sitt besta á ný Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 09:30 Pep Guardiola er hrifinn af því sem hann hefur séð undanfarnar vikur hjá Manchester United. Lynne Cameron - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, segir að nágrannar sínir í Manchester United séu loksins að nálgast sitt besta á ný og að liðið geti bráðlega farið að berjast á toppnum í ensku úrvalsdeildinni. United hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan þjálfarinn Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013 og þá hefur liðið ekki unnið titil síðan árið 2017. Nú er United hins vegar taplaust í sjö leikjum í röð, eða síðan liðið mátti þola 6-3 tap gegn Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City í byrjun októbermánaðar. „Ég hef á tilfinningunni að United sé að koma aftur,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Loksins er United að koma aftur. Ég sá það á fimmtudaginn og í fyrri hálfleik á móti Chelsea,“ bætti Spánverjinn við, en United vann 3-0 sigur gegn Sheriff Tiraspol í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag og gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea um seinustu helgi. „Ég hef sagt það að ég er hrifinn af því sem ég hef séð hjá United undanfarið. Það verða fullt af liðum eins og United að berjast. Þess vegna þarftu að berjast fyrir því að komast í Meistaradeildina og berjast fyrir titlinum.“ Pep Guardiola: "I have the feeling United are coming back. I've seen it on Thursday, against Chelsea the first half." #mufc https://t.co/VHAF35Zw5L pic.twitter.com/AUXkhQp4JK— Man United News (@ManUtdMEN) October 29, 2022 Þá talaði Guardiola einnig um að lið eins og Newcastle væru mætt í baráttuna um Meistaradeildarsæti. „Newcastle er nú þegar komið þangað. Ég sá þá á móti Tottenham þar sem miðverðirnir þeirra mættu Kane og Son án nokkurra vandræða.“ „Við vitum hversu góður stjóri Eddie Howe er. Þeir eru með nýja leikmenn, þeir eru hugrakkir og þeir eiga góða möguleika á að vera í þessari baráttu,“ sagði stjórinn að lokum. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
United hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan þjálfarinn Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013 og þá hefur liðið ekki unnið titil síðan árið 2017. Nú er United hins vegar taplaust í sjö leikjum í röð, eða síðan liðið mátti þola 6-3 tap gegn Guardiola og lærisveinum hans í Manchester City í byrjun októbermánaðar. „Ég hef á tilfinningunni að United sé að koma aftur,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær. „Loksins er United að koma aftur. Ég sá það á fimmtudaginn og í fyrri hálfleik á móti Chelsea,“ bætti Spánverjinn við, en United vann 3-0 sigur gegn Sheriff Tiraspol í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag og gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea um seinustu helgi. „Ég hef sagt það að ég er hrifinn af því sem ég hef séð hjá United undanfarið. Það verða fullt af liðum eins og United að berjast. Þess vegna þarftu að berjast fyrir því að komast í Meistaradeildina og berjast fyrir titlinum.“ Pep Guardiola: "I have the feeling United are coming back. I've seen it on Thursday, against Chelsea the first half." #mufc https://t.co/VHAF35Zw5L pic.twitter.com/AUXkhQp4JK— Man United News (@ManUtdMEN) October 29, 2022 Þá talaði Guardiola einnig um að lið eins og Newcastle væru mætt í baráttuna um Meistaradeildarsæti. „Newcastle er nú þegar komið þangað. Ég sá þá á móti Tottenham þar sem miðverðirnir þeirra mættu Kane og Son án nokkurra vandræða.“ „Við vitum hversu góður stjóri Eddie Howe er. Þeir eru með nýja leikmenn, þeir eru hugrakkir og þeir eiga góða möguleika á að vera í þessari baráttu,“ sagði stjórinn að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira