Dalamanni ársins sagt upp fyrir að tala of mikið Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2022 06:00 Rebecca rekur dýraathvarf í Dölunum. Hún ætlar að halda áfram að bjarga dýrum þar og bjóða fólki í heimsókn. Facebook Rebeccu Cathrine Kaad Ostenfeld, sem útnefnd var Dalamaður ársins 2022, var í gær sagt upp störfum í Krambúðinni í Búðardal. Formleg ástæða uppsagnarinnar var skipulagsbreyting en verslunarstjórinn sagði Rebeccu einfaldlega tala of mikið við viðskiptavini. Rebecca hafði starfað fyrir krambúðina og fyrirrennara hennar í Búðardal í rúm tíu ár. Hún er dönsk en hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Í störfum sínum hefur hún getið sér orðstír sem hjartahlý og jákvæð manneskja sem tekur öllum viðskiptavinum opnum örmum. Það varð, meðal annars, til þess að hún var útnefnd Dalamaður ársins í sumar. Nú er hins vegar ljóst að Rebecca, eða Rebba eins og hún er ávallt kölluð, mun ekki framar taka á móti viðskiptavinum með brosi eða jafnvel faðmlagi. Hún var nefnilega rekin í gærmorgun. Í samtali við Vísi segir hún að hún hafi ákveðið að greina frá uppsögninni opinberlega enda fréttist hlutirnir hratt í litlu samfélagi eins og Dölunum. Viðbrögðin hafa vægast sagt ekki setið á sér, gríðarlegur fjöldi fólks hefur ritað athugasemdir við færslu hennar á Facebook og lýst yfir gríðarlegri óánægju sinni með ákvörðun Samkaupa, sem reka Krambúðina. Viðskiptavinir eru í öngum sínum Rebecca segir að mikill fjöldi fólks hafi haft persónulega samband við hana í dag. Síminn hafi ekki stoppað frá því að henni var sagt upp í morgun og hún hafi grátið í allan dag. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt, að mínum viðskiptavinum líði illa yfir þessu. Það hringdi einn grátandi áðan og sagði fyrirgefðu að ég hafi talað svona mikið við þig í vinnunni. Ég vona að það sé ekki mér að kenna að þú hafir verið rekin,“ segir Rebecca. Einn dyggur viðskiptavinur hafði samband við Vísi í kvöld til þess að vekja athygli á málinu. Sá lýsti Rebeccu einfaldlega sem jákvæðustu konu landsins. „Ég hef oft farið þarna og þá á rútu með fólk og alltaf er talað um jákvæðu og brosmildu konuna í búðinni,“ segir hann. Fylgdist með börnum vaxa úr grasi Sem áður segir hafði Rebecca starfað í búðinni í tíu ár og búið í Dölunum í tvo áratugi. Á þeim tíma hefur hún tengst fólkinu í sveitinni miklum böndum. Hún segist hafa fylgst með börnum vaxa úr grasi og verða fullorðnir viðskiptavinir hennar. Hún hafi meira að segja rétt fólki í sveitinni hjálparhönd þegar það hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þó eru það ekki einungis vinir úr sveitinni sem munu sakna hennar. „Fólk kemur hérna til mín, sem ég þekki ekki neitt og segir, veistu það Rebba, ég er að stoppa hérna af því það er svo svo gaman að koma til þín. Takk fyrir að vera svona dásamleg. Svo er maður bara rekinn, bara sagt upp vegna skipulagsbreytinga,“ segir Rebecca. „Mér finnst svo mikilvægt að við tölum saman, stöndum saman til að gera lífið betra. Eitt lítið bros, eitt lítið knús, smá grín, þetta sakar ekki neinn. Og ég er að vinna, það er ekki eins og ég sitji bara á stól og sé að kjafta,“ segir Rebecca að lokum. Dalabyggð Vinnumarkaður Verslun Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Rebecca hafði starfað fyrir krambúðina og fyrirrennara hennar í Búðardal í rúm tíu ár. Hún er dönsk en hefur búið hér á landi í tuttugu ár. Í störfum sínum hefur hún getið sér orðstír sem hjartahlý og jákvæð manneskja sem tekur öllum viðskiptavinum opnum örmum. Það varð, meðal annars, til þess að hún var útnefnd Dalamaður ársins í sumar. Nú er hins vegar ljóst að Rebecca, eða Rebba eins og hún er ávallt kölluð, mun ekki framar taka á móti viðskiptavinum með brosi eða jafnvel faðmlagi. Hún var nefnilega rekin í gærmorgun. Í samtali við Vísi segir hún að hún hafi ákveðið að greina frá uppsögninni opinberlega enda fréttist hlutirnir hratt í litlu samfélagi eins og Dölunum. Viðbrögðin hafa vægast sagt ekki setið á sér, gríðarlegur fjöldi fólks hefur ritað athugasemdir við færslu hennar á Facebook og lýst yfir gríðarlegri óánægju sinni með ákvörðun Samkaupa, sem reka Krambúðina. Viðskiptavinir eru í öngum sínum Rebecca segir að mikill fjöldi fólks hafi haft persónulega samband við hana í dag. Síminn hafi ekki stoppað frá því að henni var sagt upp í morgun og hún hafi grátið í allan dag. „Mér finnst þetta svo ósanngjarnt, að mínum viðskiptavinum líði illa yfir þessu. Það hringdi einn grátandi áðan og sagði fyrirgefðu að ég hafi talað svona mikið við þig í vinnunni. Ég vona að það sé ekki mér að kenna að þú hafir verið rekin,“ segir Rebecca. Einn dyggur viðskiptavinur hafði samband við Vísi í kvöld til þess að vekja athygli á málinu. Sá lýsti Rebeccu einfaldlega sem jákvæðustu konu landsins. „Ég hef oft farið þarna og þá á rútu með fólk og alltaf er talað um jákvæðu og brosmildu konuna í búðinni,“ segir hann. Fylgdist með börnum vaxa úr grasi Sem áður segir hafði Rebecca starfað í búðinni í tíu ár og búið í Dölunum í tvo áratugi. Á þeim tíma hefur hún tengst fólkinu í sveitinni miklum böndum. Hún segist hafa fylgst með börnum vaxa úr grasi og verða fullorðnir viðskiptavinir hennar. Hún hafi meira að segja rétt fólki í sveitinni hjálparhönd þegar það hefur gengið í gegnum erfiðleika. Þó eru það ekki einungis vinir úr sveitinni sem munu sakna hennar. „Fólk kemur hérna til mín, sem ég þekki ekki neitt og segir, veistu það Rebba, ég er að stoppa hérna af því það er svo svo gaman að koma til þín. Takk fyrir að vera svona dásamleg. Svo er maður bara rekinn, bara sagt upp vegna skipulagsbreytinga,“ segir Rebecca. „Mér finnst svo mikilvægt að við tölum saman, stöndum saman til að gera lífið betra. Eitt lítið bros, eitt lítið knús, smá grín, þetta sakar ekki neinn. Og ég er að vinna, það er ekki eins og ég sitji bara á stól og sé að kjafta,“ segir Rebecca að lokum.
Dalabyggð Vinnumarkaður Verslun Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira