Endurkomusigur tryggði Tottenham sæti í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2022 22:06 Pierre-Emile Hojbjerg tryggði Tottenham sigurinn. Clive Rose/Getty Images Tottenham snéri taflinu við er liðið heimsótti Marseille í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Eftir að hafa lent undir seint í fyrri hálfleik snéru liðsmenn Tottenham leiknum sér í hag og unnu að lokum sterkan 1-2 sigur. Heimamenn í Marseille höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og sóttu stíft að marki Lundúnaliðsins. Vörn gestanna stóð þó vel, en heimamenn náðu þó forystunni með góðu skallamarki frá Chancel Mbemba á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Gestirnir mættu þó ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og Clement Lenglet jafnaði metin á 54. mínútu eftir fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Bæði lið gerðu sig svo líkleg til að stela sigrinum og það gerðu gestirnir í Tottenham þegar Pierre-Emile Hojbjerg slapp einn í gegn á fimmtu mínútu uppbótartíma. Niðurstaðan því 1-2 sigur Tottenham sem tryggði sér efsta sæti D-riðils með sigrinum. Liðið endar með 11 stig, einu stigi meira en Frankfurt sem fylgir liðinu áfram í 16-liða úrslit. Marseille endar hins vegar í neðsta sæti riðilsins með sex stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Tottenham snéri taflinu við er liðið heimsótti Marseille í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Eftir að hafa lent undir seint í fyrri hálfleik snéru liðsmenn Tottenham leiknum sér í hag og unnu að lokum sterkan 1-2 sigur. Heimamenn í Marseille höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og sóttu stíft að marki Lundúnaliðsins. Vörn gestanna stóð þó vel, en heimamenn náðu þó forystunni með góðu skallamarki frá Chancel Mbemba á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. Gestirnir mættu þó ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og Clement Lenglet jafnaði metin á 54. mínútu eftir fyrirgjöf frá Ivan Perisic. Bæði lið gerðu sig svo líkleg til að stela sigrinum og það gerðu gestirnir í Tottenham þegar Pierre-Emile Hojbjerg slapp einn í gegn á fimmtu mínútu uppbótartíma. Niðurstaðan því 1-2 sigur Tottenham sem tryggði sér efsta sæti D-riðils með sigrinum. Liðið endar með 11 stig, einu stigi meira en Frankfurt sem fylgir liðinu áfram í 16-liða úrslit. Marseille endar hins vegar í neðsta sæti riðilsins með sex stig.