Hörður er á sínu fyrsta tímabili í Olís deild karla en hefur tapað sjö fyrstu leikjum sínum í vetur.
„Ég er með smá skilaboð. Má ég lesa,“ spurði Jóhann Gunnar og fékk síðan orðið frá Stefáni Árna Pálssyni, umsjónarmanni Seinni bylgjunnar.
„Við erum búnir að tala oft um að Harðarmenn, Harðverjar, eru alltaf að gera sömu mistökin. Þeir byrja leiki illa en svo eiga þeir oft góða og fína seinni hálfleiki. Svo fattaði ég: Þeir tala allir ensku og skilja ekkert hvað við erum að segja,“ sagði Jóhann Gunnar.
„Þannig að ég er með smá skilaboð ef það er í lagi að ég lesi þetta á ensku. Þetta er ekkert langt en bara svo að þeir skilji,“ sagði Jóhann.
„Við erum hérna líka til að hjálpa,“ skaut Stefán Árni inn í.
„Dear Hardmen," byrjaði Jóhann Gunnar en það má hlusta á öll skilaboðin hér fyrir neðan.