Bíó og sjónvarp

ET selst til hæst­bjóðanda

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kvikmyndin E.T. the Extra-Terrestrial hét „Geimveran“ hér á Íslandi. Hér má sjá leikstjóra myndarinnar, Steven Spielberg, ásamt líkaninu sem er til sölu.
Kvikmyndin E.T. the Extra-Terrestrial hét „Geimveran“ hér á Íslandi. Hér má sjá leikstjóra myndarinnar, Steven Spielberg, ásamt líkaninu sem er til sölu. Getty/Aaron Rapoport

Upprunalega líkanið af geimverunni E.T. sem notað var við tökur á kvikmynd Steven Spielberg E.T. The Extra-Terrestrial fer á uppboð í desember. Talið er að líkanið muni seljast á um það bil þrjár milljónir dollara, rúmar 430 milljónir íslenskra króna. 

Líkanið, sem er í rauninni vélmenni, var talið á sínum tíma vera verkfræðilegt undur en kvikmyndin um E.T. var frumsýnd árið 2022, fyrir fjörutíu árum síðan. Líkanið var hannað af Carlo Rambaldi en alls þurfti tólf manns til að stýra því við tökur. 

Fleiri minjar úr kvikmyndinni munu einnig vera til sölu á uppboðinu, til dæmis upprunaleg skissa af geimverunni og fleira.

Uppboðið fer fram dagana 17. og 18. desember næstkomandi í Beverly Hills í Kaliforníu-ríki og kallast The Icons and Idols: Hollywood. 

Einnig verða gripir úr fleiri kvikmyndum til sölu, til dæmis Nimbus 2000 kústurinn úr kvikmyndinni um Harry Potter og viskusteininn og Gryffindor-trefill sem notast var við tökur á sömu mynd. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.