Stóru spurningarnar: „Packers verður langt frá því að komast í úrslitakeppnina“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2022 15:01 Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers virðast ekki eiga neitt erindi í úrslitakeppnina. Getty/Joshua Bessex Sigursælasta lið í sögu NFL-deildarinnar, Green Bay Packers, mun ekki komast í úrslitakeppnina í ár og raunar verða langt frá því að mati sérfræðinganna í Lokasókninni á Stöð 2 Sport. Í þætti gærkvöldsins velti Andri Ólafsson upp nokkrum stórum spurningum og þar á meðal þeirri hvort að Packers kæmust í úrslitakeppnina. „Stutta svarið er nei,“ svaraði Henry Birgir Gunnarsson. „Green Bay Packers getur ekki neitt. Eins og staðan er núna eru þrjú lið á undan þeim í að ná í wildcard-sæti, leikur liðsins mun versna og það eru betri lið sem eru á svipuðum slóðum sem munu skilja þá eftir í rykinu. Green Bay verður langt frá því að komast,“ sagði Henry. Eftir átta leiki af sautján er Green Bay aðeins með þrjá sigra í 2. sæti síns riðils, en Minnesota Vikins eru þar á toppnum með sex sigra. Liðið þarf því mikinn viðsnúning eða nógu marga sigra til að komast inn í úrslitakeppnina með „wildcard-sæti“, sem eitt þeirra liða sem vinna flesta sigra án þess að vinna sinn riðil. „Það væri ótrúlegt ef að þeir væru ekki að fara að komast þangað, með Aaron Rodgers enn þá í fínu formi,“ bendi Andri á en Eiríkur Stefán Ásgeirsson tók í sama streng og Henry: „Sammála þessu. Leiðin þeirra í úrslitakeppnina væri í gegnum riðilinn en Vikings eru að taka riðilinn og þeir [Green Bay Packers] munu ekki klára nógu marga sigra til að komast í wildcard.“ Stóru spurningarnar í þessari viku og svörin við þeim má sjá í broti úr þættinum hér að neðan. Klippa: Lokasóknin - Stóru spurningarnar Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira
Í þætti gærkvöldsins velti Andri Ólafsson upp nokkrum stórum spurningum og þar á meðal þeirri hvort að Packers kæmust í úrslitakeppnina. „Stutta svarið er nei,“ svaraði Henry Birgir Gunnarsson. „Green Bay Packers getur ekki neitt. Eins og staðan er núna eru þrjú lið á undan þeim í að ná í wildcard-sæti, leikur liðsins mun versna og það eru betri lið sem eru á svipuðum slóðum sem munu skilja þá eftir í rykinu. Green Bay verður langt frá því að komast,“ sagði Henry. Eftir átta leiki af sautján er Green Bay aðeins með þrjá sigra í 2. sæti síns riðils, en Minnesota Vikins eru þar á toppnum með sex sigra. Liðið þarf því mikinn viðsnúning eða nógu marga sigra til að komast inn í úrslitakeppnina með „wildcard-sæti“, sem eitt þeirra liða sem vinna flesta sigra án þess að vinna sinn riðil. „Það væri ótrúlegt ef að þeir væru ekki að fara að komast þangað, með Aaron Rodgers enn þá í fínu formi,“ bendi Andri á en Eiríkur Stefán Ásgeirsson tók í sama streng og Henry: „Sammála þessu. Leiðin þeirra í úrslitakeppnina væri í gegnum riðilinn en Vikings eru að taka riðilinn og þeir [Green Bay Packers] munu ekki klára nógu marga sigra til að komast í wildcard.“ Stóru spurningarnar í þessari viku og svörin við þeim má sjá í broti úr þættinum hér að neðan. Klippa: Lokasóknin - Stóru spurningarnar Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira