„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Ólafur Björn Sverrisson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2022 22:06 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er harðorður í garð lögreglu og telur trúverðugleika embættis ríkislögreglustjóra engan á meðan Sigríður Björk gegnir því embætti. Byssusmiður segir föður hennar standa að ólöglegri byssueign- og sölu. vísir/samsett Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. Byssusmiðurinn Agnar Guðjónsson hefur lýst undrun sinni á því að enginn innan lögreglu hafi viljað snerta á máli þar sem grunur var um að Guðjón Valdimarsson hafi selt ólöglega og hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl á netinu. Fjallað var um meint brot Guðjóns, föður ríkislögreglustjóra, fyrst í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður var harðorður í garð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við hann hefst þegar um 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: „Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á lögregla, þegar hún fær vitneskju um refsiverða háttsemi, þegar í stað að hefja rannsókn á þeirri meintu refsiverðu háttsemi. Það er augljóst af þessum dómi Landsréttar og héraðsdómi að upplýsingar um meinta refsiverða háttsemi föður ríkislögreglustjóra komu fram við skýrslutökur af manninum 10. júli 2018,“ segir Vilhjálmur. Þá þegar hafi því átt að hefja rannsókn á þeim þætti málsins. „Það væri maður sem héldi úti vopnasölusíðu, sem héti vopnasali.net, sem væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.“ „Heldur er ekki að sjá að athygli annarra stofnana, svo sem ríkissaksóknara, héraðssaksóknara eða ríkislögreglustjóra hafi verið vakin á þessu meinta hegningalagabroti.“ Vilhjálmur var þá spurður út í þýðingu málsins fyrir Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. „Ég tel að þetta hafi auðvitað mikla þýðingu fyrir hana og ríkislögreglustjóri hlýtur að liggja undir feldi núna og íhuga stöðu sína,“ segir Vilhjálmur og bætir við að trúverðugleiki embættis ríkislögreglustjóra sé enginn með hana í stafni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Byssusmiðurinn Agnar Guðjónsson hefur lýst undrun sinni á því að enginn innan lögreglu hafi viljað snerta á máli þar sem grunur var um að Guðjón Valdimarsson hafi selt ólöglega og hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl á netinu. Fjallað var um meint brot Guðjóns, föður ríkislögreglustjóra, fyrst í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður var harðorður í garð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við hann hefst þegar um 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: „Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á lögregla, þegar hún fær vitneskju um refsiverða háttsemi, þegar í stað að hefja rannsókn á þeirri meintu refsiverðu háttsemi. Það er augljóst af þessum dómi Landsréttar og héraðsdómi að upplýsingar um meinta refsiverða háttsemi föður ríkislögreglustjóra komu fram við skýrslutökur af manninum 10. júli 2018,“ segir Vilhjálmur. Þá þegar hafi því átt að hefja rannsókn á þeim þætti málsins. „Það væri maður sem héldi úti vopnasölusíðu, sem héti vopnasali.net, sem væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.“ „Heldur er ekki að sjá að athygli annarra stofnana, svo sem ríkissaksóknara, héraðssaksóknara eða ríkislögreglustjóra hafi verið vakin á þessu meinta hegningalagabroti.“ Vilhjálmur var þá spurður út í þýðingu málsins fyrir Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. „Ég tel að þetta hafi auðvitað mikla þýðingu fyrir hana og ríkislögreglustjóri hlýtur að liggja undir feldi núna og íhuga stöðu sína,“ segir Vilhjálmur og bætir við að trúverðugleiki embættis ríkislögreglustjóra sé enginn með hana í stafni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar
Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira