Pep Guardiola um hinn sautján ára Rico Lewis: Við gefum engar gjafir hér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 13:31 Rico Lewis fagnar marki sínu fyrir Manchester City á móti Sevilla í Meistaradeildinni í gær. Getty/Marc Atkins Rico Lewis varð í gærkvöldi annar yngsti Englendingurinn til að skora í Meistaradeildinni þegar hann skoraði í sigurleik Manchester City á móti Sevilla. Lewis var bara sautján ára og 346 daga í gær en hann hefur verið hjá Manchester City síðan hann var aðeins átta ára gamall. 17-year-old Rico Lewis was fired up to score his first Manchester City goal pic.twitter.com/f3NzH54BIX— B/R Football (@brfootball) November 2, 2022 Lewis fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistara og sló met Karim Benzema sem yngsti leikmaður til að skora í fyrsta byrjunarleik sínum í Meistaradeildinni. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði stráknum eftir leikinn. „Við gefum engar gjafir hér. Hann þurfti að vinna sér inn þetta tækifæri,“ sagði Pep Guardiola. „Fólkið elskar leikmenn úr akademíunni en við sjáum hann á hverjum degi. Við vitum að hann hefur gæði og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Pep. Guardiola tók Lewis með æfingaferðina til Bandaríkjanna í sumar eftir að unglingaþjálfarar félagsins ráðlögðu honum það. Hann sagði að leikmannahópurinn hafi átta sig á því eftir aðeins tvær mínútur á fyrstu æfingunni að þarna var ungur leikmaður sem væri hægt að reiða sig á. „Hann spilaði í nokkrar mínútur á móti Bayern München á undirbúningstímabilinu og tók einnig þátt í æfingunum. Okkur fannst hann hafa eitthvað sérstakt,“ sagði Pep. Youngest scorers ever on first #UCL start: Rico Lewis: 17 years and 346 days Karim Benzema: 17 years 352 days pic.twitter.com/vpXbn2Bl0u— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 2, 2022 Guardiola sagði líka að strákurinn verði að sýna þolinmæði því samkeppnin er mikil í hægri bakvarðarstöðunni hjá City en þar mun hann keppa við landsliðsmennina Joao Cancelo, Manuel Akanji og John Stones. „Stundum heldur maður að við þurfum að kaupa bakverði og það kostar oft sitt. Við getum aftur á móti gefið strákum úr akademíunni tækifæri og það er draumurinn. Þetta er gott fyrir fjárhag félagsins og ég er mjög ánægður með þessa ungu stráka hjá okkur,“ sagði Pep. „Að spila og skora er draumur að rætast fyrir hann. Þetta er bara fyrsta skrefið, fyrsti þrepið í stiganum. Þegar þú kemst inn í aðalliðið þá viltu meira og þetta ætti að auka matarlystina hans,“ sagði Guardiola léttur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira
Lewis var bara sautján ára og 346 daga í gær en hann hefur verið hjá Manchester City síðan hann var aðeins átta ára gamall. 17-year-old Rico Lewis was fired up to score his first Manchester City goal pic.twitter.com/f3NzH54BIX— B/R Football (@brfootball) November 2, 2022 Lewis fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistara og sló met Karim Benzema sem yngsti leikmaður til að skora í fyrsta byrjunarleik sínum í Meistaradeildinni. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði stráknum eftir leikinn. „Við gefum engar gjafir hér. Hann þurfti að vinna sér inn þetta tækifæri,“ sagði Pep Guardiola. „Fólkið elskar leikmenn úr akademíunni en við sjáum hann á hverjum degi. Við vitum að hann hefur gæði og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Pep. Guardiola tók Lewis með æfingaferðina til Bandaríkjanna í sumar eftir að unglingaþjálfarar félagsins ráðlögðu honum það. Hann sagði að leikmannahópurinn hafi átta sig á því eftir aðeins tvær mínútur á fyrstu æfingunni að þarna var ungur leikmaður sem væri hægt að reiða sig á. „Hann spilaði í nokkrar mínútur á móti Bayern München á undirbúningstímabilinu og tók einnig þátt í æfingunum. Okkur fannst hann hafa eitthvað sérstakt,“ sagði Pep. Youngest scorers ever on first #UCL start: Rico Lewis: 17 years and 346 days Karim Benzema: 17 years 352 days pic.twitter.com/vpXbn2Bl0u— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 2, 2022 Guardiola sagði líka að strákurinn verði að sýna þolinmæði því samkeppnin er mikil í hægri bakvarðarstöðunni hjá City en þar mun hann keppa við landsliðsmennina Joao Cancelo, Manuel Akanji og John Stones. „Stundum heldur maður að við þurfum að kaupa bakverði og það kostar oft sitt. Við getum aftur á móti gefið strákum úr akademíunni tækifæri og það er draumurinn. Þetta er gott fyrir fjárhag félagsins og ég er mjög ánægður með þessa ungu stráka hjá okkur,“ sagði Pep. „Að spila og skora er draumur að rætast fyrir hann. Þetta er bara fyrsta skrefið, fyrsti þrepið í stiganum. Þegar þú kemst inn í aðalliðið þá viltu meira og þetta ætti að auka matarlystina hans,“ sagði Guardiola léttur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Sjá meira