Að sjálfsögðu finnst þér erfitt að særa einhvern en þú getur ekki látið öllum líka við það sem þú vilt að gerist. Mikil spenna er í afstöðu himintunglanna frá fimmta til fimmtánda nóvember, en þú getur verið bjartsýnn því að endirinn verður góður fyrir þig.
Þér getur fundist þú vera dofinn og að vera kominn inn í lífsmynstur efnishyggjunnar, því að sú tilfinning slekkur á nýjum hugmyndun og einlægu orkunni þinni. En þessi kröftugi tími fær þig til þess að vakna, þú þarft að vera reiðubúinn frá sjöunda til níunda nóvember. Því að í því er þessi rosalega orkutíðni sem ýtir við þér og gerir lífið eitthvað svo miklu dásamlegra, svo haltu í þá tilfinningu. Það er mjög margt að fara til fortíðar og að enda. Þú finnur að karakterinn þinn er að breytast og þróast, því það þarf endalok til þess að fá nýtt upphaf.
Þú átt eftir að sjá í ríkum mæli hversu ríku innsæi þú býrð yfir en stundum svolítið furðulegu. Þú hefur svo mikla möguleika á því að verða ríkur af peningum, hvort sem það komi tímabil þar sem þú átt enga og auðvitað líka kaflar þar sem þú missir peninga, en þú munt alltaf fara upp aftur peningalega séð. Þetta er vegna þess að þú munt alltaf gefa í góðgerðarstarfsemi eða hjálpa þeim sem þurfa á því að halda.
Þú færð þau sterku hugboð að þú þurfir að drífa þig, að fara eitthvað svona einskonar óróleiki sem einkennir. En alls ekki fara eftir þessu, því þú átt að nota þessa hreyfiorku til þess að breyta heimilinu þínu, að byggja eitthvað nýtt, finna þér stað í náttúrunni og að tengjast indíjánaorkunni þinni. Allar breytingar sem munu eiga sér stað næstu 60 daga tengjast umhverfinu þínu og og hvernig þú breytir því.
Knús og kossar, Sigga Kling