Ísland á flottan fulltrúa meðal yngstu markaskorara Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 12:00 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu fyrir FCK á móti Borussia Dortmund á Parken. Getty/Jan Christensen Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var einn af yngstu leikmönnunum sem náðu að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Hákon Arnar skoraði eina mark danska liðsins FC Kaupmannahöfn í allri riðlakeppninni þegar hann tryggði liðinu jafntefli á móti Borussia Dortmund í fyrrakvöld. Hákon var aðeins nítján ára, sex mánaða og 23 daga þegar hann skoraði markið sitt. Hann var aðeins fjórði Íslendingurinn til að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Eins og sjá má hér fyrir neðan voru aðeins fimm yngri leikmenn sem náðu að skora í Meistaradeildinni í vetur. Sá yngsti var Norðmaðurinn Antonio Nusa sem var aðeins 17 ára, 4 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Club Brugge. Nusa varð þá annar yngsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar á eftir Barcelona stráknum Ansu Fati. Manchester City strákurinn Rico Lewis varð næstyngstur þegar hann skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með City sem var á móti Sevilla í fyrrakvöld. Lewis var aðeins 17 ára, 11 mánaða og 12 daga í gær. Þriðji yngsti markaskorari vetrarins var António Silva hjá Benfica sem var átján ára, ellefu mánaða og 24 daga þegar hann skoraði á móti Juventus. Fjórði á listanum er síðan Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund sem 19 ára, tveggja mánaða og átta daga þegar hann skoraði fyrsta markið sitt í Meistaradeildinni í vetur. Liverpool strákurinn Harvey Elliott var síðan bara fimmtán dögum yngri en Hákon þegar hann skoraði fyrir Liverpool á móti Rangers. Það er mjög gaman að sjá íslenskan fulltrúa á listanum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hákon Arnar skoraði eina mark danska liðsins FC Kaupmannahöfn í allri riðlakeppninni þegar hann tryggði liðinu jafntefli á móti Borussia Dortmund í fyrrakvöld. Hákon var aðeins nítján ára, sex mánaða og 23 daga þegar hann skoraði markið sitt. Hann var aðeins fjórði Íslendingurinn til að skora í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Eins og sjá má hér fyrir neðan voru aðeins fimm yngri leikmenn sem náðu að skora í Meistaradeildinni í vetur. Sá yngsti var Norðmaðurinn Antonio Nusa sem var aðeins 17 ára, 4 mánaða og 27 daga þegar hann skoraði fyrir Club Brugge. Nusa varð þá annar yngsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar á eftir Barcelona stráknum Ansu Fati. Manchester City strákurinn Rico Lewis varð næstyngstur þegar hann skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum sínum með City sem var á móti Sevilla í fyrrakvöld. Lewis var aðeins 17 ára, 11 mánaða og 12 daga í gær. Þriðji yngsti markaskorari vetrarins var António Silva hjá Benfica sem var átján ára, ellefu mánaða og 24 daga þegar hann skoraði á móti Juventus. Fjórði á listanum er síðan Jude Bellingham hjá Borussia Dortmund sem 19 ára, tveggja mánaða og átta daga þegar hann skoraði fyrsta markið sitt í Meistaradeildinni í vetur. Liverpool strákurinn Harvey Elliott var síðan bara fimmtán dögum yngri en Hákon þegar hann skoraði fyrir Liverpool á móti Rangers. Það er mjög gaman að sjá íslenskan fulltrúa á listanum hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira