Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 4. nóvember 2022 11:49 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir Sigríði Björk ríkislögreglustjóra hafa gert allt eftir bókinni þegar málið kom upp. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, þegar húsleit var gerð á heimili hans í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Undanfarna daga hafa vopnaviðskipti Guðjóns, sem er umsvifamikill vopnasali, verið til umfjöllunar. Minnst þrír menn hafa haldið því fram að hafa keypt hálfsjálfvirka riffla af Guðjóni og einn þeirra var sakfelldur fyrir eign ólöglega vopnsins í Landsrétti. Fram kemur í gögnum málins að lögreglumaðurinn sem sér um skráningu skotvopna á höfuðborgarsvæðinu hafi hvorki skoðað byssuna né óskað eftir upprunavottorði þegar hann skráði hana. Lögreglumaðurinn hafi þannig byggt skráninguna á vitnisburði Guðjóns um að byssan væri lögleg. Þá sagðist maðurinn hafa borgað 1,5 milljón fyrir byssuna í reiðufé en Guðjón sagðist hafa selt hana fyrir 700 þúsund. Hvorki kvittanir né reikningur voru til fyrir viðskiptunum. Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu en lögmenn hafa undanfarna daga furðað sig á að hann hafi ekki verið rannsakaður frekar og látinn hafa réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp í Reykjavík þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sagði sig frá málinu og rannsóknin flutt yfir til lögreglunnar á Vesturlandi. Lögreglan hefur verið sökuð um að hafa hlýft Guðjóni í málinu. „Ég hef engar upplýsingar um að slíkt hafi átt sér stað. Í þessu tilfelli sem kom upp þegar ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þá greindi hún frá tengslum sínum við ráðuneytið, hún sagði sig frá málinu og málið flutt til annars lögreglustjóraembættis,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Ljóst sé að breyta þurfi lögum um vopn. „Sú vinna stendur yfir, eins og ég hef boðað og ég geri ráð fyrir að henni ljúki jafnvel fyrir árslok. Þannig að það verði að sjá breytingar á vopnalöggjöfinni eftir áramót.“ Horfa má á viðtalið við Jón í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Tengdar fréttir Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að á fjórða tug óskráðra vopna hafi fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, þegar húsleit var gerð á heimili hans í tengslum við rannsókn á hryðjuverkamálinu svokallaða. Undanfarna daga hafa vopnaviðskipti Guðjóns, sem er umsvifamikill vopnasali, verið til umfjöllunar. Minnst þrír menn hafa haldið því fram að hafa keypt hálfsjálfvirka riffla af Guðjóni og einn þeirra var sakfelldur fyrir eign ólöglega vopnsins í Landsrétti. Fram kemur í gögnum málins að lögreglumaðurinn sem sér um skráningu skotvopna á höfuðborgarsvæðinu hafi hvorki skoðað byssuna né óskað eftir upprunavottorði þegar hann skráði hana. Lögreglumaðurinn hafi þannig byggt skráninguna á vitnisburði Guðjóns um að byssan væri lögleg. Þá sagðist maðurinn hafa borgað 1,5 milljón fyrir byssuna í reiðufé en Guðjón sagðist hafa selt hana fyrir 700 þúsund. Hvorki kvittanir né reikningur voru til fyrir viðskiptunum. Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu en lögmenn hafa undanfarna daga furðað sig á að hann hafi ekki verið rannsakaður frekar og látinn hafa réttarstöðu sakbornings. Málið kom upp í Reykjavík þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sagði sig frá málinu og rannsóknin flutt yfir til lögreglunnar á Vesturlandi. Lögreglan hefur verið sökuð um að hafa hlýft Guðjóni í málinu. „Ég hef engar upplýsingar um að slíkt hafi átt sér stað. Í þessu tilfelli sem kom upp þegar ríkislögreglustjóri var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu þá greindi hún frá tengslum sínum við ráðuneytið, hún sagði sig frá málinu og málið flutt til annars lögreglustjóraembættis,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Ljóst sé að breyta þurfi lögum um vopn. „Sú vinna stendur yfir, eins og ég hef boðað og ég geri ráð fyrir að henni ljúki jafnvel fyrir árslok. Þannig að það verði að sjá breytingar á vopnalöggjöfinni eftir áramót.“ Horfa má á viðtalið við Jón í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skotvopn Tengdar fréttir Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 „Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06 „Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Sjá meira
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19
„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. 2. nóvember 2022 22:06
„Það vildi enginn koma nálægt þessu máli hjá lögreglunni“ Byssusmiður, sem segist hafa breytt tveimur ólöglegum og hálfsjálfvirkum rifflum sem faðir ríkislögreglustjóra seldi, segir engan innan lögreglunnar hafa viljað snerta á málinu. Engin svör hafa fengið hjá lögreglu vegna málsins í dag. 2. nóvember 2022 20:09