Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2022 15:19 ´Mikil þétting byggðar hefur átt sér stað í Reykjavík á undanförnum árum. Nú er til að mynda verið að byggja íbúðarhúsnæði þar sem BYKO var áður við Hringbraut. Reykjavíkurborg Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. Árlegur fundur Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Fundurinn hófst á því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór yfir stöðuna í dag og áform um uppbyggingu víðs vegar um borgina, allt frá þéttingarreitum til nýrra hverfa. Klippa: Uppbygging íbúða í Reykjavík - Erindi Dags B. Eggertssonar „Síðustu fimm ár hafa verið metár en stóru fréttirnar eru þær að næstu tíu verða ennþá stærri. Þannig að Reykjavík er í rauninni að leggja fram plön um gríðarmikla uppbyggingu um alla borg. Sem er líka í takti við góðar samgöngur og á réttum stöðum þannig að þetta gangi allt upp hvað með öðru,“ segir Dagur. Langatímameðaltal í uppbyggingu íbúða í Reykjavík hafi verið sex hundruð nýjar íbúðir á ári. Nú væri stefnt á að meðaltalið verði sextán hundruð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast að verið sé að vinna að kulnun á íbúðamarkaðnum þannig að enn ein sveiflan endurtaki sig.Vísir/Vilhelm „En næstu fimm viljum við sjá tvö þúsund íbúðir rísa. Erum í raun að sýna fram á að í skipulagi og lóðaúthlutunum gætu þær orðið allt að þrjú þúsund,“ segir borgarstjóri. Dagur hefur hins vegar áhyggjur af nýlegum vaxtahækkunum og stöðu húsnæðismarkaðarins almennt gagnvart viðskiptabönkunum. „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Skipulag Tengdar fréttir Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Íbúðaframboð í örum vexti Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir. 3. nóvember 2022 09:01 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. 8. júlí 2022 08:01 Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Árlegur fundur Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni fór fram í Ráðhúsinu í morgun. Fundurinn hófst á því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór yfir stöðuna í dag og áform um uppbyggingu víðs vegar um borgina, allt frá þéttingarreitum til nýrra hverfa. Klippa: Uppbygging íbúða í Reykjavík - Erindi Dags B. Eggertssonar „Síðustu fimm ár hafa verið metár en stóru fréttirnar eru þær að næstu tíu verða ennþá stærri. Þannig að Reykjavík er í rauninni að leggja fram plön um gríðarmikla uppbyggingu um alla borg. Sem er líka í takti við góðar samgöngur og á réttum stöðum þannig að þetta gangi allt upp hvað með öðru,“ segir Dagur. Langatímameðaltal í uppbyggingu íbúða í Reykjavík hafi verið sex hundruð nýjar íbúðir á ári. Nú væri stefnt á að meðaltalið verði sextán hundruð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óttast að verið sé að vinna að kulnun á íbúðamarkaðnum þannig að enn ein sveiflan endurtaki sig.Vísir/Vilhelm „En næstu fimm viljum við sjá tvö þúsund íbúðir rísa. Erum í raun að sýna fram á að í skipulagi og lóðaúthlutunum gætu þær orðið allt að þrjú þúsund,“ segir borgarstjóri. Dagur hefur hins vegar áhyggjur af nýlegum vaxtahækkunum og stöðu húsnæðismarkaðarins almennt gagnvart viðskiptabönkunum. „Það sem að mun ráða hraðanum er ekki Reykjavík. Það mun ekki standa á okkur heldur framkvæmdafjármögnun frá lánastofnunum. Þar höfum við ákveðnar áhyggjur af því að það sé verið að framkalla mikla kulnun á þessum uppbyggingarmarkaði sem við höfum öll þörf fyrir að sé í góðu jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Skipulag Tengdar fréttir Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30 Íbúðaframboð í örum vexti Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir. 3. nóvember 2022 09:01 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. 8. júlí 2022 08:01 Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Uppbygging íbúða í borginni kynnt í Ráðhúsinu Árviss kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúða í borginni var haldinn Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Horfa má fundinn í beinni útsendingu hér í fréttinni. 4. nóvember 2022 08:30
Íbúðaframboð í örum vexti Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir. 3. nóvember 2022 09:01
Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41
Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. 8. júlí 2022 08:01
Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21