Segir rithöfunda bera skarðan hlut frá borði í stafrænum heimi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 13:46 Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að rithöfundar um allan heim glími við svipuð vandamál nú þegar streymisveitur með hljóð-og rafbækur festa sig betur í sessi. Örmarkaðurinn á Íslandi sé þó mun berskjaldaðri gagnvart þeim stórum breytingum heldur en aðrir. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að hlutur rithöfunda minnki sífellt í takt við aukna útbreiðslu á verkum þeirra á streymisveitum. Færri og færri geti lagt fyrir sig að verða atvinnuhöfundar í núverandi viðskiptaumhverfi. Kallað er eftir stjórnsýslulegri ákvörðun um að tryggja fjölbreytni til að ljóð og jaðarbókmenntir hverfi ekki úr bókmenntaflóru landsmanna. Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir að með innreið streymisveitna séu ótal margar áskoranir sem blasi við höfundum. „Það eru færri og færri krónur sem skila sér í vasa þeirra sem skapa hin raunverulegu verðmæti; skáldverkin, fræðiritin og þýðingarnar og þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri.“ Hún skynji að sömu áhyggjur hvíli þungt á kollegum hennar úti í heimi. „Þetta er bara mjög einfaldlega raunveruleiki sem blasir við öllum að þegar stóru fyrirtækin hvort sem þau heita Amazon, Google eða Storytel eða hvað sem er, þegar þau koma á markaðinn þá eru þau fyrst og fremst viðskiptamódel sem eiga að skila eigendum sínum tekjum.“ Örmarkaðir séu sérstaklega viðkvæmir gagnvart stórum breytingum. „Norðmenn skilgreina sig sem örmarkað í útrýmingarhættu og ég veit þá eiginlega ekki hvaða orð ég á að nota yfir okkur. Á okkar markaði eru bara svo fáir sem lesa þetta mál okkar að öll sala sem breytist á þann hátt að höfundurinn fær minni hlut hún bara skiptir rosalega miklu máli.“ Hljóðið sé afar þungt í kollegum hennar úti í heimi. „Menn tala um bara að það séu færri og færri höfundar sem geti verið atvinnurithöfundar og þá erum við satt best að segja að stíga dálítið stórt skref aftur á bak.“ Hvaða þýðingu heldurðu að þetta hafi fyrir bókmenntaþjóðina Ísland þegar fram í sækir ef þetta heldur áfram svona? „Mín persónulega skoðun er sú að það verði að vera stjórnsýsluleg ákvörðun að tryggja fjölbreytni í íslenskum bókmenntum vegna þess að ef við ætlum bara að vera með bókamarkað þar sem vinsælustu bækurnar skila einhverju, þar sem við gefum í rauninni ekki svigrúm fyrir ljóð, jaðarbókmenntir og barnabókmenntir eða bara allt annað en það sem selst rosalega vel, þá verðum við svo miklu, miklu, miklu fátækari.“ Bókmenntir Stafræn þróun Kjaramál Tengdar fréttir Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00 Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir að með innreið streymisveitna séu ótal margar áskoranir sem blasi við höfundum. „Það eru færri og færri krónur sem skila sér í vasa þeirra sem skapa hin raunverulegu verðmæti; skáldverkin, fræðiritin og þýðingarnar og þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri.“ Hún skynji að sömu áhyggjur hvíli þungt á kollegum hennar úti í heimi. „Þetta er bara mjög einfaldlega raunveruleiki sem blasir við öllum að þegar stóru fyrirtækin hvort sem þau heita Amazon, Google eða Storytel eða hvað sem er, þegar þau koma á markaðinn þá eru þau fyrst og fremst viðskiptamódel sem eiga að skila eigendum sínum tekjum.“ Örmarkaðir séu sérstaklega viðkvæmir gagnvart stórum breytingum. „Norðmenn skilgreina sig sem örmarkað í útrýmingarhættu og ég veit þá eiginlega ekki hvaða orð ég á að nota yfir okkur. Á okkar markaði eru bara svo fáir sem lesa þetta mál okkar að öll sala sem breytist á þann hátt að höfundurinn fær minni hlut hún bara skiptir rosalega miklu máli.“ Hljóðið sé afar þungt í kollegum hennar úti í heimi. „Menn tala um bara að það séu færri og færri höfundar sem geti verið atvinnurithöfundar og þá erum við satt best að segja að stíga dálítið stórt skref aftur á bak.“ Hvaða þýðingu heldurðu að þetta hafi fyrir bókmenntaþjóðina Ísland þegar fram í sækir ef þetta heldur áfram svona? „Mín persónulega skoðun er sú að það verði að vera stjórnsýsluleg ákvörðun að tryggja fjölbreytni í íslenskum bókmenntum vegna þess að ef við ætlum bara að vera með bókamarkað þar sem vinsælustu bækurnar skila einhverju, þar sem við gefum í rauninni ekki svigrúm fyrir ljóð, jaðarbókmenntir og barnabókmenntir eða bara allt annað en það sem selst rosalega vel, þá verðum við svo miklu, miklu, miklu fátækari.“
Bókmenntir Stafræn þróun Kjaramál Tengdar fréttir Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00 Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00
Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51