Klopp um HM í Katar: „Öllum er sama um leikmennina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 09:00 Klopp ræðir við Mohamed Salah, stjörnu Liverpool. AP Photo/Jon Super Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, segir það gjörsamlega galið að HM í Katar hefjist aðeins viku eftir að enska úrvalsdeildin fer í frí. Þann 20. nóvember næstkomandi hefst HM í Katar, landi sem hefur harðlega gagnrýnt fyrir framkomu sína í garðs verkafólks sem og fyrir að virða mannréttindi að vettugi. Að mótið sé haldið um vetur er heldur ekki að heilla marga. Er Klopp þar á meðal. Hann fór mikinn á blaðamannafundi í dag en lið hans mætir Tottenham Hotspur á sunnudaginn kemur. Gríðarlegt álag hefur verið á leikmönnum stærstu deilda í heimi undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmargir hafa meiðst og missa af HM á meðan aðrir eru í kapphlaupi við tímann en munu að öllum líkindum missa af HM. „Ég hata þetta umræðuefni. Þessi vandamál voru svo augljós frá degi eitt og enginn sagði neitt þangað til það voru aðeins þrjár eða fjórar vikur í HM. Að menn séu að meiðast seint á tímabilinu og missi af HM er ekkert nýtt. Eftir langt tímabil gerist það, sama hvar í heiminum.“ „En nú erum við að byrja heimsmeistaramót aðeins viku eftir síðasta deildarleikinn, það er stærri áhætta. Gjörsamlega galið.“ „Öllum er sama um okkur og hvernig við þurfum að meðhöndla þessar aðstæður. Hvað á ég að gera? Á ég að spyrja leikmennina fyrir leikina gegn Southampton eða Derby County „hvort þeir virkilega vilji spila?“ Við erum öll sek fyrir að hafa leyft þessu að gerast í fyrsta lagi. Nú þegar það er að gerast þá verðum við að samþykkja það og er skelfilegt fyrir leikmennina sem meiðast og geta ekki spilað. En hvernig eigum við að breyta því?“ Liverpool mætir Tottenham á sunnudag, Derby County í deildarbikarnum á miðvikudag og Southampton í deildinni þann 12. nóvember áður en deildin fer í frí á meðan HM stendur. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00 Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45 Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Þann 20. nóvember næstkomandi hefst HM í Katar, landi sem hefur harðlega gagnrýnt fyrir framkomu sína í garðs verkafólks sem og fyrir að virða mannréttindi að vettugi. Að mótið sé haldið um vetur er heldur ekki að heilla marga. Er Klopp þar á meðal. Hann fór mikinn á blaðamannafundi í dag en lið hans mætir Tottenham Hotspur á sunnudaginn kemur. Gríðarlegt álag hefur verið á leikmönnum stærstu deilda í heimi undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmargir hafa meiðst og missa af HM á meðan aðrir eru í kapphlaupi við tímann en munu að öllum líkindum missa af HM. „Ég hata þetta umræðuefni. Þessi vandamál voru svo augljós frá degi eitt og enginn sagði neitt þangað til það voru aðeins þrjár eða fjórar vikur í HM. Að menn séu að meiðast seint á tímabilinu og missi af HM er ekkert nýtt. Eftir langt tímabil gerist það, sama hvar í heiminum.“ „En nú erum við að byrja heimsmeistaramót aðeins viku eftir síðasta deildarleikinn, það er stærri áhætta. Gjörsamlega galið.“ „Öllum er sama um okkur og hvernig við þurfum að meðhöndla þessar aðstæður. Hvað á ég að gera? Á ég að spyrja leikmennina fyrir leikina gegn Southampton eða Derby County „hvort þeir virkilega vilji spila?“ Við erum öll sek fyrir að hafa leyft þessu að gerast í fyrsta lagi. Nú þegar það er að gerast þá verðum við að samþykkja það og er skelfilegt fyrir leikmennina sem meiðast og geta ekki spilað. En hvernig eigum við að breyta því?“ Liverpool mætir Tottenham á sunnudag, Derby County í deildarbikarnum á miðvikudag og Southampton í deildinni þann 12. nóvember áður en deildin fer í frí á meðan HM stendur.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00 Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45 Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00
Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45
Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01