Meistaraefni Milwaukee í engum vandræðum án Giannis | Durant virðist ekki þurfa Kyrie né Simmons Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 10:31 Brook Lopez steig upp fyrst Giannis gat ekki spilað. Milwaukee Bucks Það kom ekki að sök þó Giannis Antetokounmpo hafi verið fjarri góðu gamni þegar Milwaukee Bucks mætti Oklahoma City Thunder í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistaraefnin frá Milwaukee unnu 14 stiga sigur, 108-94. Þá vann Brooklyn Nets sinn annan leik í röð, kannski er liðið betur sett án Kyrie Irving og Ben Simmons? Milwaukee Bucks eru besta lið deildarinnar í dag en liðið hefur nú unnið fyrstu níu leiki sína á tímabilinu. Oklahoma höfðu þó komið nokkuð á óvart og voru 4-4 fyrir leik næturinnar. Það var jafnt á öllum tölum í fyrsta leikhluta en svo má segja að Bucks hafi gert út um leikinn í öðrum leikhluta. Liðið skoraði þá 33 stig gegn aðeins 19 hjá OKC og í raun var aldrei aftur snúið. Bucks vann leikinn með 14 stiga mun og lagði grunninn að sigrinum í öðrum leikhluta leiksins, lokatölur 108-94. Brook Lopez steig upp í fjarveru Giannis og skoraði 25 stig. Alls skoruðu sex leikmenn Bucks 10 stig eða meira. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander stigahæstur með 18 stig. Brook dropped 25 points in 24 minutes tonight.25 PTS | 3 REB | 63% FGM pic.twitter.com/ckr7qneYYP— Milwaukee Bucks (@Bucks) November 6, 2022 Brooklyn Nets vann Charlotte Hornes með fjögurra stiga mun, 98-94. Nets voru án Irving og Simmons, sá fyrrnefndi er í banni eftir að neita að biðjast afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla um gyðinga á meðan sá síðarnefndi er meiddur. Kevin Durant fór fyrir sínum mönnum og skoraði 27 stig í sigri Nets. Þar á eftir kom Cam Thomas með 21 stig. Hjá Hornets var Terry Rozier stigahæstur með 25 stig. KD IN THE CLUTCH pic.twitter.com/poMSin15H3— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) November 6, 2022 Boston Celtics vann New York Knicks með 15 stiga mun í stórveldaslagnum, lokatölur 133-118 Boston í vil. Jaylen Brown skoraði 30 stig í liði Boston og Jayson Tatum var með 26 stig. Alls skoruðu sex leikmenn liðsins 12 stig eða meira. Hjá Knicks var Julius Randle með 29 stig, RJ Barrett með 27 og Jalen Brunson með 22 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. The @celtics' dynamic duo of Jayson Tatum and Jaylen Brown combined for 56 PTS and 12 3PM in their win in NY!@jaytatum0: 26 PTS, 4 REB, 5 AST, 2 BLK, 6 3PM @FCHWPO: 30 PTS, 5 REB, 6 3PM pic.twitter.com/abLtMgu5sQ— NBA (@NBA) November 6, 2022 Trae Young skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 124-121. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu í liði Hawks. Hann skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Clint Capela bauð svo upp á 21 stig og 19 fráköst. Hjá Pelicans voru Zion Williamson og CJ McCollum báðir með 29 stig. Trae Young Dejounte Murray @TheTraeYoung (34 PTS, 10 AST, 2 STL) and @DejounteMurray (22 PTS, 10 REB, 11 AST, 3 STL) led the @ATLHawks to the overtime win! pic.twitter.com/AfYGKXHq73— NBA (@NBA) November 6, 2022 De'Aron Fox skoraði magnaða flautukörfu í sigri Sacramento Kings á Orlando Magic í framlengdum leik. Skot hans nánast frá miðju tryggði Kings þriggja stiga sigur, 126-123. Fox var stigahæstur í liði Kings með 37 stig á meðan Paolo Banchero skoraði 33 í liði Magic og tók 16 fráköst. De'Aaron Fox capped off his 37-point performance with a game-winner from the logo! @swipathefox: 37 PTS, 5 REB pic.twitter.com/FaRbtQfLNC— NBA (@NBA) November 6, 2022 Önnur úrslit Phoenix Suns 102 - 82 Portland Trail BlazersMinnesota Timberwolves 129 - 117 Houston RocketsDenver Nuggets 126 - 101 San Antonio Spurs Körfubolti NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Milwaukee Bucks eru besta lið deildarinnar í dag en liðið hefur nú unnið fyrstu níu leiki sína á tímabilinu. Oklahoma höfðu þó komið nokkuð á óvart og voru 4-4 fyrir leik næturinnar. Það var jafnt á öllum tölum í fyrsta leikhluta en svo má segja að Bucks hafi gert út um leikinn í öðrum leikhluta. Liðið skoraði þá 33 stig gegn aðeins 19 hjá OKC og í raun var aldrei aftur snúið. Bucks vann leikinn með 14 stiga mun og lagði grunninn að sigrinum í öðrum leikhluta leiksins, lokatölur 108-94. Brook Lopez steig upp í fjarveru Giannis og skoraði 25 stig. Alls skoruðu sex leikmenn Bucks 10 stig eða meira. Hjá Thunder var Shai Gilgeous-Alexander stigahæstur með 18 stig. Brook dropped 25 points in 24 minutes tonight.25 PTS | 3 REB | 63% FGM pic.twitter.com/ckr7qneYYP— Milwaukee Bucks (@Bucks) November 6, 2022 Brooklyn Nets vann Charlotte Hornes með fjögurra stiga mun, 98-94. Nets voru án Irving og Simmons, sá fyrrnefndi er í banni eftir að neita að biðjast afsökunar vegna ummæla sem hann lét falla um gyðinga á meðan sá síðarnefndi er meiddur. Kevin Durant fór fyrir sínum mönnum og skoraði 27 stig í sigri Nets. Þar á eftir kom Cam Thomas með 21 stig. Hjá Hornets var Terry Rozier stigahæstur með 25 stig. KD IN THE CLUTCH pic.twitter.com/poMSin15H3— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) November 6, 2022 Boston Celtics vann New York Knicks með 15 stiga mun í stórveldaslagnum, lokatölur 133-118 Boston í vil. Jaylen Brown skoraði 30 stig í liði Boston og Jayson Tatum var með 26 stig. Alls skoruðu sex leikmenn liðsins 12 stig eða meira. Hjá Knicks var Julius Randle með 29 stig, RJ Barrett með 27 og Jalen Brunson með 22 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. The @celtics' dynamic duo of Jayson Tatum and Jaylen Brown combined for 56 PTS and 12 3PM in their win in NY!@jaytatum0: 26 PTS, 4 REB, 5 AST, 2 BLK, 6 3PM @FCHWPO: 30 PTS, 5 REB, 6 3PM pic.twitter.com/abLtMgu5sQ— NBA (@NBA) November 6, 2022 Trae Young skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 124-121. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu í liði Hawks. Hann skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Clint Capela bauð svo upp á 21 stig og 19 fráköst. Hjá Pelicans voru Zion Williamson og CJ McCollum báðir með 29 stig. Trae Young Dejounte Murray @TheTraeYoung (34 PTS, 10 AST, 2 STL) and @DejounteMurray (22 PTS, 10 REB, 11 AST, 3 STL) led the @ATLHawks to the overtime win! pic.twitter.com/AfYGKXHq73— NBA (@NBA) November 6, 2022 De'Aron Fox skoraði magnaða flautukörfu í sigri Sacramento Kings á Orlando Magic í framlengdum leik. Skot hans nánast frá miðju tryggði Kings þriggja stiga sigur, 126-123. Fox var stigahæstur í liði Kings með 37 stig á meðan Paolo Banchero skoraði 33 í liði Magic og tók 16 fráköst. De'Aaron Fox capped off his 37-point performance with a game-winner from the logo! @swipathefox: 37 PTS, 5 REB pic.twitter.com/FaRbtQfLNC— NBA (@NBA) November 6, 2022 Önnur úrslit Phoenix Suns 102 - 82 Portland Trail BlazersMinnesota Timberwolves 129 - 117 Houston RocketsDenver Nuggets 126 - 101 San Antonio Spurs
Körfubolti NBA Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik