Viktor Gísli og félagar eru í toppbaráttunni ásamt liðum Paris Saint Germain og Montpellier en lið Creteil á meðal neðstu liða. Munurinn á liðunum var mikill í leiknum í dag þar sem lokatölur urðu 38-25 Nantes í vil.
Viktor Gísli lék allan leikinn í marki Nantes og átti fínan leik. Hann varði ellefu skot, þar af eitt vítaskot, eða um 35% skota þeirra sem hann fékk á sig. Nantes er með fjórtán stig við toppinn, líkt og Paris og Montpellier en öll hafa þau tapað einum leik á tímabilinu.
Viggó Kristjánsson og félagar í Leipzig töpuðu með einu marki gegn Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Viggó skoraði þrjú mörk úr sjö skotum en Leipzig kom til baka í síðari hálfleiknum eftir að hafa misst Göppingen mest sex mörk fram úr sér í þeim fyrri. Endurkoman dugði þó ekki því gestirnir fögnuðu eins marks sigri að lokum, lokastaðan 26-25.
Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprem sem vann öruggen 41-30 sigur á TEKA í ungversku deildinni í dag. Veszprem eru efstir í deildinni.