Erik Ten Hag pirraður vegna heimskulegra fyrirgjafa á Ronaldo Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 20:18 Erik Ten Hag segir sínum mönnum til í leiknum gegn Aston Villa í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag þjálfari Manchester United var pirraður eftir tap liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagði að fyrirgjafir sem leikmenn reyndu á Cristiano Ronaldo hefðu verið heimskulegar. Manchester United beið lægri hlut gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa komst í 2-0 strax í upphafi leiks en United tókst að minnka muninn fyrir hlé. Aston Villa komst svo í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og nældi sér í þrjú stig. Erik Ten Hag þjálfari United var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir leik hvort það hefði verið hluti af leikskipulaginu að reyna fyrirgjafir úr djúpinu á Cristiano Ronaldo og svaraði að svo hefði ekki verið. „Mér fannst heimskulegt að gera það. Við reyndum fyrirgjafir of snemma, oft langt frá og vorum að þröngva þeim of mikið. Þannig hjálpum við honum ekki. Við þurfum að koma með fyrirgjafir á réttum tíma,“ sagði Ten Hag en Ronaldo var fyrirliði liðsins í dag í fyrsta skipti undir hans stjórn. „Í síðari hálfleik reyndum við of snemma að senda boltann fyrir. Rétta augnablikið var hjá Christian Eriksen í fyrri hálfleiknum og hann fann augnablik í holunni til að koma boltanum á Cristiano á fjærstönginni. Það var rétt augnablik.“ Bruno Fernandes var ekki með United í dag þar sem hann var í leikbanni vegna gulra spjalda á tímabilinu. Ten Hag finnst það ekki vera afsökun fyrir slæmri frammistöðu liðsins. „Bruno Fernandes er mikilvægur leikmaður en mér líður ekki þannig. Þetta snýst um að leikmennirnir inni á vellinum vinni þennan leik. Ef þeir leggja sig 100% fram með ástríðu og grimmd og fylgja reglum fótboltans þá vinnum við þennan leik.“ „Þegar þú tapar leiknum í upphafi hvors hálfleiks, þegar þú byrjar leiki svona, þá tapar þú.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Manchester United beið lægri hlut gegn Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa komst í 2-0 strax í upphafi leiks en United tókst að minnka muninn fyrir hlé. Aston Villa komst svo í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og nældi sér í þrjú stig. Erik Ten Hag þjálfari United var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í dag. Hann var spurður að því á blaðamannafundi eftir leik hvort það hefði verið hluti af leikskipulaginu að reyna fyrirgjafir úr djúpinu á Cristiano Ronaldo og svaraði að svo hefði ekki verið. „Mér fannst heimskulegt að gera það. Við reyndum fyrirgjafir of snemma, oft langt frá og vorum að þröngva þeim of mikið. Þannig hjálpum við honum ekki. Við þurfum að koma með fyrirgjafir á réttum tíma,“ sagði Ten Hag en Ronaldo var fyrirliði liðsins í dag í fyrsta skipti undir hans stjórn. „Í síðari hálfleik reyndum við of snemma að senda boltann fyrir. Rétta augnablikið var hjá Christian Eriksen í fyrri hálfleiknum og hann fann augnablik í holunni til að koma boltanum á Cristiano á fjærstönginni. Það var rétt augnablik.“ Bruno Fernandes var ekki með United í dag þar sem hann var í leikbanni vegna gulra spjalda á tímabilinu. Ten Hag finnst það ekki vera afsökun fyrir slæmri frammistöðu liðsins. „Bruno Fernandes er mikilvægur leikmaður en mér líður ekki þannig. Þetta snýst um að leikmennirnir inni á vellinum vinni þennan leik. Ef þeir leggja sig 100% fram með ástríðu og grimmd og fylgja reglum fótboltans þá vinnum við þennan leik.“ „Þegar þú tapar leiknum í upphafi hvors hálfleiks, þegar þú byrjar leiki svona, þá tapar þú.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Man United tapaði loks á Villa Park Unai Emery byrjar þjálfaratíð sína hjá Aston Villa frábærlega en hans menn unnu einstaklega sannfærandi 3-1 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. 6. nóvember 2022 16:00