Stærðfræðikunnáttan klikkaði hjá Guardiola í viðtali eftir sigurinn gegn Fulham Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2022 22:30 Guardiola fagnar með Erling Haaland eftir leikinn gegn Fulham í gær. Vísir/Getty Erling Braut Haaland tryggði Manchester City sigur gegn Fulham í gær með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Pep Guardiola klikkaði aðeins á stærðfræðinni í viðtali eftir leik. Mark Haalands kom í uppbótartíma leiksins í gær en þá skoraði hann úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Kevin De Bruyne féll frekar auðveldlega í teig Fulham. Haaland sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi sjaldan í lífinu verið jafn stressaður og þegar hann stillti boltanum upp á vítapunktinum. „Vítaspyrna á síðustu mínútunni? Að sjálfsögðu er ég stressaður,“ sagði Norðmaðurinn í samtali við BBC eftir leikinn í gær. „Þetta snerist um að komast í gegnum þetta almennilega og ég gerði það. Það var frábær tilfinning að skora. Ég var búinn að vera meiddur í viku og sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur.“ Erling Haaland og Pep Guardiola voru ánægðir í leikslok enda fór Manchester City í efsta sæti deildarinnar þó svo að Arsenal hafi hirt það af þeim í dag á nýjan leik.Vísir/Getty Bernd Leno, markvörður Fulham, var ekki langt frá því að verja spyrnu Haaland og var í boltanum sem fór þó í netið enda skot Norðmannsins nokkuð fast. „Mér er sama hvernig hann fór inn, þetta snýst að koma boltanum inn. Þetta var frábær tilfinning. Fyrir mér snerist þetta um að koma inn á völlinn með orku og reyna að skora vegna þess að þessi þrjú stig eru mjög mikilvæg. Þetta var spurning um að ná þessu og við gerðum það,“ bætti Haaland við en hann kom inn sem varamaður í leiknum. „75/30? Ég er ekki snillingur“ Pep Guardiola segist skilja að Haaland hafi verið stressaður að taka vítaspyrnuna. Stærðfræðikunnátta Guardiola brást honum þó eitthvað þegar hann reyndi að útskýra hvernig þetta gerðist allt saman. „Það leið langur tími áður en hann gat sett boltann niður og tekið vítaspyrnuna. Þá færðu mikinn tíma til þess að hugsa,“ sagði Guardiola við BBC eftir leik. „Vítaspyrnan var ekki sú besta sem ég hef séð en hann skaut fast. Þegar þú skýtur laust í annað hornið þá er 50/50 líkur á því hvort spyrnan verður varin. Ef þú skýtur fast þá er það 75/30, nei afsakið 75/15. Stærðfræði, ég er enginn snillingur,“ sagði Spánverjinn og þarf greinilega eitthvað að rifja upp líkindareikninginn hjá sér. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Mark Haalands kom í uppbótartíma leiksins í gær en þá skoraði hann úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Kevin De Bruyne féll frekar auðveldlega í teig Fulham. Haaland sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi sjaldan í lífinu verið jafn stressaður og þegar hann stillti boltanum upp á vítapunktinum. „Vítaspyrna á síðustu mínútunni? Að sjálfsögðu er ég stressaður,“ sagði Norðmaðurinn í samtali við BBC eftir leikinn í gær. „Þetta snerist um að komast í gegnum þetta almennilega og ég gerði það. Það var frábær tilfinning að skora. Ég var búinn að vera meiddur í viku og sigurinn var mjög mikilvægur fyrir okkur.“ Erling Haaland og Pep Guardiola voru ánægðir í leikslok enda fór Manchester City í efsta sæti deildarinnar þó svo að Arsenal hafi hirt það af þeim í dag á nýjan leik.Vísir/Getty Bernd Leno, markvörður Fulham, var ekki langt frá því að verja spyrnu Haaland og var í boltanum sem fór þó í netið enda skot Norðmannsins nokkuð fast. „Mér er sama hvernig hann fór inn, þetta snýst að koma boltanum inn. Þetta var frábær tilfinning. Fyrir mér snerist þetta um að koma inn á völlinn með orku og reyna að skora vegna þess að þessi þrjú stig eru mjög mikilvæg. Þetta var spurning um að ná þessu og við gerðum það,“ bætti Haaland við en hann kom inn sem varamaður í leiknum. „75/30? Ég er ekki snillingur“ Pep Guardiola segist skilja að Haaland hafi verið stressaður að taka vítaspyrnuna. Stærðfræðikunnátta Guardiola brást honum þó eitthvað þegar hann reyndi að útskýra hvernig þetta gerðist allt saman. „Það leið langur tími áður en hann gat sett boltann niður og tekið vítaspyrnuna. Þá færðu mikinn tíma til þess að hugsa,“ sagði Guardiola við BBC eftir leik. „Vítaspyrnan var ekki sú besta sem ég hef séð en hann skaut fast. Þegar þú skýtur laust í annað hornið þá er 50/50 líkur á því hvort spyrnan verður varin. Ef þú skýtur fast þá er það 75/30, nei afsakið 75/15. Stærðfræði, ég er enginn snillingur,“ sagði Spánverjinn og þarf greinilega eitthvað að rifja upp líkindareikninginn hjá sér.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15