Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. Árásin hófst þann 2. nóvember en landgönguliðarnir sendu í gær bréf til ríkisstjóra Primorsky Krai-héraðs en meðlimir herdeildarinnar eru þaðan. Í því kvörtuðu þeir mjög yfir yfirmönnum herdeildarinnar og sökuðu þá um að senda herdeildina í óskiljanlega árás svo þeir gætu sjálfir fengið bónusa og orður frá eigin yfirmönnum. Sögðu yfirmenn eingöngu hafa áhuga á eigin orðstír Rússneskir herbloggarar, sem eru mjög virkir í Rússlandi og margir hverjir með heimildarmenn innan hersins, sögðu frá bréfinu í gær en uppruni þess hefur þó ekki verið formlega staðfestur. Þar segja hermennirnir að þrjú hundruð menn hafi fallið, særst eða týnst á einungis fjórum dögum við Pavlivka. Þeir hafi sömuleiðis misst helming farartækja sinna. And here is the letter itself from the 155th Marine Brigade that is on everyone's lips today. The brigade was ordered to advance to Uhledar via Pavlivka. They mention 300 casualties (dead and wounded) in just 4 days, and these are marines. pic.twitter.com/25ivCkRJPI— Dmitri (@wartranslated) November 6, 2022 Hermennirnir sökuðu yfirmenn sína um að hafa falið mannfallið og sögðu þá hafa engan áhuga á öðru en eigin orðstír. Þá sögðu þeir í bréfinu að yfirmennirnir bæru enga virðingu fyrir hermönnum sínum og töluðu um þá sem kjöt í hakkavél. Þeir báðu Oleg Kozhemyako, ríkisstjóra Primorsky Krai-héraðs til að senda rannsóknarnefnd til að fara í saumana á sókninni að Pavlivka. Í frétt Moscow Times segir að Kozhemyako hafi þess í stað lýst því yfir í morgun að rannsaka ætti hvort að um falsfréttaherferð frá úkraínskum leyniþjónustum væri að ræða. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Kozhemyako að mannfall í herdeildinni sé mun minna en talað sé um í umræddu bréfi, þó hart sé barist við Pavlivka. Haft er eftir öðrum ráðamanni í Chukota-héraði í austurhluta Rússlands, en hluti landgönguliðanna eru þaðan, að fólk eigi eingöngu að treysta „staðfestum upplýsingum“. Úkraínskir hermenn bíða eftir brottflutningi í austurhluta landsins.Getty/Ashley Chan Umdeildur prestur féll í árás Umdeildur rússneskur prestur lét lífið í HIMARS-árás Úkraínumanna í gærmorgun. Mikhail Vasilyev var svokallaður her-prestur en hann vakti mikla athygli í síðasta mánuði, eftir að Vladimír Pútin, forseti Rússlands, lýsti yfir herkvaðningu í Rússlandi. Vasilyev hvatti þá rússneskar konur til að eignast fleiri börn, því þá væri auðveldara fyrir þær að skilja við syni sína og senda þá í herinn, samkvæmt frétt Moscow Times. Mikhail Vasilyev, Russian orthodox priest, has died in Ukraine.He is famous for telling women who didn't want to send their sons to war that they should have had more sons. https://t.co/OnPt2xDIyG— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) November 6, 2022 Sækja enn hart að Bakhmut Rússsar eru í varnarstöðu víðast hvar á löngum víglínum Úkraínu. Þeir hafa þó gert árásir á Úkraínumenn á nokkrum stöðum, eins og í Pavlivka og Bakhmut, en þær árásir eru taldar hafa reynst Rússum mjög svo kostnaðarsamar og virðast ekki hafa skilað miklum árangri. Wagner Group málaliðahópurinn hefur haldið uppi árásum á Bakhmut í nokkra mánuði, þrátt fyrir lítinn árangur og það að hernám borgarinnar þjóni ekki lengur tilgangi fyrir Rússa til lengri tíma. Framsókn Úkraínumanna norður af Bakhmut hefur skorið á bestu birgðaleiðir Rússa til bæjarins. Meðfylgjandi kort sýnir grófa mynd af víglínunum í austurhluta Úkraínu. Eastern #Ukraine Update:#Russian forces continued to attack around #Bakhmut and claimed unspecified advances. /2https://t.co/wNvgkV6ZVN pic.twitter.com/58BGEWWZto— ISW (@TheStudyofWar) November 6, 2022 Skammt er síðan Úkraínumönnum tókst að reka Rússa aftur á bak nærri Bakhmut en Rússar hafa þrátt fyrir það varið enn meira púðri í að ná bænum. New York Times hefur eftir talsmanni úkraínska hersins í austurhluta landsins að átökin við Bakhmut séu einhver þau hörðustu í austurhluta landsins og að Rússar hafi sent um þrjátíu þúsund hermenn á svæðið til að ná bænum. Sérfræðingar segja erfitt að útskýra af hverju leiðtogar Wagner haldi áfram að reyna að ná Bakhmut. Í besta falli yrði það táknrænn sigur fyrir auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem rekur málaliðahópinn. Prigozhin hefur verið harðlega gagnrýninn á það hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi innrásina í Úkraínu og er talinn vilja sýna fram á að hann geti náð árangri, öfugt við rússneska herinn. Staðan í Kherson er enn óljós Í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu er staðan enn nokkuð óljós. Rússar hafa gefið í skyn að undanhald yfir á austurbakka Dniproár standi til og að Kherson-borg, eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar, verði yfirgefin. Úkraínumenn hófu í sumar gagnsókn gegn Rússum í Kherson en í aðdraganda hennar sendu Rússar sýnar reynslumestu herdeildir til héraðsins. Þar hafa þær herdeildir verið á víglínunum síðan og án mikillar hvíldar. Á þessum tíma hafa Úkraínumenn sprengt upp brýr yfir Dnipro og reynt að gera Rússum erfitt að koma birgðum og hergögnum til hersveita sinna á vesturbakkanum. Þannig hafa Úkraínumenn viljað þvinga Rússa til að hörfa í stað þess að þurfa að berjast um Kherson-borg, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Rússar virðist hafa flutt hermenn frá vesturbakkanum á sama tíma og þeir hafa flutt mikið af kvaðmönnum (mönnum sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu) á víglínurnar í staðinn. Þá sagði einn af leppstjórum Rússlands í Kherson nýverið að líklegt væri að rússneskir hermenn yrðu fluttir yfir á austurbakka árinnar. Úkraínumenn segja að ekkert útlit sé fyrir að til standi að flytja rússneska hermenn yfir Dnipro og óttast að Rússar séu að reyna að laða úkraínska hermenn í gildru. Fregnir hafa borist af því að Rússari hafi verið að byggja upp varnir á báðum bökkum Dnipro. Sjá einnig: Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Kherson-borg og aðrir nærliggjandi bæir eru án rafmagns en flestir íbúar hafa verið fluttir á brott. Rússar segja Úkraínumenn bera ástand á ástandinu þar en Úkraínumenn segja Rússa hafa sprengt upp rafmagnslínur á svæðinu. Meðfylgjandi kort sínir grófa mynda af stöðunni í Kherson. Southern Axis Update:#Russian forces continued to set up defensive positions along the #Dnipro River. /1https://t.co/wNvgkV6ZVN pic.twitter.com/3gWastrQsa— ISW (@TheStudyofWar) November 6, 2022 Hvetja Úkraínumenn til að milda afstöðu til viðræðna Um helgina bárust fregnir af því að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefði ýtt undir það að Úkraínumenn hættu að lýsa því yfir að þeir myndu ekki ræða við Rússa um að binda enda á stríðið nema Pútín yrði komið frá völdum í Rússlandi og gæfu í skyn að þeir væru tilbúnir til viðræðna við ríkisstjórn Pútíns. Washington Post hafði eftir heimildarmönnum sínum að markmiðið væri ekki að reyna að setja pressu á Úkraínumenn til að hefja viðræður við Rússa heldur vildu Bandaríkjamenn reyna að tryggja stuðning við Úkraínumenn í Vesturlöndum, þar sem fólk geti haft áhyggjur af því að stríðið muni halda áfram í mörg ár. Þetta er þrátt fyrir að Bandaríkjamenn og aðrir telji Pútín hafa engan áhuga á viðræðum við Úkraínumenn að svo stöddu, nema þá viðræðum um uppgjöf Úkraínumanna. Skömmu eftir innrásina í Úkraínu lýsti Vólódímír Selenskí því yfir að hann væri tilbúinn til viðræðna við Pútín og að friðarsamkomulag sem fæli í sér hlutleysi Úkraínu kæmi til greina. Tónninn í Úkraínumönnum hefur þó breyst töluvert síðan þá, samhliða því að fjölmörg og umfangsmikil ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa litið dagsins ljós og eftir að Pútín skrifaði undir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Hersveitir Rússa hafa verið reknar frá um helmingi þess svæðis sem þær hernumdu á fyrstu mánuðum innrásarinnar. Úkraínumenn segjast vera í framlínu baráttunnar gegn alræði og að sigur þeirra gegn Rússum muni tryggja frið í Evrópu. Tap eða nokkurs konar tilslökun í garð Rússa muni hafa alvarlegar afleiðingar. Þá hafa Úkraínumenn lítið tilefni til að leggja mikla trú á friðarsamkomulag við Rússa og að slíkt samkomulag myndi eingöngu gefa Pútín tíma til að byggja upp her sinn að nýju og gera aðra innrás. Þá hafa ráðamenn í Úkraínu varpað fram spurningum um það hvernig þeir eigi að ræða við leiðtoga Rússlands sem hafi ítrekað lýst því yfir að úkraínska þjóðin sé ekki raunveruleg og að hún eigi að tilheyra Rússlandi. Ekkert lát á árásum á innviði Undanfarnar vikur hafa Rússar gert umfangsmiklar árásir á innviði og raforkudreifikerfi Úkraínu og hefur ekkert lát orðið á þeim árásum að undanförnu. Rafmagnstruflanir hafa gert milljónum manna lífið leitt í Úkraínu þar sem stór hluti orkuvera ríkisins hafa orðið fyrir árásum. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga móðinn úr Úkraínumönnum og gera þeim erfitt fyrir í vetur. Markmiðið er sömuleiðis að grafa undan grunnstoðum Úkraínuríkis til lengri tíma Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. Sjá einnig: Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vegna þessara árása, þar sem Rússar hafa meðal annars notast við sjálfsprengjudróna frá Íran sem erfitt getur verið að finna og skjóta niður, hafa bakhjarlar Úkraínu lagt mikla áherslu á að koma nýjum og háþróuðum loftvarnarkerfum til Úkraínu og eru þau byrjuð að berast. Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, birti í morgun myndir af tveimur slíkum kerfum sem kallast NASAMS og Aspide sem hann sagði hafa borist til landsins. Færði hann Norðmönnum, Spánverjum og Bandaríkjamönnum þakkir fyrir. Look who s here!NASAMS and Aspide air defence systems arrived in Ukraine!These weapons will significantly strengthen #UAarmy and will make our skies safer. We will continue to shoot down the enemy targets attacking us.Thank you to our partners: Norway, Spain and the US. pic.twitter.com/ozP4eXhgOg— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) November 7, 2022 Rýnt í stöðuna í Úkraínu Fréttaskýringar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Gangast loks við því að útvega Rússum dróna Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst. 5. nóvember 2022 09:10 Á fimmtu milljón án rafmagns í Úkraínu Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að beita "orkuhryðjuverkum" í stríðsrekstri sínum í Úkraínu. 4. nóvember 2022 07:33 Herforingjar ræddu mögulega notkun kjarnorkuvopna Æðstu leiðtogar rússneska hersins ræddu mögulega notkun smárra kjarnorkuvopna í Úkraínu og hvort rússneski herinn gæti gagnast á því. Umræðan leiddi til aukinna áhyggja í Bandaríkjunum og víðar og þykir til marks um að Rússar séu verulega ósáttir við gang „sértæku hernaðaraðgerðarinnar“ svokölluðu. 2. nóvember 2022 10:45 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent
Árásin hófst þann 2. nóvember en landgönguliðarnir sendu í gær bréf til ríkisstjóra Primorsky Krai-héraðs en meðlimir herdeildarinnar eru þaðan. Í því kvörtuðu þeir mjög yfir yfirmönnum herdeildarinnar og sökuðu þá um að senda herdeildina í óskiljanlega árás svo þeir gætu sjálfir fengið bónusa og orður frá eigin yfirmönnum. Sögðu yfirmenn eingöngu hafa áhuga á eigin orðstír Rússneskir herbloggarar, sem eru mjög virkir í Rússlandi og margir hverjir með heimildarmenn innan hersins, sögðu frá bréfinu í gær en uppruni þess hefur þó ekki verið formlega staðfestur. Þar segja hermennirnir að þrjú hundruð menn hafi fallið, særst eða týnst á einungis fjórum dögum við Pavlivka. Þeir hafi sömuleiðis misst helming farartækja sinna. And here is the letter itself from the 155th Marine Brigade that is on everyone's lips today. The brigade was ordered to advance to Uhledar via Pavlivka. They mention 300 casualties (dead and wounded) in just 4 days, and these are marines. pic.twitter.com/25ivCkRJPI— Dmitri (@wartranslated) November 6, 2022 Hermennirnir sökuðu yfirmenn sína um að hafa falið mannfallið og sögðu þá hafa engan áhuga á öðru en eigin orðstír. Þá sögðu þeir í bréfinu að yfirmennirnir bæru enga virðingu fyrir hermönnum sínum og töluðu um þá sem kjöt í hakkavél. Þeir báðu Oleg Kozhemyako, ríkisstjóra Primorsky Krai-héraðs til að senda rannsóknarnefnd til að fara í saumana á sókninni að Pavlivka. Í frétt Moscow Times segir að Kozhemyako hafi þess í stað lýst því yfir í morgun að rannsaka ætti hvort að um falsfréttaherferð frá úkraínskum leyniþjónustum væri að ræða. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Kozhemyako að mannfall í herdeildinni sé mun minna en talað sé um í umræddu bréfi, þó hart sé barist við Pavlivka. Haft er eftir öðrum ráðamanni í Chukota-héraði í austurhluta Rússlands, en hluti landgönguliðanna eru þaðan, að fólk eigi eingöngu að treysta „staðfestum upplýsingum“. Úkraínskir hermenn bíða eftir brottflutningi í austurhluta landsins.Getty/Ashley Chan Umdeildur prestur féll í árás Umdeildur rússneskur prestur lét lífið í HIMARS-árás Úkraínumanna í gærmorgun. Mikhail Vasilyev var svokallaður her-prestur en hann vakti mikla athygli í síðasta mánuði, eftir að Vladimír Pútin, forseti Rússlands, lýsti yfir herkvaðningu í Rússlandi. Vasilyev hvatti þá rússneskar konur til að eignast fleiri börn, því þá væri auðveldara fyrir þær að skilja við syni sína og senda þá í herinn, samkvæmt frétt Moscow Times. Mikhail Vasilyev, Russian orthodox priest, has died in Ukraine.He is famous for telling women who didn't want to send their sons to war that they should have had more sons. https://t.co/OnPt2xDIyG— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) November 6, 2022 Sækja enn hart að Bakhmut Rússsar eru í varnarstöðu víðast hvar á löngum víglínum Úkraínu. Þeir hafa þó gert árásir á Úkraínumenn á nokkrum stöðum, eins og í Pavlivka og Bakhmut, en þær árásir eru taldar hafa reynst Rússum mjög svo kostnaðarsamar og virðast ekki hafa skilað miklum árangri. Wagner Group málaliðahópurinn hefur haldið uppi árásum á Bakhmut í nokkra mánuði, þrátt fyrir lítinn árangur og það að hernám borgarinnar þjóni ekki lengur tilgangi fyrir Rússa til lengri tíma. Framsókn Úkraínumanna norður af Bakhmut hefur skorið á bestu birgðaleiðir Rússa til bæjarins. Meðfylgjandi kort sýnir grófa mynd af víglínunum í austurhluta Úkraínu. Eastern #Ukraine Update:#Russian forces continued to attack around #Bakhmut and claimed unspecified advances. /2https://t.co/wNvgkV6ZVN pic.twitter.com/58BGEWWZto— ISW (@TheStudyofWar) November 6, 2022 Skammt er síðan Úkraínumönnum tókst að reka Rússa aftur á bak nærri Bakhmut en Rússar hafa þrátt fyrir það varið enn meira púðri í að ná bænum. New York Times hefur eftir talsmanni úkraínska hersins í austurhluta landsins að átökin við Bakhmut séu einhver þau hörðustu í austurhluta landsins og að Rússar hafi sent um þrjátíu þúsund hermenn á svæðið til að ná bænum. Sérfræðingar segja erfitt að útskýra af hverju leiðtogar Wagner haldi áfram að reyna að ná Bakhmut. Í besta falli yrði það táknrænn sigur fyrir auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem rekur málaliðahópinn. Prigozhin hefur verið harðlega gagnrýninn á það hvernig haldið hefur verið á spöðunum varðandi innrásina í Úkraínu og er talinn vilja sýna fram á að hann geti náð árangri, öfugt við rússneska herinn. Staðan í Kherson er enn óljós Í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu er staðan enn nokkuð óljós. Rússar hafa gefið í skyn að undanhald yfir á austurbakka Dniproár standi til og að Kherson-borg, eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa náð tökum á frá því innrás þeirra hófst í febrúar, verði yfirgefin. Úkraínumenn hófu í sumar gagnsókn gegn Rússum í Kherson en í aðdraganda hennar sendu Rússar sýnar reynslumestu herdeildir til héraðsins. Þar hafa þær herdeildir verið á víglínunum síðan og án mikillar hvíldar. Á þessum tíma hafa Úkraínumenn sprengt upp brýr yfir Dnipro og reynt að gera Rússum erfitt að koma birgðum og hergögnum til hersveita sinna á vesturbakkanum. Þannig hafa Úkraínumenn viljað þvinga Rússa til að hörfa í stað þess að þurfa að berjast um Kherson-borg, götu fyrir götu, hús fyrir hús. Rússar virðist hafa flutt hermenn frá vesturbakkanum á sama tíma og þeir hafa flutt mikið af kvaðmönnum (mönnum sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu) á víglínurnar í staðinn. Þá sagði einn af leppstjórum Rússlands í Kherson nýverið að líklegt væri að rússneskir hermenn yrðu fluttir yfir á austurbakka árinnar. Úkraínumenn segja að ekkert útlit sé fyrir að til standi að flytja rússneska hermenn yfir Dnipro og óttast að Rússar séu að reyna að laða úkraínska hermenn í gildru. Fregnir hafa borist af því að Rússari hafi verið að byggja upp varnir á báðum bökkum Dnipro. Sjá einnig: Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru Kherson-borg og aðrir nærliggjandi bæir eru án rafmagns en flestir íbúar hafa verið fluttir á brott. Rússar segja Úkraínumenn bera ástand á ástandinu þar en Úkraínumenn segja Rússa hafa sprengt upp rafmagnslínur á svæðinu. Meðfylgjandi kort sínir grófa mynda af stöðunni í Kherson. Southern Axis Update:#Russian forces continued to set up defensive positions along the #Dnipro River. /1https://t.co/wNvgkV6ZVN pic.twitter.com/3gWastrQsa— ISW (@TheStudyofWar) November 6, 2022 Hvetja Úkraínumenn til að milda afstöðu til viðræðna Um helgina bárust fregnir af því að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefði ýtt undir það að Úkraínumenn hættu að lýsa því yfir að þeir myndu ekki ræða við Rússa um að binda enda á stríðið nema Pútín yrði komið frá völdum í Rússlandi og gæfu í skyn að þeir væru tilbúnir til viðræðna við ríkisstjórn Pútíns. Washington Post hafði eftir heimildarmönnum sínum að markmiðið væri ekki að reyna að setja pressu á Úkraínumenn til að hefja viðræður við Rússa heldur vildu Bandaríkjamenn reyna að tryggja stuðning við Úkraínumenn í Vesturlöndum, þar sem fólk geti haft áhyggjur af því að stríðið muni halda áfram í mörg ár. Þetta er þrátt fyrir að Bandaríkjamenn og aðrir telji Pútín hafa engan áhuga á viðræðum við Úkraínumenn að svo stöddu, nema þá viðræðum um uppgjöf Úkraínumanna. Skömmu eftir innrásina í Úkraínu lýsti Vólódímír Selenskí því yfir að hann væri tilbúinn til viðræðna við Pútín og að friðarsamkomulag sem fæli í sér hlutleysi Úkraínu kæmi til greina. Tónninn í Úkraínumönnum hefur þó breyst töluvert síðan þá, samhliða því að fjölmörg og umfangsmikil ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu hafa litið dagsins ljós og eftir að Pútín skrifaði undir ólöglega innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Hersveitir Rússa hafa verið reknar frá um helmingi þess svæðis sem þær hernumdu á fyrstu mánuðum innrásarinnar. Úkraínumenn segjast vera í framlínu baráttunnar gegn alræði og að sigur þeirra gegn Rússum muni tryggja frið í Evrópu. Tap eða nokkurs konar tilslökun í garð Rússa muni hafa alvarlegar afleiðingar. Þá hafa Úkraínumenn lítið tilefni til að leggja mikla trú á friðarsamkomulag við Rússa og að slíkt samkomulag myndi eingöngu gefa Pútín tíma til að byggja upp her sinn að nýju og gera aðra innrás. Þá hafa ráðamenn í Úkraínu varpað fram spurningum um það hvernig þeir eigi að ræða við leiðtoga Rússlands sem hafi ítrekað lýst því yfir að úkraínska þjóðin sé ekki raunveruleg og að hún eigi að tilheyra Rússlandi. Ekkert lát á árásum á innviði Undanfarnar vikur hafa Rússar gert umfangsmiklar árásir á innviði og raforkudreifikerfi Úkraínu og hefur ekkert lát orðið á þeim árásum að undanförnu. Rafmagnstruflanir hafa gert milljónum manna lífið leitt í Úkraínu þar sem stór hluti orkuvera ríkisins hafa orðið fyrir árásum. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga móðinn úr Úkraínumönnum og gera þeim erfitt fyrir í vetur. Markmiðið er sömuleiðis að grafa undan grunnstoðum Úkraínuríkis til lengri tíma Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma. Sjá einnig: Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina Vegna þessara árása, þar sem Rússar hafa meðal annars notast við sjálfsprengjudróna frá Íran sem erfitt getur verið að finna og skjóta niður, hafa bakhjarlar Úkraínu lagt mikla áherslu á að koma nýjum og háþróuðum loftvarnarkerfum til Úkraínu og eru þau byrjuð að berast. Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, birti í morgun myndir af tveimur slíkum kerfum sem kallast NASAMS og Aspide sem hann sagði hafa borist til landsins. Færði hann Norðmönnum, Spánverjum og Bandaríkjamönnum þakkir fyrir. Look who s here!NASAMS and Aspide air defence systems arrived in Ukraine!These weapons will significantly strengthen #UAarmy and will make our skies safer. We will continue to shoot down the enemy targets attacking us.Thank you to our partners: Norway, Spain and the US. pic.twitter.com/ozP4eXhgOg— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) November 7, 2022
Gangast loks við því að útvega Rússum dróna Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst. 5. nóvember 2022 09:10
Á fimmtu milljón án rafmagns í Úkraínu Volodómír Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að beita "orkuhryðjuverkum" í stríðsrekstri sínum í Úkraínu. 4. nóvember 2022 07:33
Herforingjar ræddu mögulega notkun kjarnorkuvopna Æðstu leiðtogar rússneska hersins ræddu mögulega notkun smárra kjarnorkuvopna í Úkraínu og hvort rússneski herinn gæti gagnast á því. Umræðan leiddi til aukinna áhyggja í Bandaríkjunum og víðar og þykir til marks um að Rússar séu verulega ósáttir við gang „sértæku hernaðaraðgerðarinnar“ svokölluðu. 2. nóvember 2022 10:45
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent