Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 19:20 Sævar Þór Jónsson, lögmaður, segir hrossin sem umbjóðandi hans á ekki hafa verið vannærð eða vanrækt. Vísir/Arnar Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. Meint dýraníð í Borgarfirði hefur verið til mikillar umfjöllunar í haust en málið hófst í ágúst þegar sveitungar vöktu athygli á málinu. Umsjáraðilum hrossanna var gert af Matvælastofnun að hleypa hrossunum út á beit í haust en þau höfðu þá verið innilokuð um langt skeið. Þeim var þá gert að fóðra hrossin samhliða en sinntu því ekki sem skildi samkvæmt MAST og þau svipt vörslu yfir hrossunum. Þrettán hross í umsjá fólksins voru felld í kjölfarið og síðan hefur sauðfé verið fjarlægt af sama bæ og MAST með illa haldna nautgripi á bænum í eftirliti. Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, hefur komið að ræktun hrossanna og umsjá þeirra ásamt dóttur sinni og bónda í Borgarfirði. Þær mæðgur voru jafnframt varaþingmenn Flokks fólksins en sögðu af sér varaþingmennsku vegna málsins. „Við höfum sent inn bréf til MAST þar sem við erum að kvarta yfir hvernig farið er að málinu af þeirra hendi,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður Þórunnar. Skortur hafi verið á upplýsingagjöf á vegum MAST til Þórunnar. Hvað eruð þið ósátt með? „Við erum ósátt með það, hvað varðar minn umbjóðanda, að hún hafi ekki fengið vitneskju eða upplýsingar um stöðu málsins, þegar kemur að því að taka dýrin,“ segir Sævar. „Þarna voru hross sem hún átti og taldi að væru alla vega í góðum holdum og taldi ekki þörf á þessum aðgerðum.“ Málið verði að leysa. „Mínum umbjóðanda er umhugað um það að hún fái dýrin til baka og henni finnst framgangan í þessu máli hafa farið úr hófi.“ Dýraníð í Borgarfirði Dýr Hestar Borgarbyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Meint dýraníð í Borgarfirði hefur verið til mikillar umfjöllunar í haust en málið hófst í ágúst þegar sveitungar vöktu athygli á málinu. Umsjáraðilum hrossanna var gert af Matvælastofnun að hleypa hrossunum út á beit í haust en þau höfðu þá verið innilokuð um langt skeið. Þeim var þá gert að fóðra hrossin samhliða en sinntu því ekki sem skildi samkvæmt MAST og þau svipt vörslu yfir hrossunum. Þrettán hross í umsjá fólksins voru felld í kjölfarið og síðan hefur sauðfé verið fjarlægt af sama bæ og MAST með illa haldna nautgripi á bænum í eftirliti. Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, hefur komið að ræktun hrossanna og umsjá þeirra ásamt dóttur sinni og bónda í Borgarfirði. Þær mæðgur voru jafnframt varaþingmenn Flokks fólksins en sögðu af sér varaþingmennsku vegna málsins. „Við höfum sent inn bréf til MAST þar sem við erum að kvarta yfir hvernig farið er að málinu af þeirra hendi,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður Þórunnar. Skortur hafi verið á upplýsingagjöf á vegum MAST til Þórunnar. Hvað eruð þið ósátt með? „Við erum ósátt með það, hvað varðar minn umbjóðanda, að hún hafi ekki fengið vitneskju eða upplýsingar um stöðu málsins, þegar kemur að því að taka dýrin,“ segir Sævar. „Þarna voru hross sem hún átti og taldi að væru alla vega í góðum holdum og taldi ekki þörf á þessum aðgerðum.“ Málið verði að leysa. „Mínum umbjóðanda er umhugað um það að hún fái dýrin til baka og henni finnst framgangan í þessu máli hafa farið úr hófi.“
Dýraníð í Borgarfirði Dýr Hestar Borgarbyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13
Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28